„Þú vilt ekki vera barinn til þess að fá að vita það“ Birgir Olgeirsson skrifar 16. mars 2018 22:55 Fallegur dagur í Eyjum er einstakur, að mati álitsgjafa. Vísir/Pjetur Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt karlmann til tíu mánaða fangelsisvistar vegna fíkniefnabrots í Vestmannaeyjum á verslunarmannahelginni árið 2016. Sjö af þessum tíu mánuðum eru bundir skilorði. Lögreglumenn komu auga á manninn ásamt bróður hans við almennt fíkniefnaeftirlit á Vestmannabraut við Hótel Vestmannaeyjar föstudaginn 29. júlí árið 2016. Vaknaði grunur hjá lögreglumönnum að bræðurnir hefðu óhreint mjöl í pokahorninu þar sem fát hefði komið á þá þegar þeir urðu lögreglu varir. Bróðirinn sem hlaut dóm í þessu máli viðurkenndi fyrir lögreglu að eiga tösku sem innihélt tæp 60 grömm af amfetamíni, 136 grömm af kókaíni og 181 MDMA töflu.Óttaðist viðtakendur efnanna Við skýrslutöku hjá lögreglu sagði maðurinn að hann hefði komið með þessi efni til Vestmannaeyja gegn greiðslu. Sagði maðurinn það hafa verið heimsku af sinni hálfu. Hann sagðist hafa átt að fá á bilinu tvö til þrjú hundruð þúsund krónur fyrir að flytja efnin til Vestmannaeyja. Þegar hann var spurður í skýrslutöku fyrir hverja hann hefði flutt efnin til Vestmannaeyja sagðist hann ekki geta gert það af ótta við hvaða afleiðingar það hefði í för með sér. Sagði hann marga menn eiga efnin, ýmist íslenska eða erlenda. Hann sagði í frumskýrslu að ekki kæmi til greina að upplýsa hver væri móttakandi efnanna með orðunum: „Þú vilt ekki vera barinn til þess að fá að vita það.“Vildi hlífa sér og móður sinni við barsmíðum Við aðalmeðferð málsins sagðist maðurinn hafa skuldað þessum mönnum peninga og verið hræddur um heilsu sína vegna þessa. Hann sagðist einnig óttast að þessir menn myndu gera fjölskyldu hans mein. Hann vildi ekki upplýsa fyrir dómi hverjir þessir menn voru af ótta við þá. Sagðist hann hafa vonast til að þessir menn myndu fella niður hluta af skuld hans fyrir að flytja efnin til Vestmannaeyja. Hann sagðist ekki vita hvort að efnin hafi verið ætluð til sölu, en alveg eins gæti verið að mennirnir ætluðu að nota þetta sjálfir við skemmtanir á Þjóðhátíð. Hann sagði aðal hvata sinn við að flytja þessi efni til Vestmannaeyja hafa verið að hann og móðir hans yrðu ekki fyrir barsmíðum.Hafið yfir skynsamlegan vafa Sagðist hann áður hafa orðið fyrir barðinu á þessum mönnum og reynt að leggja fram kæru, en það hafi ekki gengið vel. Héraðsdómur Suðurlands taldi hafið yfir skynsamlegan vafa að maðurinn hafi gerst sekur um þá háttsemi sem honum var gefin að sök í ákæru, það er að hafa haft umrædd fíkniefni í fórum sínum. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að maðurinn var ekki talinn skipuleggjandi eða frumkvöðull að brotum þessum. Einnig var litið lítils magns og styrkleika efnanna. Mest lesið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Handtekinn grunaður um íkveikju Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Innlent Fleiri fréttir Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Sjá meira
Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt karlmann til tíu mánaða fangelsisvistar vegna fíkniefnabrots í Vestmannaeyjum á verslunarmannahelginni árið 2016. Sjö af þessum tíu mánuðum eru bundir skilorði. Lögreglumenn komu auga á manninn ásamt bróður hans við almennt fíkniefnaeftirlit á Vestmannabraut við Hótel Vestmannaeyjar föstudaginn 29. júlí árið 2016. Vaknaði grunur hjá lögreglumönnum að bræðurnir hefðu óhreint mjöl í pokahorninu þar sem fát hefði komið á þá þegar þeir urðu lögreglu varir. Bróðirinn sem hlaut dóm í þessu máli viðurkenndi fyrir lögreglu að eiga tösku sem innihélt tæp 60 grömm af amfetamíni, 136 grömm af kókaíni og 181 MDMA töflu.Óttaðist viðtakendur efnanna Við skýrslutöku hjá lögreglu sagði maðurinn að hann hefði komið með þessi efni til Vestmannaeyja gegn greiðslu. Sagði maðurinn það hafa verið heimsku af sinni hálfu. Hann sagðist hafa átt að fá á bilinu tvö til þrjú hundruð þúsund krónur fyrir að flytja efnin til Vestmannaeyja. Þegar hann var spurður í skýrslutöku fyrir hverja hann hefði flutt efnin til Vestmannaeyja sagðist hann ekki geta gert það af ótta við hvaða afleiðingar það hefði í för með sér. Sagði hann marga menn eiga efnin, ýmist íslenska eða erlenda. Hann sagði í frumskýrslu að ekki kæmi til greina að upplýsa hver væri móttakandi efnanna með orðunum: „Þú vilt ekki vera barinn til þess að fá að vita það.“Vildi hlífa sér og móður sinni við barsmíðum Við aðalmeðferð málsins sagðist maðurinn hafa skuldað þessum mönnum peninga og verið hræddur um heilsu sína vegna þessa. Hann sagðist einnig óttast að þessir menn myndu gera fjölskyldu hans mein. Hann vildi ekki upplýsa fyrir dómi hverjir þessir menn voru af ótta við þá. Sagðist hann hafa vonast til að þessir menn myndu fella niður hluta af skuld hans fyrir að flytja efnin til Vestmannaeyja. Hann sagðist ekki vita hvort að efnin hafi verið ætluð til sölu, en alveg eins gæti verið að mennirnir ætluðu að nota þetta sjálfir við skemmtanir á Þjóðhátíð. Hann sagði aðal hvata sinn við að flytja þessi efni til Vestmannaeyja hafa verið að hann og móðir hans yrðu ekki fyrir barsmíðum.Hafið yfir skynsamlegan vafa Sagðist hann áður hafa orðið fyrir barðinu á þessum mönnum og reynt að leggja fram kæru, en það hafi ekki gengið vel. Héraðsdómur Suðurlands taldi hafið yfir skynsamlegan vafa að maðurinn hafi gerst sekur um þá háttsemi sem honum var gefin að sök í ákæru, það er að hafa haft umrædd fíkniefni í fórum sínum. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að maðurinn var ekki talinn skipuleggjandi eða frumkvöðull að brotum þessum. Einnig var litið lítils magns og styrkleika efnanna.
Mest lesið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Handtekinn grunaður um íkveikju Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Innlent Fleiri fréttir Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Sjá meira