Halldór Jóhann: Þarf að taka þessa stöðu alvarlega Svava Kristín Grétarsdóttir skrifar 18. mars 2018 22:33 Halldór Jóhann var ómyrkur í máli í leikslok. vísir/eyþór „Ég er mjög svekktur,“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, eftir tap liðsins í toppslag gegn Selfoss í Olís-deild karla í kvöld. Með tapinu kastaði FH frá sér deildarmeistaratitlinum. „Við lögðum gríðalega vinnu í þennan leik og mér fannst við stóran part af leiknum ekki góðir. Við vorum rosalega óklókir, köstum ótrúlega mikið af boltum frá okkur sem við þurftum ekki að kasta frá okkur.” „Ég á eftir að kíkja betur á þetta, en það voru margir hlutir sem féllu ekki með okkur í dag og duttu upp í hendurnar á þeim, stundum er þetta bara þannig. Þeir voru að fá öll fráköst og við ekki að nýta dauðafæri okkar. Selfoss liðið er á góðu skriði og eru vel mannaðir,“ sagði Halldór Jóhann, ósáttur með leik sinna manna í dag. „Við vorum bara ekki nógu góður satt best að segja. Leikurinn fjarar frá okkur, á öllum þeim tímapunktum þar sem við gátum jafnað í seinni hálfleik þá erum við að taka einhverjar glórulausar ákvarðanir, ég er hvað svekktastur með það.” „Ég átta mig ekki alveg á þessu, við duttum úr karakter og við þurfum að vinna í okkar málum fyrir úrslitakeppnina, þessi deildarmeistaratitill er farinn frá okkur það er alveg ljóst.“ FH hefur verið á toppi Olís deildarinnar frá fyrsta degi og hafa haft tækifæri á að klára deildina í síðustu umferðum en ekki verið sannfærandi í síðustu leikjum. Þessi frammistaða veldur Halldóri áhyggjum fyrir komandi úrslitakeppni. „Þetta var í okkar höndum og hefur verið það lengi. Við höfum spilað marga úrslitaleiki núna uppá síðkastið og ekki staðið okkur á stóra sviðinu, það veldur mér gríðalegum áhyggjum. Við þurfum að halda áfram að vinna í okkar málum.” „Ég þarf að finna einhverjar lausnir á því hvað er í gangi. Við getum ekki verið að taka glórulausar ákvarðanir trekk í trekk undir pressu. Á tímabili í leiknum í dag vorum við ekki að spila sem lið heldur sem einstaklingar.“ „Ég lít alltaf björtum augum á framhaldið og ég veit alveg hvað liðið mitt getur. En það er alveg ljóst að ég þarf að taka þessa stöðu alvarlega, þetta gerist ekkert að sjálfum sér. Ég veit ekki hverjum er að kenna, af hverju við erum að gefa svona mikið eftir.” „Við misstum auðvitað leikmenn í meiðsli en það er ekki hægt að kenna því um. Á sama tíma eru lykilleikmenn sem eru ekki að spila á sama krafti og þeir gerðu fyrr í vetur, við þurfum við að fá þá aftur inn og ég þarf að fá þessi gæði aftur í liðið ef við ætlum að gera eitthvað í úrslitakeppninni,” sagði Halldór að lokum í kvöld. Olís-deild karla Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Í beinni: Svíþjóð - Ísland | Alvaran fyrir HM hefst Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Fleiri fréttir Í beinni: Svíþjóð - Ísland | Alvaran fyrir HM hefst Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sjá meira
„Ég er mjög svekktur,“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, eftir tap liðsins í toppslag gegn Selfoss í Olís-deild karla í kvöld. Með tapinu kastaði FH frá sér deildarmeistaratitlinum. „Við lögðum gríðalega vinnu í þennan leik og mér fannst við stóran part af leiknum ekki góðir. Við vorum rosalega óklókir, köstum ótrúlega mikið af boltum frá okkur sem við þurftum ekki að kasta frá okkur.” „Ég á eftir að kíkja betur á þetta, en það voru margir hlutir sem féllu ekki með okkur í dag og duttu upp í hendurnar á þeim, stundum er þetta bara þannig. Þeir voru að fá öll fráköst og við ekki að nýta dauðafæri okkar. Selfoss liðið er á góðu skriði og eru vel mannaðir,“ sagði Halldór Jóhann, ósáttur með leik sinna manna í dag. „Við vorum bara ekki nógu góður satt best að segja. Leikurinn fjarar frá okkur, á öllum þeim tímapunktum þar sem við gátum jafnað í seinni hálfleik þá erum við að taka einhverjar glórulausar ákvarðanir, ég er hvað svekktastur með það.” „Ég átta mig ekki alveg á þessu, við duttum úr karakter og við þurfum að vinna í okkar málum fyrir úrslitakeppnina, þessi deildarmeistaratitill er farinn frá okkur það er alveg ljóst.“ FH hefur verið á toppi Olís deildarinnar frá fyrsta degi og hafa haft tækifæri á að klára deildina í síðustu umferðum en ekki verið sannfærandi í síðustu leikjum. Þessi frammistaða veldur Halldóri áhyggjum fyrir komandi úrslitakeppni. „Þetta var í okkar höndum og hefur verið það lengi. Við höfum spilað marga úrslitaleiki núna uppá síðkastið og ekki staðið okkur á stóra sviðinu, það veldur mér gríðalegum áhyggjum. Við þurfum að halda áfram að vinna í okkar málum.” „Ég þarf að finna einhverjar lausnir á því hvað er í gangi. Við getum ekki verið að taka glórulausar ákvarðanir trekk í trekk undir pressu. Á tímabili í leiknum í dag vorum við ekki að spila sem lið heldur sem einstaklingar.“ „Ég lít alltaf björtum augum á framhaldið og ég veit alveg hvað liðið mitt getur. En það er alveg ljóst að ég þarf að taka þessa stöðu alvarlega, þetta gerist ekkert að sjálfum sér. Ég veit ekki hverjum er að kenna, af hverju við erum að gefa svona mikið eftir.” „Við misstum auðvitað leikmenn í meiðsli en það er ekki hægt að kenna því um. Á sama tíma eru lykilleikmenn sem eru ekki að spila á sama krafti og þeir gerðu fyrr í vetur, við þurfum við að fá þá aftur inn og ég þarf að fá þessi gæði aftur í liðið ef við ætlum að gera eitthvað í úrslitakeppninni,” sagði Halldór að lokum í kvöld.
Olís-deild karla Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Í beinni: Svíþjóð - Ísland | Alvaran fyrir HM hefst Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Fleiri fréttir Í beinni: Svíþjóð - Ísland | Alvaran fyrir HM hefst Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sjá meira