Fjórir í gæsluvarðhaldi vegna gruns um innbrot á höfuðborgarsvæðinu Birgir Olgeirsson skrifar 1. mars 2018 10:45 Fjórir hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna rannsóknar málsins. Vísir/GVA Tveir til viðbótar hafa verið úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald vegna gruns um innbrot á höfuðborgarsvæðinu. Alls eru því fjórir í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar lögreglu á málinu. Greint var frá því í fréttum Stöðvar 2 í gær að alls hefðu fjórir menn verið handteknir vegna málsins. Tveir voru úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald á þriðjudag vegna gruns um innbrot og tveir til viðbótar í gær, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði hendur í hári tveggja manna að morgni þriðjudags eftir að ábending barst frá árvökulum nágranna í Garðabæ um grunsamlegar mannaferðir. Um svipað leyti og gæsluvarðhaldsúrskurður yfir mönnunum lá fyrir síðdegis á þriðjudag barst tilkynning um annað innbrot í Hafnarfirði. Ljóst var því strax að ekki hafi sömu aðilar verið að verki. Allir hinna handteknu eru erlendir ríkisborgarar. Lögreglan gerði tvær húsleitir vegna málsins í gær og fann þar þýfi, skartgripi og peningar, upp á nokkrar milljónir króna. Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, sagði við Stöð 2 í gær að mennirnir væru ekki með íslenska kennitölu sem segir lögreglu að þeir hafi ekki dvalið hér. Unnið er nú meðal annars að því að kortleggja ferðalög mannanna en lögregla hefur grun um að við innbrotin hafi þjófarnir ferðast milli staða með strætó og á reiðhjólum. Alls hefur lögreglan 60 innbrot á höfuðborgarsvæðinu til rannsóknar sem hafa átt sér stað undanfarna tvo mánuði. Handtökurnar fjórar eru sagðar mikilvægt skref í þágu rannsóknarinnar þótt málin séu ekki upplýst. Óvíst er enn þá hvort málin tengist. „Þetta eru nokkrir hópar sem eru að herja á okkur. Við verðum að halda áfram vöku okkar fyrir þessu og nágrannavarslan enn og aftur, skiptir bara gríðarlega miklu máli,“ sagði Skúli í fréttum Stöðvar 2 í gær. Lögreglumál Tengdar fréttir Tveir í gæsluvarðhaldi vegna gruns um innbrot í Garðabæ Mennirnir voru handteknir í gærmorgun, grunaðir um innbrot í heimahús í Garðabæ. 28. febrúar 2018 11:17 „Vantar einhvern veginn bara síðasta púslið til að geta sprengt þetta upp“ Lögreglan leggur allt kapp á að stöðva innbrotahrinuna á höfuðborgarsvæðinu. 15. febrúar 2018 22:07 Vel skipulögð innbrot á Vesturlandi tilkynnt til lögreglu Íbúar beðnir að vera á varðbergi og lögreglan boðar hert eftirlit. 26. febrúar 2018 12:20 Tveir innbrotsþjófar handteknir í Garðabæ Rannsókn málsins er á frumstigi. 27. febrúar 2018 11:33 Milljóna þýfi fannst við húsleitir vegna innbrotahrinu Alls hafa fjórir menn verið handteknir frá því í gærmorgun í tengslum við umfangsmikla rannsókn lögreglunnar á innbrotahrinu á höfuðborgarsvæðinu undanfarnar vikur. 28. febrúar 2018 20:48 Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Erlent Fleiri fréttir Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Sjá meira
Tveir til viðbótar hafa verið úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald vegna gruns um innbrot á höfuðborgarsvæðinu. Alls eru því fjórir í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar lögreglu á málinu. Greint var frá því í fréttum Stöðvar 2 í gær að alls hefðu fjórir menn verið handteknir vegna málsins. Tveir voru úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald á þriðjudag vegna gruns um innbrot og tveir til viðbótar í gær, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði hendur í hári tveggja manna að morgni þriðjudags eftir að ábending barst frá árvökulum nágranna í Garðabæ um grunsamlegar mannaferðir. Um svipað leyti og gæsluvarðhaldsúrskurður yfir mönnunum lá fyrir síðdegis á þriðjudag barst tilkynning um annað innbrot í Hafnarfirði. Ljóst var því strax að ekki hafi sömu aðilar verið að verki. Allir hinna handteknu eru erlendir ríkisborgarar. Lögreglan gerði tvær húsleitir vegna málsins í gær og fann þar þýfi, skartgripi og peningar, upp á nokkrar milljónir króna. Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, sagði við Stöð 2 í gær að mennirnir væru ekki með íslenska kennitölu sem segir lögreglu að þeir hafi ekki dvalið hér. Unnið er nú meðal annars að því að kortleggja ferðalög mannanna en lögregla hefur grun um að við innbrotin hafi þjófarnir ferðast milli staða með strætó og á reiðhjólum. Alls hefur lögreglan 60 innbrot á höfuðborgarsvæðinu til rannsóknar sem hafa átt sér stað undanfarna tvo mánuði. Handtökurnar fjórar eru sagðar mikilvægt skref í þágu rannsóknarinnar þótt málin séu ekki upplýst. Óvíst er enn þá hvort málin tengist. „Þetta eru nokkrir hópar sem eru að herja á okkur. Við verðum að halda áfram vöku okkar fyrir þessu og nágrannavarslan enn og aftur, skiptir bara gríðarlega miklu máli,“ sagði Skúli í fréttum Stöðvar 2 í gær.
Lögreglumál Tengdar fréttir Tveir í gæsluvarðhaldi vegna gruns um innbrot í Garðabæ Mennirnir voru handteknir í gærmorgun, grunaðir um innbrot í heimahús í Garðabæ. 28. febrúar 2018 11:17 „Vantar einhvern veginn bara síðasta púslið til að geta sprengt þetta upp“ Lögreglan leggur allt kapp á að stöðva innbrotahrinuna á höfuðborgarsvæðinu. 15. febrúar 2018 22:07 Vel skipulögð innbrot á Vesturlandi tilkynnt til lögreglu Íbúar beðnir að vera á varðbergi og lögreglan boðar hert eftirlit. 26. febrúar 2018 12:20 Tveir innbrotsþjófar handteknir í Garðabæ Rannsókn málsins er á frumstigi. 27. febrúar 2018 11:33 Milljóna þýfi fannst við húsleitir vegna innbrotahrinu Alls hafa fjórir menn verið handteknir frá því í gærmorgun í tengslum við umfangsmikla rannsókn lögreglunnar á innbrotahrinu á höfuðborgarsvæðinu undanfarnar vikur. 28. febrúar 2018 20:48 Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Erlent Fleiri fréttir Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Sjá meira
Tveir í gæsluvarðhaldi vegna gruns um innbrot í Garðabæ Mennirnir voru handteknir í gærmorgun, grunaðir um innbrot í heimahús í Garðabæ. 28. febrúar 2018 11:17
„Vantar einhvern veginn bara síðasta púslið til að geta sprengt þetta upp“ Lögreglan leggur allt kapp á að stöðva innbrotahrinuna á höfuðborgarsvæðinu. 15. febrúar 2018 22:07
Vel skipulögð innbrot á Vesturlandi tilkynnt til lögreglu Íbúar beðnir að vera á varðbergi og lögreglan boðar hert eftirlit. 26. febrúar 2018 12:20
Milljóna þýfi fannst við húsleitir vegna innbrotahrinu Alls hafa fjórir menn verið handteknir frá því í gærmorgun í tengslum við umfangsmikla rannsókn lögreglunnar á innbrotahrinu á höfuðborgarsvæðinu undanfarnar vikur. 28. febrúar 2018 20:48