Skákheimurinn syrgir Stefán Kristjánsson Jakob Bjarnar skrifar 2. mars 2018 15:37 Félagarnir Bragi Þorfinnsson, bróðir Björns og Stefán, takast á í hraðskákmóti árið 2012. Bragi hlaut stórmeistaratitil sinn nú á sunnudaginn. visir/anton brink Stefán Kristjánsson stórmeistari er fallinn frá, eins og Vísir sagði af í morgun. Aðeins 35 ára gamall. Hann er nú syrgður mjög af þeim sem hann þekktu sem og skákheimi Íslands sem grætur nú einn sinn helsta hæfileikamann. Björn Þorfinnsson skákmaður er einn þeirra, hann var mikill vinur Stefáns auk þess sem hann starfar sem blaðamaður á DV. Hann skrifar einlæga og upplýsandi grein um Stefán þar sem segir að hann hafi verið einn hæfileikaríkasti skákmaður sem Ísland hefur eignast. Stefán hafi verið einstakur; heillað flesta sem honum kynntust og var frægur fyrir stáltaugar sínar, greind og kímnigáfu. Var hann kallaður „pönkið“ í skákheiminum.Stáltaugar og engin óþarfa virðing fyrir þeim sem eldri voru „Til að bæta gráu ofan á svart reif hann oft kjaft eftir skákir en þó alltaf á góðlátlegan hátt og með húmorinn að vopni. Við, hinir eldri, vorum sem slegnir yfir þessum unga nýliða sem virti ekki þann sjálfsagða skákvaldastrúktúr, að okkar mati, sem hafði verið mörg ár að skapast. Þess vegna fékk Stefán viðurnefnið „Pönkið“ því hann var eins manns uppreisn í skáksamfélaginu! Kunni hann vel að meta þetta viðurnefni.“Stefán hafði til að bera algerar stáltaugar og var harður í horn að taka við svörtu og hvítu reitina.Björn, sem rekur glæsilegan skákferil Stefáns Kristjánssonar, segir að það eigi eftir að taka skákheiminn langan tíma að jafna sig á fráfalli Stefáns. Hann greinir jafnframt frá því að Stefán hafi fengið mikinn áhuga á póker og var hann atvinnumaður í þeirri grein. „Á þeim vettvangi nýttust hæfileikar hans afar vel, frábær geta hans til útreikninga, þolinmæði og stáltaugar. Á stuttum tíma hagnaðist Stefán vel á spilamennskunni og varð eins konar goðsögn meðal íslenskra pókeráhugamanna.“Póker og eiturlyfjadjöfull Í samtölum Vísis við vini Stefáns kemur fram að hann hafi efnast ágætlega á spilamennsku á netinu, svo mjög að hann átti á sínum tíma skuldlausa íbúð, Lexus og vænar fúlgur fjár. En, það fór allt vegna þess að samhliða því þróaði Stefán með sér fíkn sem hann missti taumhald á. Og fyrir átta árum varð hann fyrir verulegu áfalli þegar móðir hans Margrét Stefánsdóttir slasaðist og þurfti hjálp við allar sínar athafnir uppfrá því. Það lagðist afar þungt á Stefán. Árið 2014 greindi DV frá afleiðingum þess slyss og ræddi við dætur hennar.Stefán með svart og á leik.„Í gegnum pókerinn komst Stefán í kynni við einstaklinga í undirheimum höfuðborgarinnar og hóf að fikta við neyslu fíkniefna. Sá djöfull læsti klóm sínum í hann og sleppti aldrei takinu. Fallinn er frá hæfileikamaður sem skaraði fram úr í öllu því sem hann hafði áhuga á. Hugur hans var engum líkur og það mun taka íslenskt skáklíf langan tíma að jafna sig á þessu reiðarslagi.“ skrifar Björn.Súpergreindur og falleg hrein sál Og á Facebooksíðu sinni syrgir Lára Stefánsdóttir hinn hæfileikaríka systurson sinn opinni færslu. „Stebbi var súper greindur, andlega sinnaður og einn fallegasti maður á jarðríki, innan frá og út, talaði aldrei illa um náungann og hafði alltaf það markmið að bæta sig og fara eftir lífsreglunum fjórum sem eru byggð á lífsspeki Toiteka-Indíana,“ skrifar Lára. Og kemur einnig inn á harminn sem hinn skæði sjúkdómur sem er fíkn kallaði yfir hann og fjölskylduna. „Stebbi var einfaldlega of góður, of klár fyrir harðan heim og varð eiturlyfjum að bráð. Góðar minningar um fallega hreina sál lifir og sólin skín þar í gegn.“Skákheimurinn í sárum Stefán lætur eftir sig einn son. Í samtali við Vísi segir Björn að skákheimurinn syrgi ákaft sinn mann. Og þar takast á sterkar tilfinningar, því á sunnudaginn hlaut Bragi Þorfinnsson, bróðir Björns, loks stórmeistaratitil sinn. „Rússibanareið í íslenskum skákheimi. Nú yfirstandandi Íslandsmót skákfélaga. Fyrsta umferðin í kvöld. Í Rimaskóla í íþróttasalnum þar. Þar verður erfið stund,“ segir Björn. Tengdar fréttir Stefán Kristjánsson látinn Stefán Kristjánsson stórmeistari í skák lést þann 28. febrúar síðastliðinn, 35 ára að aldri. 2. mars 2018 08:45 Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fleiri fréttir Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Sjá meira
Stefán Kristjánsson stórmeistari er fallinn frá, eins og Vísir sagði af í morgun. Aðeins 35 ára gamall. Hann er nú syrgður mjög af þeim sem hann þekktu sem og skákheimi Íslands sem grætur nú einn sinn helsta hæfileikamann. Björn Þorfinnsson skákmaður er einn þeirra, hann var mikill vinur Stefáns auk þess sem hann starfar sem blaðamaður á DV. Hann skrifar einlæga og upplýsandi grein um Stefán þar sem segir að hann hafi verið einn hæfileikaríkasti skákmaður sem Ísland hefur eignast. Stefán hafi verið einstakur; heillað flesta sem honum kynntust og var frægur fyrir stáltaugar sínar, greind og kímnigáfu. Var hann kallaður „pönkið“ í skákheiminum.Stáltaugar og engin óþarfa virðing fyrir þeim sem eldri voru „Til að bæta gráu ofan á svart reif hann oft kjaft eftir skákir en þó alltaf á góðlátlegan hátt og með húmorinn að vopni. Við, hinir eldri, vorum sem slegnir yfir þessum unga nýliða sem virti ekki þann sjálfsagða skákvaldastrúktúr, að okkar mati, sem hafði verið mörg ár að skapast. Þess vegna fékk Stefán viðurnefnið „Pönkið“ því hann var eins manns uppreisn í skáksamfélaginu! Kunni hann vel að meta þetta viðurnefni.“Stefán hafði til að bera algerar stáltaugar og var harður í horn að taka við svörtu og hvítu reitina.Björn, sem rekur glæsilegan skákferil Stefáns Kristjánssonar, segir að það eigi eftir að taka skákheiminn langan tíma að jafna sig á fráfalli Stefáns. Hann greinir jafnframt frá því að Stefán hafi fengið mikinn áhuga á póker og var hann atvinnumaður í þeirri grein. „Á þeim vettvangi nýttust hæfileikar hans afar vel, frábær geta hans til útreikninga, þolinmæði og stáltaugar. Á stuttum tíma hagnaðist Stefán vel á spilamennskunni og varð eins konar goðsögn meðal íslenskra pókeráhugamanna.“Póker og eiturlyfjadjöfull Í samtölum Vísis við vini Stefáns kemur fram að hann hafi efnast ágætlega á spilamennsku á netinu, svo mjög að hann átti á sínum tíma skuldlausa íbúð, Lexus og vænar fúlgur fjár. En, það fór allt vegna þess að samhliða því þróaði Stefán með sér fíkn sem hann missti taumhald á. Og fyrir átta árum varð hann fyrir verulegu áfalli þegar móðir hans Margrét Stefánsdóttir slasaðist og þurfti hjálp við allar sínar athafnir uppfrá því. Það lagðist afar þungt á Stefán. Árið 2014 greindi DV frá afleiðingum þess slyss og ræddi við dætur hennar.Stefán með svart og á leik.„Í gegnum pókerinn komst Stefán í kynni við einstaklinga í undirheimum höfuðborgarinnar og hóf að fikta við neyslu fíkniefna. Sá djöfull læsti klóm sínum í hann og sleppti aldrei takinu. Fallinn er frá hæfileikamaður sem skaraði fram úr í öllu því sem hann hafði áhuga á. Hugur hans var engum líkur og það mun taka íslenskt skáklíf langan tíma að jafna sig á þessu reiðarslagi.“ skrifar Björn.Súpergreindur og falleg hrein sál Og á Facebooksíðu sinni syrgir Lára Stefánsdóttir hinn hæfileikaríka systurson sinn opinni færslu. „Stebbi var súper greindur, andlega sinnaður og einn fallegasti maður á jarðríki, innan frá og út, talaði aldrei illa um náungann og hafði alltaf það markmið að bæta sig og fara eftir lífsreglunum fjórum sem eru byggð á lífsspeki Toiteka-Indíana,“ skrifar Lára. Og kemur einnig inn á harminn sem hinn skæði sjúkdómur sem er fíkn kallaði yfir hann og fjölskylduna. „Stebbi var einfaldlega of góður, of klár fyrir harðan heim og varð eiturlyfjum að bráð. Góðar minningar um fallega hreina sál lifir og sólin skín þar í gegn.“Skákheimurinn í sárum Stefán lætur eftir sig einn son. Í samtali við Vísi segir Björn að skákheimurinn syrgi ákaft sinn mann. Og þar takast á sterkar tilfinningar, því á sunnudaginn hlaut Bragi Þorfinnsson, bróðir Björns, loks stórmeistaratitil sinn. „Rússibanareið í íslenskum skákheimi. Nú yfirstandandi Íslandsmót skákfélaga. Fyrsta umferðin í kvöld. Í Rimaskóla í íþróttasalnum þar. Þar verður erfið stund,“ segir Björn.
Tengdar fréttir Stefán Kristjánsson látinn Stefán Kristjánsson stórmeistari í skák lést þann 28. febrúar síðastliðinn, 35 ára að aldri. 2. mars 2018 08:45 Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fleiri fréttir Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Sjá meira
Stefán Kristjánsson látinn Stefán Kristjánsson stórmeistari í skák lést þann 28. febrúar síðastliðinn, 35 ára að aldri. 2. mars 2018 08:45