Ari Leví Guðmundur Brynjólfsson skrifar 19. mars 2018 07:00 Á Alþingi hefur maður nokkur lagt út í þann fábjánaskap að spyrja um hitt og þetta. Mest þó um það hvernig peningum landsmanna er varið. Eins og einhvern varði um það? Þessum manni gengur misvel að fá spurningum sínum svarað. Hann spyr samt áfram. Þegar þessi blessaði þingmaður hafði spurt og þráspurt um eitt og annað lengi dags, og haft uppi orð um að hann myndi spyrja meira, fóru reiknimeistarar – þeir sem áttu að svara spurningunum um kostnaðinn – að reikna út hvað hver spurning kostaði. Plús hvert svar. Þeir þóttust þá vera að vinna vinnuna sína; stundum kallað „ábyrg meðferð opinberra fjármuna“. Í viðleitni sinni við að svara ekki spurningum mannsins sem spurði, ákváðu þeir að reikna út hvað það hefði kostað þjóðarbúið ef Ari hefði verið á þingi. Þessi sem Ingibjörg Þorbergs söng um hérna á síðustu öld og spurði eins og hver annar Pírati um alls konar þvælu og gekk svo nærri foreldrum sínum að þau fóru undan, ýmist í flæmingi eða á Valíum. Fyrir svo utan að reiknilíkanið Ari drap nánast ömmu sína með spurningaflóði – og afi hans brotnaði víst undan fitufordómum barnsins. Ern gamalmenni rámar eflaust í að Ari spurði móður sína: „Mamma af hverju er himininn blár?“ Nú er Björn Leví, nafnið á þessum kostnaðarsama í þinginu, ekki að spyrja mömmu sína að neinu. Hann hefði samt kannski betur gert það, kauplaust, áður en hann náði kjöri. En, það má samt nota spurningar Ara sem viðmið. Ekki vegna þess að þær séu sambærilegar í öllu heldur vegna heimskulegrar sannfæringar, spurula píratans og strákóbermisins sem var alla að kæfa með krefjandi leiðindum: „Þið eigið að segja mér satt.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Brynjólfsson Mest lesið Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Sjá meira
Á Alþingi hefur maður nokkur lagt út í þann fábjánaskap að spyrja um hitt og þetta. Mest þó um það hvernig peningum landsmanna er varið. Eins og einhvern varði um það? Þessum manni gengur misvel að fá spurningum sínum svarað. Hann spyr samt áfram. Þegar þessi blessaði þingmaður hafði spurt og þráspurt um eitt og annað lengi dags, og haft uppi orð um að hann myndi spyrja meira, fóru reiknimeistarar – þeir sem áttu að svara spurningunum um kostnaðinn – að reikna út hvað hver spurning kostaði. Plús hvert svar. Þeir þóttust þá vera að vinna vinnuna sína; stundum kallað „ábyrg meðferð opinberra fjármuna“. Í viðleitni sinni við að svara ekki spurningum mannsins sem spurði, ákváðu þeir að reikna út hvað það hefði kostað þjóðarbúið ef Ari hefði verið á þingi. Þessi sem Ingibjörg Þorbergs söng um hérna á síðustu öld og spurði eins og hver annar Pírati um alls konar þvælu og gekk svo nærri foreldrum sínum að þau fóru undan, ýmist í flæmingi eða á Valíum. Fyrir svo utan að reiknilíkanið Ari drap nánast ömmu sína með spurningaflóði – og afi hans brotnaði víst undan fitufordómum barnsins. Ern gamalmenni rámar eflaust í að Ari spurði móður sína: „Mamma af hverju er himininn blár?“ Nú er Björn Leví, nafnið á þessum kostnaðarsama í þinginu, ekki að spyrja mömmu sína að neinu. Hann hefði samt kannski betur gert það, kauplaust, áður en hann náði kjöri. En, það má samt nota spurningar Ara sem viðmið. Ekki vegna þess að þær séu sambærilegar í öllu heldur vegna heimskulegrar sannfæringar, spurula píratans og strákóbermisins sem var alla að kæfa með krefjandi leiðindum: „Þið eigið að segja mér satt.“
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar