Víkingar senda frá sér yfirlýsingu Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 1. mars 2018 20:39 Sigurður Egill Lárusson í baráttunni við Davíð Örn Atlason í leik Vals og Víkings síðasta sumar. Ólafur Jóhannesson þjálfar Íslandsmeistara Vals. vísir/andri marinó Knattspyrnudeild Víkings sendi í kvöld frá sér yfirlýsingu vegna ummæla Ólafs Jóhannessonar í hlaðvarpsþættinum Návígi á Fótbolta.net í dag. Þar sagði Ólafur að hann telji úrslit leiks Víkings R. og Völsungs í 1. deild árið 2013 hafa verið fyrirfram ákveðin, en Víkingur vann leikinn 16-0 og komst því upp í efstu deild á markatölu. Í yfirlýsingu Víkings segir að „umræddum ummælum Ólafs Jóhannessonar er alfarið vísað á bug sem rakalausum með öllu. Um er að ræða alvarlegar aðdróttanir í garð félaganna beggja sem ekki er nokkur einasti fótur fyrir.“ Vísir greindi frá því fyrr í dag að Víkingur hefði kvartað yfir ummælunum til KSÍ. Þá segir í yfirlýsingunni að Víkingar skori á Ólaf að biðjast afsökunar opinberlega á ummælum sínum.Yfirlýsing Knattspyrnufélagsins Víkings til fjölmiðla, vegna ummæla Ólafs Jóhannessonar, knattspyrnuþjálfara Vals í útvarpsviðtali á Fótbolti.net í dag. Af gefnu tilefni vegna alvarlegra aðdróttana Ólafs Jóhannessonar þjálfara Íslandsmeistara Vals í knattspyrnu, í útvarpsviðtali, í garð Knattspyrnufélagsins Víkings og Völsungs á Húsavík um hagræðingu úrslita árið 2013 vill Knattspyrnufélagið Víkingur taka eftirfarandi fram: Umræddum ummælum Ólafs Jóhannessonar er alfarið vísað á bug sem rakalausum með öllu. Um er að ræða alvarlegar aðdróttanir í garð félaganna beggja, sem ekki er nokkur einasti fótur fyrir. Virðast ummælin sett fram í þeim eina tilgangi að kasta rýrð á ímynd félaganna og það starf sem þar er unnið, skaða félögin og orðspor þeirra, með því að saka þau um óheiðarleika fullkomlega að ósekju. Knattspyrnufélagið Víkingur áréttar að aðdróttanir af þessum toga kunna að varða þann sem hefur þær uppi ábyrgð að lögum, en spjótum sínum beinir Ólafur Jóhannesson, með ummælum sínum að félögunum sjálfum, þeim sem þar starfa, stjórnarmönnum og leikmönnum. Verður ekki við það unað, enda með öllu óásættanlegt. Forsvarsmenn íþróttafélaga, þ.m.t. þjálfarar, einkum og sér í lagi þeir sem teljast í framvarðarsveit knattspyrnuhreyfingarinnar, verða í hvívetna að gæta orða sinna, á vettvangi knattspyrnunnar líkt og annarsstaðar, og gæta þess eins og allir aðrir að veitast ekki að öðrum íþróttafélögum og þeim sem þar starfa, með ásökunum sem engan rétt eiga á sér. Knattspyrnufélagið Víkingur gerir ráð fyrir að Ólafur Jóhannesson sjái að sér og skorar á hann að biðjast afsökunar opinberlega vegna ummælanna, svo sem minnstir eftirmálar verði af þeim eða skaði. Knattspyrnufélagið Víkingur hefur ákveðið að vísa ummælum þessum til stjórnar KSÍ og aganefndar og gerir ráð fyrir að brugðist verði við þeim með viðhlítandi hætti innan knattspyrnusambandsins. Umrædd yfirlýsing óskast birt í fjölmiðlum. Knattspyrnufélagið Víkingur Björn Einarsson Formaður Aðalstjórnar Íslenski boltinn Tengdar fréttir Víkingur R. kvartaði til KSÍ yfir ummælum Óla Jó Víkingur R. hefur lagt inn kvörtun til Knattspyrnusambands Íslands vegna ummæla Ólafs Jóhannessonar um leik Víkings R. og Völsungs í 1. deildinni árið 2013. 1. mars 2018 17:35 Hrannar svarar Óla Jó: „Þetta er kjaftæði“ Hrannar Björn Steingrímsson segir Ólaf Jóhannesson vera að fara með algjöra þvælu þegar hann heldur því fram að eitthvað gruggugt hafi verið á baki sigri Víkings R. á Völsungi árið 2013. 1. mars 2018 17:23 Ólafur um 16-0 leikinn: Það var samið um úrslit leiksins Segir að það hafi verið óeðlileg úrslit í næstefstu deild þegar Víkingur vann Völsung, 16-0. 1. mars 2018 15:15 Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti Fleiri fréttir Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Sjá meira
Knattspyrnudeild Víkings sendi í kvöld frá sér yfirlýsingu vegna ummæla Ólafs Jóhannessonar í hlaðvarpsþættinum Návígi á Fótbolta.net í dag. Þar sagði Ólafur að hann telji úrslit leiks Víkings R. og Völsungs í 1. deild árið 2013 hafa verið fyrirfram ákveðin, en Víkingur vann leikinn 16-0 og komst því upp í efstu deild á markatölu. Í yfirlýsingu Víkings segir að „umræddum ummælum Ólafs Jóhannessonar er alfarið vísað á bug sem rakalausum með öllu. Um er að ræða alvarlegar aðdróttanir í garð félaganna beggja sem ekki er nokkur einasti fótur fyrir.“ Vísir greindi frá því fyrr í dag að Víkingur hefði kvartað yfir ummælunum til KSÍ. Þá segir í yfirlýsingunni að Víkingar skori á Ólaf að biðjast afsökunar opinberlega á ummælum sínum.Yfirlýsing Knattspyrnufélagsins Víkings til fjölmiðla, vegna ummæla Ólafs Jóhannessonar, knattspyrnuþjálfara Vals í útvarpsviðtali á Fótbolti.net í dag. Af gefnu tilefni vegna alvarlegra aðdróttana Ólafs Jóhannessonar þjálfara Íslandsmeistara Vals í knattspyrnu, í útvarpsviðtali, í garð Knattspyrnufélagsins Víkings og Völsungs á Húsavík um hagræðingu úrslita árið 2013 vill Knattspyrnufélagið Víkingur taka eftirfarandi fram: Umræddum ummælum Ólafs Jóhannessonar er alfarið vísað á bug sem rakalausum með öllu. Um er að ræða alvarlegar aðdróttanir í garð félaganna beggja, sem ekki er nokkur einasti fótur fyrir. Virðast ummælin sett fram í þeim eina tilgangi að kasta rýrð á ímynd félaganna og það starf sem þar er unnið, skaða félögin og orðspor þeirra, með því að saka þau um óheiðarleika fullkomlega að ósekju. Knattspyrnufélagið Víkingur áréttar að aðdróttanir af þessum toga kunna að varða þann sem hefur þær uppi ábyrgð að lögum, en spjótum sínum beinir Ólafur Jóhannesson, með ummælum sínum að félögunum sjálfum, þeim sem þar starfa, stjórnarmönnum og leikmönnum. Verður ekki við það unað, enda með öllu óásættanlegt. Forsvarsmenn íþróttafélaga, þ.m.t. þjálfarar, einkum og sér í lagi þeir sem teljast í framvarðarsveit knattspyrnuhreyfingarinnar, verða í hvívetna að gæta orða sinna, á vettvangi knattspyrnunnar líkt og annarsstaðar, og gæta þess eins og allir aðrir að veitast ekki að öðrum íþróttafélögum og þeim sem þar starfa, með ásökunum sem engan rétt eiga á sér. Knattspyrnufélagið Víkingur gerir ráð fyrir að Ólafur Jóhannesson sjái að sér og skorar á hann að biðjast afsökunar opinberlega vegna ummælanna, svo sem minnstir eftirmálar verði af þeim eða skaði. Knattspyrnufélagið Víkingur hefur ákveðið að vísa ummælum þessum til stjórnar KSÍ og aganefndar og gerir ráð fyrir að brugðist verði við þeim með viðhlítandi hætti innan knattspyrnusambandsins. Umrædd yfirlýsing óskast birt í fjölmiðlum. Knattspyrnufélagið Víkingur Björn Einarsson Formaður Aðalstjórnar
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Víkingur R. kvartaði til KSÍ yfir ummælum Óla Jó Víkingur R. hefur lagt inn kvörtun til Knattspyrnusambands Íslands vegna ummæla Ólafs Jóhannessonar um leik Víkings R. og Völsungs í 1. deildinni árið 2013. 1. mars 2018 17:35 Hrannar svarar Óla Jó: „Þetta er kjaftæði“ Hrannar Björn Steingrímsson segir Ólaf Jóhannesson vera að fara með algjöra þvælu þegar hann heldur því fram að eitthvað gruggugt hafi verið á baki sigri Víkings R. á Völsungi árið 2013. 1. mars 2018 17:23 Ólafur um 16-0 leikinn: Það var samið um úrslit leiksins Segir að það hafi verið óeðlileg úrslit í næstefstu deild þegar Víkingur vann Völsung, 16-0. 1. mars 2018 15:15 Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti Fleiri fréttir Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Sjá meira
Víkingur R. kvartaði til KSÍ yfir ummælum Óla Jó Víkingur R. hefur lagt inn kvörtun til Knattspyrnusambands Íslands vegna ummæla Ólafs Jóhannessonar um leik Víkings R. og Völsungs í 1. deildinni árið 2013. 1. mars 2018 17:35
Hrannar svarar Óla Jó: „Þetta er kjaftæði“ Hrannar Björn Steingrímsson segir Ólaf Jóhannesson vera að fara með algjöra þvælu þegar hann heldur því fram að eitthvað gruggugt hafi verið á baki sigri Víkings R. á Völsungi árið 2013. 1. mars 2018 17:23
Ólafur um 16-0 leikinn: Það var samið um úrslit leiksins Segir að það hafi verið óeðlileg úrslit í næstefstu deild þegar Víkingur vann Völsung, 16-0. 1. mars 2018 15:15
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti