Hjálpsemin kom honum á hjúkrunarheimili á Hvammstanga Jakob Bjarnar skrifar 2. mars 2018 14:16 Óli Svavar vildi hjálpa mann sem var fastur í skafli með bíl sinn við Heillisheiðarvirkjun, en þá kom ógæfumaður brunandi á ónýtum bíl og undir ónýt dekk. Óli Svavar Ólafsson smiður, 56 ára að aldri, dvelst nú á hjúkrunar-, dvalar- og öldrunarheimili á Hvammstanga þar sem hann er að jafna sig eftir slys. „Já, ég treysti mér ekki heim svona brotinn. Og það var ekkert að hafa neins staðar í bænum,“ segir Óli Svavar. Hann segir svo virðast sem verulegur skortur á úrræðum sé á hjúkrunarrýmum á höfuðborgarsvæðinu. Hann er þannig á Hvammstanga, fjarri heimili sínu en Óli Svavar er búsettur í Kópavoginum. Réttur mánuður er frá því að Óli Svavar lenti í hörmulegu slysi. Hann var á ferð á Suðurlandsvegi við Hellisheiðarvirkjun. Þar var skafbylur og kóf og hann vildi hjálpa manni sem hafði fest bíl sinn. Þegar hann hugðist draga bílinn lausan en þá kom þar að þriðji bíllinn og ók aftan á þann sem fastur var. Sá kastaðist áfram og klemmdi Ólaf Svavar á milli bílanna.Ógæfumaður á ferð á ónýtum bíl og ónýtum dekkjum „Ég var heppinn. Sá þetta ekki gerast. Snéri baki í þetta.Þarna var einhver ógæfumaður á ferð. Hann var á ferð á ónýtum bíl, á ónýtum dekkjum en honum hafði dottið í hug að skreppa austur. Svona er þetta bara,“ segir Óli Svavar og það vottar ekki fyrir beiskju í rödd hans. Hann dvelur hvorki við að bölva forlögunum né stöðu sinni núna. Óli Svavar segir svo frá að það hafi verið lán í óláni að fatapoki hans með útifötunum var á milli.Óli Svavar með félaga sínum í vinnunni. Hann er húsasmiður og var nýkominn úr fríi, sem betur fer, þegar hann lenti í slysinu.„Það var skafrenningur og ég fór inn í bílinn að leita mér að húfu. Ef ég hefði verið hægra megin hefðu báðir fæturnir farið. Þetta kemur meira hægra megin á bílinn. Þess vegna verður bara annar fóturinn á milli. Það er sköflungurinn sem brotnaði, rétt fyrir neðan hné. „Ég var líka heppinn með það að ég var nýkominn frá Tenerife, þokkalega slakur og úthvíldur vel. Ég er húsasmiður og hafði verið að vinna mikið og fór út í viku.“Kom ekki til greina að leggjast upp á fjölskylduna Óli Svavar segist vera á ágætum batavegi. Hann stundar æfingar á hverjum degi og segir sjúkraþjálfara á staðnum í toppklassa. Sem láta hann teygja og lyfta.Þetta er reyndar meira hugsað fyrir eldra fólk. „En hér er alveg frábært starfsfólk. Dásamlegt fólk sem er að vinna í heilbrigðiskerfinu okkar,“ segir Óli Svavar þakklátur. Hann segir vissulega verra að þurfa að fara svona langt í burtu. En, þegar menn eru ósjálfbjarga þá verði svo að vera. Óli Svavar er fráskilinn, börnin svo ung að ekki kom til álita að leggjast á fjölskylduna.Var í sveit í gamla daga og öllu vanur Hann er því með gamla fólkinu á Hvammstanga og undir hag sínum ágætlega. „Ég var mikið í sveit sem strákur, ekkert óvanur því og í smíðavinnunni þá kynnist maður því að vera fjarri heimilinu. Þannig að þetta er ekkert sjokk fyrir mig þó það gæti kannski verið það fyrir einhverja aðra.“Óli Svavar er á bólakafi í hestamennskunni og vonast til þess að komast á bak aftur þrátt fyrir að annar fóturinn sé illa farinn.Óli Svavar lýsir því að búið sé að skrúfa fótinn saman. Hann er að gróa. Ég fór í tvær aðgerðir. Fyrst voru boraðir tveir teinar fyrir og og neðan brotið; tveir í lærið og tveir í sköflunginn fyrir neðan og sett járnstykki á milli. Svo var farið í aðgerð rúmri viku síðar. Þá var ég skorinn upp og sett plata utan á legginn, skrúfuð utan á. Og bólgnar fóturinn upp við öll þessi inngrip, hann er svolítið þykkur,“ segir Óli Svavar sem fær verkjalyf, parkodin forte, fjórum sinnum á dag til að halda verkjunum í skefjum.Vonast til að komast aftur á hestbak Óli Svavar er í hjólastól, hann segist klaufi með hækjurnar. „Ég má stíga í fótinn 6. apríl. Þá tekur endurhæfing við. Þetta eru átta vikur eftir aðgerð. Má leggja fótinn niður, en má alls ekki stíga í hann. Hangir á einhverju en er að gróa. Hér er vel fylgst með því. Þetta er frábær staður. Og þroskaðir vistmenn. Hitti marga. Svo er fólk í dagvist líka.“ Okkar maður er á kafi í hestamennskunni og hann vonar að hann eigi eftir að komast á bak aftur. „Það væri óskandi. Ég á þannig hesta, hlakka til að komast á bak á þeim.“ Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fleiri fréttir Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Sjá meira
Óli Svavar Ólafsson smiður, 56 ára að aldri, dvelst nú á hjúkrunar-, dvalar- og öldrunarheimili á Hvammstanga þar sem hann er að jafna sig eftir slys. „Já, ég treysti mér ekki heim svona brotinn. Og það var ekkert að hafa neins staðar í bænum,“ segir Óli Svavar. Hann segir svo virðast sem verulegur skortur á úrræðum sé á hjúkrunarrýmum á höfuðborgarsvæðinu. Hann er þannig á Hvammstanga, fjarri heimili sínu en Óli Svavar er búsettur í Kópavoginum. Réttur mánuður er frá því að Óli Svavar lenti í hörmulegu slysi. Hann var á ferð á Suðurlandsvegi við Hellisheiðarvirkjun. Þar var skafbylur og kóf og hann vildi hjálpa manni sem hafði fest bíl sinn. Þegar hann hugðist draga bílinn lausan en þá kom þar að þriðji bíllinn og ók aftan á þann sem fastur var. Sá kastaðist áfram og klemmdi Ólaf Svavar á milli bílanna.Ógæfumaður á ferð á ónýtum bíl og ónýtum dekkjum „Ég var heppinn. Sá þetta ekki gerast. Snéri baki í þetta.Þarna var einhver ógæfumaður á ferð. Hann var á ferð á ónýtum bíl, á ónýtum dekkjum en honum hafði dottið í hug að skreppa austur. Svona er þetta bara,“ segir Óli Svavar og það vottar ekki fyrir beiskju í rödd hans. Hann dvelur hvorki við að bölva forlögunum né stöðu sinni núna. Óli Svavar segir svo frá að það hafi verið lán í óláni að fatapoki hans með útifötunum var á milli.Óli Svavar með félaga sínum í vinnunni. Hann er húsasmiður og var nýkominn úr fríi, sem betur fer, þegar hann lenti í slysinu.„Það var skafrenningur og ég fór inn í bílinn að leita mér að húfu. Ef ég hefði verið hægra megin hefðu báðir fæturnir farið. Þetta kemur meira hægra megin á bílinn. Þess vegna verður bara annar fóturinn á milli. Það er sköflungurinn sem brotnaði, rétt fyrir neðan hné. „Ég var líka heppinn með það að ég var nýkominn frá Tenerife, þokkalega slakur og úthvíldur vel. Ég er húsasmiður og hafði verið að vinna mikið og fór út í viku.“Kom ekki til greina að leggjast upp á fjölskylduna Óli Svavar segist vera á ágætum batavegi. Hann stundar æfingar á hverjum degi og segir sjúkraþjálfara á staðnum í toppklassa. Sem láta hann teygja og lyfta.Þetta er reyndar meira hugsað fyrir eldra fólk. „En hér er alveg frábært starfsfólk. Dásamlegt fólk sem er að vinna í heilbrigðiskerfinu okkar,“ segir Óli Svavar þakklátur. Hann segir vissulega verra að þurfa að fara svona langt í burtu. En, þegar menn eru ósjálfbjarga þá verði svo að vera. Óli Svavar er fráskilinn, börnin svo ung að ekki kom til álita að leggjast á fjölskylduna.Var í sveit í gamla daga og öllu vanur Hann er því með gamla fólkinu á Hvammstanga og undir hag sínum ágætlega. „Ég var mikið í sveit sem strákur, ekkert óvanur því og í smíðavinnunni þá kynnist maður því að vera fjarri heimilinu. Þannig að þetta er ekkert sjokk fyrir mig þó það gæti kannski verið það fyrir einhverja aðra.“Óli Svavar er á bólakafi í hestamennskunni og vonast til þess að komast á bak aftur þrátt fyrir að annar fóturinn sé illa farinn.Óli Svavar lýsir því að búið sé að skrúfa fótinn saman. Hann er að gróa. Ég fór í tvær aðgerðir. Fyrst voru boraðir tveir teinar fyrir og og neðan brotið; tveir í lærið og tveir í sköflunginn fyrir neðan og sett járnstykki á milli. Svo var farið í aðgerð rúmri viku síðar. Þá var ég skorinn upp og sett plata utan á legginn, skrúfuð utan á. Og bólgnar fóturinn upp við öll þessi inngrip, hann er svolítið þykkur,“ segir Óli Svavar sem fær verkjalyf, parkodin forte, fjórum sinnum á dag til að halda verkjunum í skefjum.Vonast til að komast aftur á hestbak Óli Svavar er í hjólastól, hann segist klaufi með hækjurnar. „Ég má stíga í fótinn 6. apríl. Þá tekur endurhæfing við. Þetta eru átta vikur eftir aðgerð. Má leggja fótinn niður, en má alls ekki stíga í hann. Hangir á einhverju en er að gróa. Hér er vel fylgst með því. Þetta er frábær staður. Og þroskaðir vistmenn. Hitti marga. Svo er fólk í dagvist líka.“ Okkar maður er á kafi í hestamennskunni og hann vonar að hann eigi eftir að komast á bak aftur. „Það væri óskandi. Ég á þannig hesta, hlakka til að komast á bak á þeim.“
Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fleiri fréttir Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Sjá meira