Rútan liggur enn við veginn í Borgarfirði Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. mars 2018 12:35 Rútan valt á sunnudag á Borgarfjarðarbraut. Þessi mynd er tekin samdægurs. Vísir/Arnar Halldórsson Rúta, sem valt á Borgarfjarðarbraut um helgina, liggur enn við veginn fjórum dögum eftir slysið. Yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Vesturlandi segir að verið sé að vinna að því að koma rútunni í burtu. Vakin var athygli á málinu inni á Facebook-hópnum Baklandi ferðaþjónustunnar í dag. „Hvernig stendur á því að þessi rúta sem valt síðustu helgi í Borgarfirði fær að liggja þarna svo dögum skiptir í reiðileysi, skagandi inn á veginn, skapandi stórhættu fyrir aðra vegfarendur?” skrifaði Hlynur Jón Michelsen í færslu inni í hópnum. Með færslunni fylgdi mynd af rútunni en hún virðist ekki hafa haggast síðan á sunnudag.Rútan verði fjarlægð innan tíðar Ólafur Guðmundsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Vesturlandi, segir í samali við Vísi að lögregla sé meðvituð um málið en gat ekki svarað því nákvæmlega hvenær rútunni yrði komið í burtu. „Það er verið að vinna í þessu og hún verður fjarlægð innan tíðar.“Sjá einnig: Franskir skólakrakkar sluppu með skrekkinn Ólafur segir það ekki á ábyrgð lögreglu að fjarlægja rútuna þó að lögreglan ýti vissulega á eftir því. Hann taldi verkefnið líklega heyra undir tryggingafélag eiganda rútunnar en slíkt fari þó eftir atvikum og aðstæðum. Þá vissi Ólafur ekki til þess að kvartanir vegna rútunnar hefðu borist lögreglu. „Ég þekki það ekki alveg nógu vel. Það getur þó vel verið að það hafi borist hérna eitthvað inn en þetta er búið að vera til umræðu í morgun hér inni á stöðinni.“ Rútan valt á Borgarfjarðarbraut rétt sunnan við veginn að Heggstöðum á fimmta tímanum á sunnudag. Í rútunni voru 26 franskir skólakrakkar ásamt kennurum, leiðsögumanni og bílstjóra. Enginn slasaðist alvarlega í slysinu. Lögreglumál Tengdar fréttir Frönsku skólakrakkarnir í góðu yfirlæti í fjöldahjálparstöðinni Krakkarnir gæða sér á pítsu og spila tölvuleiki. 25. febrúar 2018 19:06 Franskir skólakrakkar sluppu með skrekkinn Rúta valt norðan við Borgarnes um klukkan hálf fimm í dag. 26 franskir skólakrakkar voru í rútunni. 25. febrúar 2018 16:53 Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Fleiri fréttir „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Sjá meira
Rúta, sem valt á Borgarfjarðarbraut um helgina, liggur enn við veginn fjórum dögum eftir slysið. Yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Vesturlandi segir að verið sé að vinna að því að koma rútunni í burtu. Vakin var athygli á málinu inni á Facebook-hópnum Baklandi ferðaþjónustunnar í dag. „Hvernig stendur á því að þessi rúta sem valt síðustu helgi í Borgarfirði fær að liggja þarna svo dögum skiptir í reiðileysi, skagandi inn á veginn, skapandi stórhættu fyrir aðra vegfarendur?” skrifaði Hlynur Jón Michelsen í færslu inni í hópnum. Með færslunni fylgdi mynd af rútunni en hún virðist ekki hafa haggast síðan á sunnudag.Rútan verði fjarlægð innan tíðar Ólafur Guðmundsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Vesturlandi, segir í samali við Vísi að lögregla sé meðvituð um málið en gat ekki svarað því nákvæmlega hvenær rútunni yrði komið í burtu. „Það er verið að vinna í þessu og hún verður fjarlægð innan tíðar.“Sjá einnig: Franskir skólakrakkar sluppu með skrekkinn Ólafur segir það ekki á ábyrgð lögreglu að fjarlægja rútuna þó að lögreglan ýti vissulega á eftir því. Hann taldi verkefnið líklega heyra undir tryggingafélag eiganda rútunnar en slíkt fari þó eftir atvikum og aðstæðum. Þá vissi Ólafur ekki til þess að kvartanir vegna rútunnar hefðu borist lögreglu. „Ég þekki það ekki alveg nógu vel. Það getur þó vel verið að það hafi borist hérna eitthvað inn en þetta er búið að vera til umræðu í morgun hér inni á stöðinni.“ Rútan valt á Borgarfjarðarbraut rétt sunnan við veginn að Heggstöðum á fimmta tímanum á sunnudag. Í rútunni voru 26 franskir skólakrakkar ásamt kennurum, leiðsögumanni og bílstjóra. Enginn slasaðist alvarlega í slysinu.
Lögreglumál Tengdar fréttir Frönsku skólakrakkarnir í góðu yfirlæti í fjöldahjálparstöðinni Krakkarnir gæða sér á pítsu og spila tölvuleiki. 25. febrúar 2018 19:06 Franskir skólakrakkar sluppu með skrekkinn Rúta valt norðan við Borgarnes um klukkan hálf fimm í dag. 26 franskir skólakrakkar voru í rútunni. 25. febrúar 2018 16:53 Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Fleiri fréttir „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Sjá meira
Frönsku skólakrakkarnir í góðu yfirlæti í fjöldahjálparstöðinni Krakkarnir gæða sér á pítsu og spila tölvuleiki. 25. febrúar 2018 19:06
Franskir skólakrakkar sluppu með skrekkinn Rúta valt norðan við Borgarnes um klukkan hálf fimm í dag. 26 franskir skólakrakkar voru í rútunni. 25. febrúar 2018 16:53