Norður-Kóreumenn funda óvænt í Stokkhólmi Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. mars 2018 08:48 Utanríkisráðherrann Ri Yong-ho (t.h.) lenti í Stokkhólmi í gærkvöldi. Vísir/EPA Sendinefnd Norður-Kóreu birtist óvænt í Svíþjóð í gærkvöldi. Hvað hún er að vilja þangað er ekki vitað en fjölmiðlar um heim allan telja að heimsóknin kunni að vera undanfari viðræðna Bandaríkjanna og Norður-Kóreu. Stjórnvöld í Pjongjang segja hins vegar að sendinefndin sé í Svíþjóð til að ræða málefni sem lúta að hagsmunum Svía og Norður-Kóreumanna og tvíhliða samband ríkjanna. Í ljósi þess að Svíar hafa lengi reynt að miðla málum milli Norður-Kóreu og Bandaríkjanna er talið að heimsóknin kunni að vera liður í undirbúningi viðræðnanna sem Bandríkjaforseti samþykkti fyrir helgi. Engin formleg yfirlýsing hefur þó borist frá yfirvöldum Norður-Kóreu vegna hins óvænta viðræðuáhuga og því er enn talið mjög óljóst hvort af viðræðunum verði. Stefan Lövfen, forsætisráðherra Svíþjóðar, sagði við fjölmiðla þar í landi í gær að ef þess væri óskað væru Svíar reiðubúnir að liðsinna deiluaðilunum.Sjá einnig: Eldflaugamaðurinn og sá elliæri funda „Við erum ríki sem er ekki í neinum hernaðarbandalögum og við höfum lengi átt okkar fulltrúa í Norður-Kóreu. Þökk sé traustinu sem við njótum teljum við okkur geta leikið rullu. Það verða þó að vera aðalleikararnir sem ákveða hvaða hlutverk Svíar munu fá,“ er haft eftir Löfven. Stjórnvöld í Washington segjast meðvituð um fundinn í Stokkhólmi en segjast ekki vita hvort hann tengist eitthvað viðræðum Bandaríkjanna og Norður-Kóreu. Svíar hafa áratugum saman átt í pólitískum samskiptum við Norður-Kóreu. Til að mynda opnuðu Svíar sendiráð í Pjongjang árið 1970, eitt fyrstu vestrænu sendiráðanna sem sett var á fót í hinu einangraða ríki. Í ljósi þess að Bandaríkin eru ekki með sendiráð í landinu hafa Svíar oft haft milligöngu í viðræðum Bandaríkjamanna og Norður-Kóreu. Til að mynda hafa fulltrúar Svía aðstoðað við að fá Bandaríkjamenn lausa úr norður-kóreskum fangelsum. Bandaríkin Norður-Kórea Norðurlönd Tengdar fréttir Trump telur að Kim Jong-un sé full alvara Donald Trump hefur samþykkt að hitta Kimg Jong-un á fundi sem fyrirhugaður er í næsta mánuði. 11. mars 2018 20:30 Eldflaugamaðurinn og sá elliæri funda Kim Jong-un og Donald Trump munu funda á næstunni. Verður það fyrsti fundur sem forseti Bandaríkjanna á með leiðtoga Norður-Kóreu. Bandaríkjastjórn undrandi á viðsnúningi Kim sem talar nú um afvopnun gegn því að öryggi einræðisstjó 10. mars 2018 09:00 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Sendinefnd Norður-Kóreu birtist óvænt í Svíþjóð í gærkvöldi. Hvað hún er að vilja þangað er ekki vitað en fjölmiðlar um heim allan telja að heimsóknin kunni að vera undanfari viðræðna Bandaríkjanna og Norður-Kóreu. Stjórnvöld í Pjongjang segja hins vegar að sendinefndin sé í Svíþjóð til að ræða málefni sem lúta að hagsmunum Svía og Norður-Kóreumanna og tvíhliða samband ríkjanna. Í ljósi þess að Svíar hafa lengi reynt að miðla málum milli Norður-Kóreu og Bandaríkjanna er talið að heimsóknin kunni að vera liður í undirbúningi viðræðnanna sem Bandríkjaforseti samþykkti fyrir helgi. Engin formleg yfirlýsing hefur þó borist frá yfirvöldum Norður-Kóreu vegna hins óvænta viðræðuáhuga og því er enn talið mjög óljóst hvort af viðræðunum verði. Stefan Lövfen, forsætisráðherra Svíþjóðar, sagði við fjölmiðla þar í landi í gær að ef þess væri óskað væru Svíar reiðubúnir að liðsinna deiluaðilunum.Sjá einnig: Eldflaugamaðurinn og sá elliæri funda „Við erum ríki sem er ekki í neinum hernaðarbandalögum og við höfum lengi átt okkar fulltrúa í Norður-Kóreu. Þökk sé traustinu sem við njótum teljum við okkur geta leikið rullu. Það verða þó að vera aðalleikararnir sem ákveða hvaða hlutverk Svíar munu fá,“ er haft eftir Löfven. Stjórnvöld í Washington segjast meðvituð um fundinn í Stokkhólmi en segjast ekki vita hvort hann tengist eitthvað viðræðum Bandaríkjanna og Norður-Kóreu. Svíar hafa áratugum saman átt í pólitískum samskiptum við Norður-Kóreu. Til að mynda opnuðu Svíar sendiráð í Pjongjang árið 1970, eitt fyrstu vestrænu sendiráðanna sem sett var á fót í hinu einangraða ríki. Í ljósi þess að Bandaríkin eru ekki með sendiráð í landinu hafa Svíar oft haft milligöngu í viðræðum Bandaríkjamanna og Norður-Kóreu. Til að mynda hafa fulltrúar Svía aðstoðað við að fá Bandaríkjamenn lausa úr norður-kóreskum fangelsum.
Bandaríkin Norður-Kórea Norðurlönd Tengdar fréttir Trump telur að Kim Jong-un sé full alvara Donald Trump hefur samþykkt að hitta Kimg Jong-un á fundi sem fyrirhugaður er í næsta mánuði. 11. mars 2018 20:30 Eldflaugamaðurinn og sá elliæri funda Kim Jong-un og Donald Trump munu funda á næstunni. Verður það fyrsti fundur sem forseti Bandaríkjanna á með leiðtoga Norður-Kóreu. Bandaríkjastjórn undrandi á viðsnúningi Kim sem talar nú um afvopnun gegn því að öryggi einræðisstjó 10. mars 2018 09:00 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Trump telur að Kim Jong-un sé full alvara Donald Trump hefur samþykkt að hitta Kimg Jong-un á fundi sem fyrirhugaður er í næsta mánuði. 11. mars 2018 20:30
Eldflaugamaðurinn og sá elliæri funda Kim Jong-un og Donald Trump munu funda á næstunni. Verður það fyrsti fundur sem forseti Bandaríkjanna á með leiðtoga Norður-Kóreu. Bandaríkjastjórn undrandi á viðsnúningi Kim sem talar nú um afvopnun gegn því að öryggi einræðisstjó 10. mars 2018 09:00