Íslendingar ólmir í falsaðar hönnunarvörur Guðný Hrönn skrifar 16. mars 2018 10:30 Fjöldinn allur af vörum flakkar á milli í póstþjónustu út um allan heim og er hönnunarstuldur orðið mikið vandamál. vísir/getty Fallegar hönnunarvörur geta svo sannarlega lífgað upp á heimilið og glatt augað en það virðist ekki skipta sumt fólk máli hvort hönnun er ekta eða eftirlíking. Það getur yfirtollvörðurinn Hörður Davíð Harðarson staðfest en hann segir töluvert magn eftirlíkinga af ýmissi vinsælli hönnun koma hingað til landsins frá vefverslunum á borð við Ali Express. Hinir ýmsu hópar hafa verið stofnaðir á Facebook þar sem fólk ræðir sín á milli hvar sé hægt að kaupa eftirlíkingar fyrir sem minnstan pening. Dæmi um slíkan hóp er Facebook-hópurinn Ódýr fagurkera heimili. Þar eru eftirlíkingar af skandinavískri hönnun vinsælastar, sem dæmi má nefna tréapann frá danska hönnuðinum Kay Bojesen. Sömu sögu má segja um lampana frá ítalska merkinu Kartell en fólk virðist ólmt í slíka lampa, hvort sem þeir eru ekta eða ekki. Og sumir monta sig meira að segja af því að hafa keypt eftirlíkingar af íslenskri hönnun.Silfurlitaður Bourgie lampi frá Kartell.KartellSpurður út í hvort starfsmenn tollsins fargi einhvern tímann eftirlíkingum sem koma hingað til lands segir Hörður það hafa gerst. „Já, rétthafar hafa farið fram á að við stoppum sendingar og vilja fara í mál,“ segir Hörður og vísar svo í 132. grein í tollalögunum en þar segir að tollstjóra sé heimilt, að beiðni rétthafa, að fresta tollafgreiðslu vöru ef grunur leikur á að verið sé að brjóta gegn hugverkaréttindum. Hörður segir starfsmenn tollsins gjarnan hafa samband við rétthafa hönnunar ef þeir verða varir við eitthvað grunsamlegt „Þá spyrjum við rétthafa hvað þeir vilji gera. En við myndum ekki stoppa ömmu og afa sem eru að koma frá Kanarí með tvær falsaðar íþróttatreyjur.“ Hann staðfestir að Íslendingar séu í auknum mæli að panta sér eftirlíkingar og að tollurinn eigi erfitt með að fylgjast með öllum sendingum. „Það er erfitt að fylgjast með þessu, það er svo mikið um þetta.“Tréapi frá danska hönnuðinum Kay Bojesen.Kay BojesenHörður veit að Danir taka afar hart á hönnunarstuldi. „Svo eru það Danir, þeir leggja hald á allt saman. Maður hefur alveg heyrt af því að Íslendingar séu að panta eftirlíkingar af danskri hönnun á erlendum vefverslunum en sendingin fer í gegnum Danmörku á leiðinni og þar er hún stoppuð, gegnumlýst og vörunni fargað,“ segir hann og hlær. „Okkur Íslendingum virðist ekki þykja neitt mál að vera með eitthvað falsað. Þetta er bara kúltúrinn okkar. Og það er allt falsað í heiminum, ef einhver er búinn að leggja vinnu í það að koma vöru á markað þá koma falsanir eftir á,“ segir Hörður og tekur raftæki, mat, lyf og snyrtivörur sem dæmi. Hann bendir á að eftirlíkingar séu oftar en ekki framleiddar við vafasamar aðstæður. Birtist í Fréttablaðinu Menning Tíska og hönnun Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Sjá meira
Fallegar hönnunarvörur geta svo sannarlega lífgað upp á heimilið og glatt augað en það virðist ekki skipta sumt fólk máli hvort hönnun er ekta eða eftirlíking. Það getur yfirtollvörðurinn Hörður Davíð Harðarson staðfest en hann segir töluvert magn eftirlíkinga af ýmissi vinsælli hönnun koma hingað til landsins frá vefverslunum á borð við Ali Express. Hinir ýmsu hópar hafa verið stofnaðir á Facebook þar sem fólk ræðir sín á milli hvar sé hægt að kaupa eftirlíkingar fyrir sem minnstan pening. Dæmi um slíkan hóp er Facebook-hópurinn Ódýr fagurkera heimili. Þar eru eftirlíkingar af skandinavískri hönnun vinsælastar, sem dæmi má nefna tréapann frá danska hönnuðinum Kay Bojesen. Sömu sögu má segja um lampana frá ítalska merkinu Kartell en fólk virðist ólmt í slíka lampa, hvort sem þeir eru ekta eða ekki. Og sumir monta sig meira að segja af því að hafa keypt eftirlíkingar af íslenskri hönnun.Silfurlitaður Bourgie lampi frá Kartell.KartellSpurður út í hvort starfsmenn tollsins fargi einhvern tímann eftirlíkingum sem koma hingað til lands segir Hörður það hafa gerst. „Já, rétthafar hafa farið fram á að við stoppum sendingar og vilja fara í mál,“ segir Hörður og vísar svo í 132. grein í tollalögunum en þar segir að tollstjóra sé heimilt, að beiðni rétthafa, að fresta tollafgreiðslu vöru ef grunur leikur á að verið sé að brjóta gegn hugverkaréttindum. Hörður segir starfsmenn tollsins gjarnan hafa samband við rétthafa hönnunar ef þeir verða varir við eitthvað grunsamlegt „Þá spyrjum við rétthafa hvað þeir vilji gera. En við myndum ekki stoppa ömmu og afa sem eru að koma frá Kanarí með tvær falsaðar íþróttatreyjur.“ Hann staðfestir að Íslendingar séu í auknum mæli að panta sér eftirlíkingar og að tollurinn eigi erfitt með að fylgjast með öllum sendingum. „Það er erfitt að fylgjast með þessu, það er svo mikið um þetta.“Tréapi frá danska hönnuðinum Kay Bojesen.Kay BojesenHörður veit að Danir taka afar hart á hönnunarstuldi. „Svo eru það Danir, þeir leggja hald á allt saman. Maður hefur alveg heyrt af því að Íslendingar séu að panta eftirlíkingar af danskri hönnun á erlendum vefverslunum en sendingin fer í gegnum Danmörku á leiðinni og þar er hún stoppuð, gegnumlýst og vörunni fargað,“ segir hann og hlær. „Okkur Íslendingum virðist ekki þykja neitt mál að vera með eitthvað falsað. Þetta er bara kúltúrinn okkar. Og það er allt falsað í heiminum, ef einhver er búinn að leggja vinnu í það að koma vöru á markað þá koma falsanir eftir á,“ segir Hörður og tekur raftæki, mat, lyf og snyrtivörur sem dæmi. Hann bendir á að eftirlíkingar séu oftar en ekki framleiddar við vafasamar aðstæður.
Birtist í Fréttablaðinu Menning Tíska og hönnun Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Sjá meira