Konur taka við völdum í fyrirtæki Weinstein Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. mars 2018 08:34 Athafnakonan Maria Contreras-Sweet fer fyrir fjárfestahópnum. Vísir/Getty Konur munu fara með tögl og hagldir í fyrirtækinu sem stofnað var af kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein. Þær ætla sér meðal annars að greiða þolendum Weinstein skaðabætur út úr félaginu. Greint var frá því fyrr í vikunni að framleiðslufyrirtækið The Weinstein Company væri á barmi gjaldþrots. Það kom svo í ljós í gær að fjárfestar hefðu stigið fram og lýst yfir áhuga á að kaupa allar eignir félagsins, þar með talinn réttinn að 277 kvikmyndum sem fyrirtækið hefur framleitt í gegnum árin. Athafnakonan Maria Contreras-Sweet fer fyrir fjárfestahópnum sem er sagður reiðubúinn að greiða um 50 milljarða íslenskra króna fyrir eignasafn Weinstein-félagsins. Inn í þeirri upphæð eru 9 milljarðar sem verja á í skaðabætur til þolenda Harveys Weinstein. Tugir kvenna hafa stigið fram og ásakað kvikmyndaframleiðandann um kynferðislega áreitni og misnotkun. Sjá einnig: Fyrirtæki Weinstein gjaldþrotaContreras-Sweet segir að nýja fyrirtækinu sem reist verður á rústum Weinstein-félagsins verði stýrt af nýrri framkvæmdastjórn sem að mestu verður skipuð konum. Konur munu hafa meirihluta atkvæða í fyrirtækinu og þannig hafa úrslitaáhrif á allar stærri ákvarðanir fyrirtækisins. Ætlunin er sögð vera að byggja upp öflugt kvikmyndaframleiðslufyrirtæki og bjarga 150 störfum. Fráfarandi stjórn The Weinstein Company segist sátt með málalyktir og að hin erfiða staða sem komin var upp virðist ætla að leysast farsællega. Contreras-Sweet, sem fór með málefni lítilla fyrirtækja í stjórn Baracks Obama Bandaríkjaforseta, segir að sér hafi runnið blóðið til skyldunnar þegar hún heyrði af brotum Weinstein. Því hafi verið ákveðið að láta hluta kaupverðsins renna til þolenda kvikmyndaframleiðandans. Bandaríkin Mál Harvey Weinstein MeToo Tengdar fréttir Fyrirtæki Weinstein gjaldþrota Framleiðslufyrirtækið The Weinstein Company sem stofnað var af Harvey Weinstein, stefnir í gjaldþrot. 26. febrúar 2018 08:36 Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Konur munu fara með tögl og hagldir í fyrirtækinu sem stofnað var af kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein. Þær ætla sér meðal annars að greiða þolendum Weinstein skaðabætur út úr félaginu. Greint var frá því fyrr í vikunni að framleiðslufyrirtækið The Weinstein Company væri á barmi gjaldþrots. Það kom svo í ljós í gær að fjárfestar hefðu stigið fram og lýst yfir áhuga á að kaupa allar eignir félagsins, þar með talinn réttinn að 277 kvikmyndum sem fyrirtækið hefur framleitt í gegnum árin. Athafnakonan Maria Contreras-Sweet fer fyrir fjárfestahópnum sem er sagður reiðubúinn að greiða um 50 milljarða íslenskra króna fyrir eignasafn Weinstein-félagsins. Inn í þeirri upphæð eru 9 milljarðar sem verja á í skaðabætur til þolenda Harveys Weinstein. Tugir kvenna hafa stigið fram og ásakað kvikmyndaframleiðandann um kynferðislega áreitni og misnotkun. Sjá einnig: Fyrirtæki Weinstein gjaldþrotaContreras-Sweet segir að nýja fyrirtækinu sem reist verður á rústum Weinstein-félagsins verði stýrt af nýrri framkvæmdastjórn sem að mestu verður skipuð konum. Konur munu hafa meirihluta atkvæða í fyrirtækinu og þannig hafa úrslitaáhrif á allar stærri ákvarðanir fyrirtækisins. Ætlunin er sögð vera að byggja upp öflugt kvikmyndaframleiðslufyrirtæki og bjarga 150 störfum. Fráfarandi stjórn The Weinstein Company segist sátt með málalyktir og að hin erfiða staða sem komin var upp virðist ætla að leysast farsællega. Contreras-Sweet, sem fór með málefni lítilla fyrirtækja í stjórn Baracks Obama Bandaríkjaforseta, segir að sér hafi runnið blóðið til skyldunnar þegar hún heyrði af brotum Weinstein. Því hafi verið ákveðið að láta hluta kaupverðsins renna til þolenda kvikmyndaframleiðandans.
Bandaríkin Mál Harvey Weinstein MeToo Tengdar fréttir Fyrirtæki Weinstein gjaldþrota Framleiðslufyrirtækið The Weinstein Company sem stofnað var af Harvey Weinstein, stefnir í gjaldþrot. 26. febrúar 2018 08:36 Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Fyrirtæki Weinstein gjaldþrota Framleiðslufyrirtækið The Weinstein Company sem stofnað var af Harvey Weinstein, stefnir í gjaldþrot. 26. febrúar 2018 08:36