Konur taka við völdum í fyrirtæki Weinstein Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. mars 2018 08:34 Athafnakonan Maria Contreras-Sweet fer fyrir fjárfestahópnum. Vísir/Getty Konur munu fara með tögl og hagldir í fyrirtækinu sem stofnað var af kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein. Þær ætla sér meðal annars að greiða þolendum Weinstein skaðabætur út úr félaginu. Greint var frá því fyrr í vikunni að framleiðslufyrirtækið The Weinstein Company væri á barmi gjaldþrots. Það kom svo í ljós í gær að fjárfestar hefðu stigið fram og lýst yfir áhuga á að kaupa allar eignir félagsins, þar með talinn réttinn að 277 kvikmyndum sem fyrirtækið hefur framleitt í gegnum árin. Athafnakonan Maria Contreras-Sweet fer fyrir fjárfestahópnum sem er sagður reiðubúinn að greiða um 50 milljarða íslenskra króna fyrir eignasafn Weinstein-félagsins. Inn í þeirri upphæð eru 9 milljarðar sem verja á í skaðabætur til þolenda Harveys Weinstein. Tugir kvenna hafa stigið fram og ásakað kvikmyndaframleiðandann um kynferðislega áreitni og misnotkun. Sjá einnig: Fyrirtæki Weinstein gjaldþrotaContreras-Sweet segir að nýja fyrirtækinu sem reist verður á rústum Weinstein-félagsins verði stýrt af nýrri framkvæmdastjórn sem að mestu verður skipuð konum. Konur munu hafa meirihluta atkvæða í fyrirtækinu og þannig hafa úrslitaáhrif á allar stærri ákvarðanir fyrirtækisins. Ætlunin er sögð vera að byggja upp öflugt kvikmyndaframleiðslufyrirtæki og bjarga 150 störfum. Fráfarandi stjórn The Weinstein Company segist sátt með málalyktir og að hin erfiða staða sem komin var upp virðist ætla að leysast farsællega. Contreras-Sweet, sem fór með málefni lítilla fyrirtækja í stjórn Baracks Obama Bandaríkjaforseta, segir að sér hafi runnið blóðið til skyldunnar þegar hún heyrði af brotum Weinstein. Því hafi verið ákveðið að láta hluta kaupverðsins renna til þolenda kvikmyndaframleiðandans. Bandaríkin Mál Harvey Weinstein MeToo Tengdar fréttir Fyrirtæki Weinstein gjaldþrota Framleiðslufyrirtækið The Weinstein Company sem stofnað var af Harvey Weinstein, stefnir í gjaldþrot. 26. febrúar 2018 08:36 Mest lesið Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Verð enn lægst í Prís Neytendur Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Konur munu fara með tögl og hagldir í fyrirtækinu sem stofnað var af kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein. Þær ætla sér meðal annars að greiða þolendum Weinstein skaðabætur út úr félaginu. Greint var frá því fyrr í vikunni að framleiðslufyrirtækið The Weinstein Company væri á barmi gjaldþrots. Það kom svo í ljós í gær að fjárfestar hefðu stigið fram og lýst yfir áhuga á að kaupa allar eignir félagsins, þar með talinn réttinn að 277 kvikmyndum sem fyrirtækið hefur framleitt í gegnum árin. Athafnakonan Maria Contreras-Sweet fer fyrir fjárfestahópnum sem er sagður reiðubúinn að greiða um 50 milljarða íslenskra króna fyrir eignasafn Weinstein-félagsins. Inn í þeirri upphæð eru 9 milljarðar sem verja á í skaðabætur til þolenda Harveys Weinstein. Tugir kvenna hafa stigið fram og ásakað kvikmyndaframleiðandann um kynferðislega áreitni og misnotkun. Sjá einnig: Fyrirtæki Weinstein gjaldþrotaContreras-Sweet segir að nýja fyrirtækinu sem reist verður á rústum Weinstein-félagsins verði stýrt af nýrri framkvæmdastjórn sem að mestu verður skipuð konum. Konur munu hafa meirihluta atkvæða í fyrirtækinu og þannig hafa úrslitaáhrif á allar stærri ákvarðanir fyrirtækisins. Ætlunin er sögð vera að byggja upp öflugt kvikmyndaframleiðslufyrirtæki og bjarga 150 störfum. Fráfarandi stjórn The Weinstein Company segist sátt með málalyktir og að hin erfiða staða sem komin var upp virðist ætla að leysast farsællega. Contreras-Sweet, sem fór með málefni lítilla fyrirtækja í stjórn Baracks Obama Bandaríkjaforseta, segir að sér hafi runnið blóðið til skyldunnar þegar hún heyrði af brotum Weinstein. Því hafi verið ákveðið að láta hluta kaupverðsins renna til þolenda kvikmyndaframleiðandans.
Bandaríkin Mál Harvey Weinstein MeToo Tengdar fréttir Fyrirtæki Weinstein gjaldþrota Framleiðslufyrirtækið The Weinstein Company sem stofnað var af Harvey Weinstein, stefnir í gjaldþrot. 26. febrúar 2018 08:36 Mest lesið Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Verð enn lægst í Prís Neytendur Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Fyrirtæki Weinstein gjaldþrota Framleiðslufyrirtækið The Weinstein Company sem stofnað var af Harvey Weinstein, stefnir í gjaldþrot. 26. febrúar 2018 08:36