Í vörn Hörður Ægisson skrifar 16. mars 2018 08:00 Seðlabankinn ætlar að sitja fast við sinn keip. Yfirlýsing bankans um innflæðishöftin í vikunni, sem hann hyggst ekki losa um á næstunni, kom ekki á óvart þótt hún hafi vissulega valdið vonbrigðum. Seðlabankastjóri gaf lítið fyrir þá gagnrýni að höftin, sem sett voru á innflæði fjármagns í skráð skuldabréf, hefðu stuðlað að hærri vaxtakjörum fyrirtækja og heimila. Það hefði beinlínis verið markmið þeirra að beina aðhaldi peningastefnunnar í meiri mæli um vaxtafarveginn fremur en gengið. Án haftanna væri gengi krónunnar enn hærra sem hefði hættur í för með sér fyrir útflutningsgreinar landsins, að mati bankans. Samhengi hlutanna er hins vegar þetta. Hefði bankinn ekki kerfisbundið ofmetið verðbólguþrýstinginn undanfarin ár, ólíkt markaðsaðilum sem sáu að lág verðbólga væri komin til að vera, þá hefði hann getað lækkað vexti hraðar og meira en reyndin varð. Vaxtamunur Íslands við útlönd væri því enn minni og þörfin á innflæðishöftum af þeim sökum engin. Lægra vaxtastig hefði þýtt meira útflæði vegna erlendra fjárfestinga lífeyrissjóða og annarra innlendra aðila og hættan á ofrisi krónunnar hverfandi. Höftin hafa því með öðrum orðum sjálf skapað þær aðstæður sem seðlabankastjóri vísar til – mikinn vaxtamun við útlönd – sem réttlætingu fyrir tilvist þeirra. Það er engu að síður jákvætt að Seðlabankinn segist ætla að skoða hvort breyta megi útfærslu haftanna í því skyni að liðka fyrir fjármagnsinnflæði sem beinist að langtímafjárfestingum í atvinnulífinu. Efnahagslegar aðstæður til að ráðast í stórfelldar fjárfestingar í innviðum landsins eru þannig að skapast núna þegar allar vísbendingar eru um að hagkerfið sé tekið að kólna snögglega. Aðkoma lífeyrissjóða og annarra stofnanafjárfesta, meðal annars erlendra fjárfesta, er nauðsynleg eigi slíkar innviðafjárfestingar að verða að veruleika. Innflæðishöftin munu hins vegar að óbreyttu vera þar Þrándur í Götu þar sem þau setja aðgengi fyrirtækja að erlendri skuldabréfafjármögnun þröngar skorður. Þessu þarf að breyta sem allra fyrst. Það er ástæða til að endurtaka það sem flestum ætti að vera orðið vel kunnugt. Grunngerð hagkerfisins hefur tekið stakkaskiptum á umliðnum árum. Stöðugur við- skiptaafgangur ár eftir ár þýðir að Ísland er orðið að lánveitanda við útlönd. Útlit er fyrir að sparnaðarstigið muni áfram mælast hátt og þá eru skuldir hins opinbera afar lágar í alþjóðlegum samanburði. Allt ber þetta að sama brunni. Við slíkar aðstæður ættu vextir að geta verið lægri án þess að raska jafnvægi í þjóðarbúskapnum. Í stað þess að nýta þetta tækifæri til að lækka raunvaxtastigið á Íslandi, til hagsbóta fyrir heimili og fyrirtæki, hefur Seðlabankinn aftur á móti sumpart staðið í vegi fyrir þeirri þróun með innleiðingu strangra innflæðishafta. Sérstök yfirlýsing Seðlabankans er til marks um að hann er kominn í vörn vegna þeirrar réttmætu gagnrýni sem sett hefur verið fram gegn höftunum. Stundum er sagt að markaðurinn sé ekki óskeikull. Það má vissulega til sanns vegar færa. Reynslan ætti samt að kenna okkur að hið sama á ekki síður við um embættismenn. Á meðan ekki koma fram sterkari rök frá bankanum má öllum vera ljóst að markaðurinn hefur rétt fyrir sér um að skaðsemi haftanna er meiri en nokkurn tíma ávinningur þeirra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hörður Ægisson Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Sjá meira
Seðlabankinn ætlar að sitja fast við sinn keip. Yfirlýsing bankans um innflæðishöftin í vikunni, sem hann hyggst ekki losa um á næstunni, kom ekki á óvart þótt hún hafi vissulega valdið vonbrigðum. Seðlabankastjóri gaf lítið fyrir þá gagnrýni að höftin, sem sett voru á innflæði fjármagns í skráð skuldabréf, hefðu stuðlað að hærri vaxtakjörum fyrirtækja og heimila. Það hefði beinlínis verið markmið þeirra að beina aðhaldi peningastefnunnar í meiri mæli um vaxtafarveginn fremur en gengið. Án haftanna væri gengi krónunnar enn hærra sem hefði hættur í för með sér fyrir útflutningsgreinar landsins, að mati bankans. Samhengi hlutanna er hins vegar þetta. Hefði bankinn ekki kerfisbundið ofmetið verðbólguþrýstinginn undanfarin ár, ólíkt markaðsaðilum sem sáu að lág verðbólga væri komin til að vera, þá hefði hann getað lækkað vexti hraðar og meira en reyndin varð. Vaxtamunur Íslands við útlönd væri því enn minni og þörfin á innflæðishöftum af þeim sökum engin. Lægra vaxtastig hefði þýtt meira útflæði vegna erlendra fjárfestinga lífeyrissjóða og annarra innlendra aðila og hættan á ofrisi krónunnar hverfandi. Höftin hafa því með öðrum orðum sjálf skapað þær aðstæður sem seðlabankastjóri vísar til – mikinn vaxtamun við útlönd – sem réttlætingu fyrir tilvist þeirra. Það er engu að síður jákvætt að Seðlabankinn segist ætla að skoða hvort breyta megi útfærslu haftanna í því skyni að liðka fyrir fjármagnsinnflæði sem beinist að langtímafjárfestingum í atvinnulífinu. Efnahagslegar aðstæður til að ráðast í stórfelldar fjárfestingar í innviðum landsins eru þannig að skapast núna þegar allar vísbendingar eru um að hagkerfið sé tekið að kólna snögglega. Aðkoma lífeyrissjóða og annarra stofnanafjárfesta, meðal annars erlendra fjárfesta, er nauðsynleg eigi slíkar innviðafjárfestingar að verða að veruleika. Innflæðishöftin munu hins vegar að óbreyttu vera þar Þrándur í Götu þar sem þau setja aðgengi fyrirtækja að erlendri skuldabréfafjármögnun þröngar skorður. Þessu þarf að breyta sem allra fyrst. Það er ástæða til að endurtaka það sem flestum ætti að vera orðið vel kunnugt. Grunngerð hagkerfisins hefur tekið stakkaskiptum á umliðnum árum. Stöðugur við- skiptaafgangur ár eftir ár þýðir að Ísland er orðið að lánveitanda við útlönd. Útlit er fyrir að sparnaðarstigið muni áfram mælast hátt og þá eru skuldir hins opinbera afar lágar í alþjóðlegum samanburði. Allt ber þetta að sama brunni. Við slíkar aðstæður ættu vextir að geta verið lægri án þess að raska jafnvægi í þjóðarbúskapnum. Í stað þess að nýta þetta tækifæri til að lækka raunvaxtastigið á Íslandi, til hagsbóta fyrir heimili og fyrirtæki, hefur Seðlabankinn aftur á móti sumpart staðið í vegi fyrir þeirri þróun með innleiðingu strangra innflæðishafta. Sérstök yfirlýsing Seðlabankans er til marks um að hann er kominn í vörn vegna þeirrar réttmætu gagnrýni sem sett hefur verið fram gegn höftunum. Stundum er sagt að markaðurinn sé ekki óskeikull. Það má vissulega til sanns vegar færa. Reynslan ætti samt að kenna okkur að hið sama á ekki síður við um embættismenn. Á meðan ekki koma fram sterkari rök frá bankanum má öllum vera ljóst að markaðurinn hefur rétt fyrir sér um að skaðsemi haftanna er meiri en nokkurn tíma ávinningur þeirra.
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun