Var óviss um að hún væri nógu góð fyrir Ben Kingsley Birgir Olgeirsson skrifar 3. mars 2018 18:30 Hera Hilmarsdóttir og Óskarsverðlaunahafinn spjölluðu saman um heima og geima á tökustað myndarinnar An Ordinary Man í Serbíu. Mynd/ Brad Silberling Fyrir nokkrum árum óraði íslensku leikkonuna Heru Hilmarsdóttur við því að taka að sér hlutverk í kvikmynd á móti Óskarsverðlaunahafanum Ben Kingsley. Í dag eru þau mestu mátar, Hera stóð sig svo vel að Kingsley mælti með henni í hlutverk fyrir aðra kvikmynd og leikur hún nú aðalhlutverkið í nýrri stórmynd Óskarsverðlaunahafans Peter Jackson. Hera lagði á sig 45 klukkustunda ferðalag frá Nýja Sjálandi í vikunni til að vera viðstödd Stockfish-kvikmyndahátíðina í Reykjavík þar sem kvikmynd hennar og Ben Kingsley, An Ordinary Man, verður sýnd. Vísir nýtti kjörið tækifæri til að ræða við þessa leikkonu sem verður með þessu áframhaldandi eitt af þekktustu andlitum Íslendinga erlendis. Hera segir stórar kvikmyndaseríur Hollywood ekki endilega heilla nema í hófi, heldur vilji hún frekar takast á við fjölbreytt verkefni. Í viðtalinu ræðir hún hvernig hún fór að því að landa hlutverki í Peter Jackson-mynd og segir frá því hvernig kvikmyndabransinn hefur breyst til batnaðar eftir Metoo-byltinguna þar sem konur fá meiri stuðning ef á þeim er brotið.Samstarf Heru og Ben Kingsley gekk svo vel að hann mælti með henni í annað hlutverk.Vísir/EPA„Það var frábært,“ segir Hera þegar hún er spurð hvernig var að vinna með Ben Kingsley. Í An Ordinary Man leiða þau Hera og Ben hesta sína saman í annað sinn. Fyrir þá sem ekki þekkja til verka Kingsley má nefna að hann hlaut Óskarsverðlaun árið 1983 fyrir leik sinn í myndinni Gandhi og hefur eftir það þrívegis verið tilnefndur til Óskarsverðlauna.„Bara rugl í mér“ Áður höfðu þau Hera og Kingsley leikið saman í fyrri heimstyrjaldardramanu The Ottoman Lieutenant. Hera segist hafa orðið stressuð áður en tökurnar hófust með Kingsley. Hún var þar í fyrsta skipti í leiðandi hlutverki í bandarískri kvikmynd, þurfti að tala með bandarískum hreim og segir gamla minnimáttarkennd hafa gripið um sig.„Get ég gert það? Er ég nógu góð í þessu? Er ég nógu góð í hreimnum? Allt það.“ rifjar Hera upp. Í myndinni fór bandaríski leikarinn Josh Hartnett einnig með stórt hlutverk en hann var upprennandi stjarna þegar Hera var að alast upp. „Ég man ég hugsaði með mér: hvað ef þessir menn biðja kannski bara um einhverja aðra leikkonu í staðinn?,“ segir Hera og bætir við brosandi: „Það gerðist nú sem betur fer ekki, og var aldrei að fara að gerast. Þetta var bara rugl í mér!“Ben vildi senda Heru handritið Hera stóð sig svo vel að Ben Kingsley ákvað að biðja um leyfi til að senda henni handrit An Ordinary Man þegar verið var að leita að leikkonu fyrir þá mynd. „Hann spurði hvort hann mætti senda mér handritið, sem var svolítið tryllt. Við höfðum auðvitað unnið saman og það gekk mjög vel, en þetta er samt Ben Kingsley og allir koma fram við hann þannig því hann er goðsögn í þessum bransa,“ segir Hera.Spjölluðu um heima og geima Hún segir samstarf þeirra í myndinni hafa verið mjög náið. Þegar þau voru á leið til Serbíu til að taka myndina upp gerðu þau samkomulag sín á milli um það hvernig þau myndu vinna að myndinni saman. Myndin segir frá stríðsglæpamanni í felum, leikinn af Ben Kingsley, sem myndar samband við manneskjuna sem er eina tenging hans við umheiminn, húshjálpina sína sem leikin er af Heru. „Þessi mynd er eiginlega bara þessir tveir karakterar allan tímann. Þetta var því mjög náin vinna þar sem við bæði mættumst nær alltaf aðeins tvö saman í senunum og svo eyddum við saman tímanum milli taka og gátum þá spjallað um heima og geima,“ segir Hera.Hera leikur eitt af aðalhlutverkunum í Peter Jackson-myndinni Mortal Engines.IMDBMeð trefil fyrir vitum Líkt og fyrr segir var Hera nýkomin heim frá Nýja Sjálandi þegar Vísir ræddi við hana. Þar var hún að leggja loka hönd á sitt hlutverk fyrir stórmyndina væntanlegu Mortal Engines. Leikstjóri hennar er Christian Rivers en ásamt Heru fara með aðalhlutverk leikarar á borð við Hugo Weaving og Stephen Lang. Peter Jackson, sé sem gerði Lord of The Rings-þríleikinn, er framleiðandi myndarinnar og er eiginkona hans, Fran Walsh, einn af handritshöfundum. Á vef IMDB kemur fram að áætlaður kostnaður við gerð myndarinnar sé um 100 milljónir dollara, sem samsvarar um 10 milljörðum íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag. Mortal Engines segir frá fjarlægri framtíð þar sem jarðarbúar hafast við á því litla sem eftir er af jörðinni vegna mikilla hamfara. Mannfólkið hefur þar náð að aðlagast þessum hrikalegu aðstæðum. Sumir búa í risastórum færanlegum borgum sem leita uppi og leggja undir sig minni borgir til að komast yfir auðlindir þeirra. Sagan fylgir eftir Tom Natsworthy, leikinn af Robert Sheehan, sem er almúgamaður í færanlegri London. Hann þarf að taka á stóra sínum þegar tilveru hans er ógnað og hittir þá fyrir flóttamanninn Hester Shaw, sem leikin er af Heru Hilmarsdóttur. Saman þurfa þau berjast fyrir lífi sínu og annarra. Stikla úr myndinni var frumsýnd í desember síðastliðnum en þar var Hera í forgrunni, en þó með einhverskonar sjal fyrir hálfu andlitinu og því mögulegt að margir hafi hreinlega ekki áttað sig á því að þetta Hera sjálf.Bakgrunnurinn skóp raunsærra mat á bransann Spurð hverju hún getur þakkað þessa velgengni á stóra sviðinu ytra segir hún erfitt að segja til um það, en liggur þó einhvers staðar í því að vera rétta manneskjan á réttum tíma og að leggja gífurlega mikið á sig. „Það gaf mér rosalega mikið sem leikara að byrja að vinna í bíói og sjónvarpi sem unglingur og kynnast því og það gaf mér mikið að kynnast kvikmyndagerð í gegnum fjölskyldu mína sem krakki,“ segir Hera. Faðir hennar er Hilmar Oddsson, leikstjóri og fyrrverandi rektor Kvikmyndaskóla Íslands, en móðir hennar er leikkonan Þórey Sigþórsdóttir.Hera í Nýja Sjáalandi þar sem hún hefur unnið að myndinni Mortal Engines.Hera Hilmarsdóttir„Sem gerði það að verkum að þegar ég fór í nám ytra var ég með raunsærra mat á bransann heldur en margir í kringum mig sem héldu að það væri nóg að komast inn í góðan skóla til að fá vinnu,“ segir Hera. Hún er útskrifuð úr London Academy of Music and Art en hún segist hafa verið algjörlega búin undir það að fá lítið sem ekkert að gera ytra eftir nám. „Ég er útlendingur og það heldur manni til baka að einhverju leyti, sérstaklega þegar ég var að útskrifast, það hefur breyst aðeins núna, en ég held að það geti líka orðið til þess að þú vinnur miklu meira til að komast þangað sem þig langar að komast.“Hera segir mikilvægt fyrir hana að ögra þeirri ímynd sem fólk hefur mótað á henni.Vísir/AFPMikilvægt að ögra ímyndinni Hún segist hafa fundið fyrir því á lokaári sínu í náminu að skólinn reyndi að markaðssetja hana sem leikara sem hún er ekki. Var skólinn á því að hún væri þessi mjúka og andlega týpa. „Sem tengdist því miklu frekar hvernig þeim fannst ég líta út, frekar en að ég væri þannig karakter eða leikkona. Það var ekki fyrr en ég áttaði mig á því og breytti sjálf hugarfari mínu, sem lítur að því hvernig ég nálgast hlutverkin, sem hlutirnir fóru að gerast. Sú hugarfarsbreyting skipti máli.Fólk er oft búið að móta sér álit á manni fyrir fram og það er mikilvægt að reyna að ögra þeirri ímynd og láta ekki aðra segja sér hver maður er.“Höfnuðu fjölda leikara áður en Hera varð fyrir valinu Spurð hvernig leikarar eiga að bera sig eftir því að landa hlutverki í Peter Jackson-mynd segist hún einfaldlega hafa tekið upp prufu og sent út og þannig fengið hlutverkið. Hún segist hafa vitað til þess að aðstandendur myndarinnar hafi leitað að leikara í þetta hlutverk í marga mánuði, prufað alls konar leikara sem Hera hefði haldið að ættu að geta landað þessu hlutverki auðveldlega. „Tímasetningin vann með mér, auk þess sem ég veit að þau voru að leita að ákveðnu í fari leikara sem það vildi svo til að ég sýndi í prufunni. Sú sýn sem ég hafði á hlutverkinu var sú sama og þeir höfðu,“ segir Hera en tekur fram að auðvitað sé það ekki alltaf svoleiðis. Hún hefur farið í prufur þar sem hennar sýn á hlutverk hafi ekki verið sú sama og sýn leikstjórans. „Maður verður náttúrulega að taka sjénsa og taka ákvarðanir þegar kemur að karakternum og senunum sjálfum. Maður getur ekki alltaf tekið sömu ákvarðanir og allir í kringum sig. Það væri bara mjög undarlegt og einfaldlega slæmt, af augljósum ástæðum.”Hera segist vera með nokkur verkefni í augsýn hér á landi.Vísir/EPASendi prufu með hálfum hug Hún segir aðdragandann hafa verið stuttan. Hún var stödd á Íslandi, að leika í og framleiða leikritið Andaðu í Iðnó, en ákvað að senda prufu. Hún gerði það raunar með hálfum hug því hún hélt hreinlega að þessi mynd væri ekki fyrir sig. Spurð hvort fleiri stórmyndir á borð við þessa séu í bígerð hjá henni segist hún ekki á leið í fleiri verkefni af þessari stærðargráðu. „Ekki allavega verkefni af sama meiði og Mortal Engines, það er nóg að vera í því í bili,“ segir Hera. Hún segir næstu myndir vissulega geta þó verið stórar. „Akkúrat núna langar mig samt að einbeita mér að því að koma þessari út og vinna í minni verkefnum.“ Hún var í fimm mánuði við tökur á Mortal Engines í fyrra, fór svo aftur til Nýja Sjálands á nýju ári til að leggja lokahönd á sitt hlutverk en síðar á árinu tekur svo við kynningarstarf fyrir myndina um víða veröld.Ekki búin að yfirgefa Ísland Hera segist fjarri því að hafa yfirgefið Ísland og sé með nokkur verkefni á teinunum hér á landi sem er þó of snemmt að tala um opinberlega. Það er einmitt ástæðan fyrir því að hún sé ekki spennt fyrir að binda sig í of mörg stór verkefni eða seríur, því hún vilji geta haft frelsi til að taka að sér minni og fjölbreyttari verkefniAuðveldara að segja stopp í kjölfar Metoo Metoo-byltingin hefur verið til mikillar umræðu síðustu mánuði. Hún átti sér upphaf í Bandaríkjunum þegar fjöldi kvenna í kvikmyndabransanum steig fram með ásakanir á hendur kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein. Hera segist hafa merkt talsverða breytingu á bransanum í kjölfar þessarar byltingar. Hún var í Los Angeles í Bandaríkjunum síðastliðið haust um það leyti sem þessi bylting hófst. Hún segir umræðuna hafa verið nokkuð skrýtna í upphafi þar sem margir virtust ekki alveg vita hvernig þeir ættu að bregðast við. Einhverjir voru jafnvel hræddir við að faðmast af ótta við að gera eitthvað rangt. „Góðu hliðarnar eru þær að af það er komið illa fram við þig þá er léttara að segja stopp strax því þú veist að í dag má opinberlega styðja konur að því leyti og þú veist að manneskjan sem kemur þannig fram við þig er meðvituð um að þetta er ekki eitthvað sem muni gleymast strax.“Hera segist trúa því að breyttir tímar séu framundan í kjölfar Metoo-byltingarinnar.Vísir/GettyEkki í tísku að bergðast ekki við Hún segir að á endanum sé kvikmyndabransinn iðnaður sem sé meðvitaður um hvað sé „inn” og hvað sé það ekki, og akkúrat núna sé alls ekki í tísku að bregðast ekki við. „Sem er frábært. Það gerir það að verkum að það verða allir að breytast, annars eru þeir úreltir. Þess vegna er auðveldara í dag að reka leikara úr verkefnum fyrir slæma hegðun því framleiðendurnir vita að ef þeir halda honum á meðan þessi alda er í gangi þá mun fólk hreinlega sniðganga myndina eða sjónvarpsseríuna svo dæmi sé nefnt. Hvað það þýðir til lengri tíma kemur svo í ljós, en vonandi sé meira jafnrétti, hlustun og virðing svarið við þessu öllu saman.“ segir Hera.Trúir því að breyttir tímar séu framundan Síðastliðið haust réð hún sér auka umboðsmenn til að sinna hennar málum ytra. Hún fór á fund með yfirmanni umboðsskrifstofunnar sem fór yfir launajafnréttismál fyrirtækisins og hvernig hann vildi berjast fyrir þeim; hann standi í svoleiðis baráttu jafnvel fyrir heimsþekktar leikkonur sem við álítum fyrsta flokks og oft á tíðum mun frægari og meiri kempur en karlmótleikara þeirra sem hafa þó þrátt fyrir það alltaf í gegnum tíðina fengið hærra borgað. Þangað til í dag. „Mér finnst til dæmis áhugavert að hugsa með mér hvað Meryl Streep fékk borgað fyrir mynd eins og The Deer Hunter á sínum tíma, þar sem hún lék á móti mönnum eins og Robert DeNiro og Christopher Walken, þrátt fyrir að hún hafi verið ung og upprennandi leikkona og það því óneitanlega haft áhrif,“ segir Hera „Ekki að það sé eitthvað skólabókardæmi og kannski bara fáránlegt dæmi yfir höfuð, en svona þegar maður hugsar til stórmynda eins og þeirrar myndar frá þeim tíma koma alls konar svoleiðis spurningar upp þegar maður skoðar þær frá þessu sjónarhorni. Væntanlega eru til mun betri dæmi þar sem ennþá augljósara væri að konan ætti að vera metin að jöfnu og karlmótleikari hennar, hún jafnvel eldri og með meiri reynslu, en því miður hefur það bara alls ekki yfir höfuð áhrif. Maður gefur sér það svo oft að leikkonur eins og Meryl Streep hafi alltaf verið metnar að þeim verðleikum sem þær eru metnar í dag. Sérstaklega þar sem svo fáar þeirra náðu í bitastæð hlutverk á þeim tíma þar sem bransinn hafði ekki pláss fyrir fleiri stórleikkonur. Ég trúi því að það séu breyttir tímar fram undan.” Líkt og fyrr segir verður An Ordinary Man með Ben Kingsley og Heru Hilmarsdóttur sýnd á kvikmyndahátíðinni Stockfish dagana 2. og 9. mars, en hátíðin stendur til 11. mars. Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Fleiri fréttir Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Sjá meira
Fyrir nokkrum árum óraði íslensku leikkonuna Heru Hilmarsdóttur við því að taka að sér hlutverk í kvikmynd á móti Óskarsverðlaunahafanum Ben Kingsley. Í dag eru þau mestu mátar, Hera stóð sig svo vel að Kingsley mælti með henni í hlutverk fyrir aðra kvikmynd og leikur hún nú aðalhlutverkið í nýrri stórmynd Óskarsverðlaunahafans Peter Jackson. Hera lagði á sig 45 klukkustunda ferðalag frá Nýja Sjálandi í vikunni til að vera viðstödd Stockfish-kvikmyndahátíðina í Reykjavík þar sem kvikmynd hennar og Ben Kingsley, An Ordinary Man, verður sýnd. Vísir nýtti kjörið tækifæri til að ræða við þessa leikkonu sem verður með þessu áframhaldandi eitt af þekktustu andlitum Íslendinga erlendis. Hera segir stórar kvikmyndaseríur Hollywood ekki endilega heilla nema í hófi, heldur vilji hún frekar takast á við fjölbreytt verkefni. Í viðtalinu ræðir hún hvernig hún fór að því að landa hlutverki í Peter Jackson-mynd og segir frá því hvernig kvikmyndabransinn hefur breyst til batnaðar eftir Metoo-byltinguna þar sem konur fá meiri stuðning ef á þeim er brotið.Samstarf Heru og Ben Kingsley gekk svo vel að hann mælti með henni í annað hlutverk.Vísir/EPA„Það var frábært,“ segir Hera þegar hún er spurð hvernig var að vinna með Ben Kingsley. Í An Ordinary Man leiða þau Hera og Ben hesta sína saman í annað sinn. Fyrir þá sem ekki þekkja til verka Kingsley má nefna að hann hlaut Óskarsverðlaun árið 1983 fyrir leik sinn í myndinni Gandhi og hefur eftir það þrívegis verið tilnefndur til Óskarsverðlauna.„Bara rugl í mér“ Áður höfðu þau Hera og Kingsley leikið saman í fyrri heimstyrjaldardramanu The Ottoman Lieutenant. Hera segist hafa orðið stressuð áður en tökurnar hófust með Kingsley. Hún var þar í fyrsta skipti í leiðandi hlutverki í bandarískri kvikmynd, þurfti að tala með bandarískum hreim og segir gamla minnimáttarkennd hafa gripið um sig.„Get ég gert það? Er ég nógu góð í þessu? Er ég nógu góð í hreimnum? Allt það.“ rifjar Hera upp. Í myndinni fór bandaríski leikarinn Josh Hartnett einnig með stórt hlutverk en hann var upprennandi stjarna þegar Hera var að alast upp. „Ég man ég hugsaði með mér: hvað ef þessir menn biðja kannski bara um einhverja aðra leikkonu í staðinn?,“ segir Hera og bætir við brosandi: „Það gerðist nú sem betur fer ekki, og var aldrei að fara að gerast. Þetta var bara rugl í mér!“Ben vildi senda Heru handritið Hera stóð sig svo vel að Ben Kingsley ákvað að biðja um leyfi til að senda henni handrit An Ordinary Man þegar verið var að leita að leikkonu fyrir þá mynd. „Hann spurði hvort hann mætti senda mér handritið, sem var svolítið tryllt. Við höfðum auðvitað unnið saman og það gekk mjög vel, en þetta er samt Ben Kingsley og allir koma fram við hann þannig því hann er goðsögn í þessum bransa,“ segir Hera.Spjölluðu um heima og geima Hún segir samstarf þeirra í myndinni hafa verið mjög náið. Þegar þau voru á leið til Serbíu til að taka myndina upp gerðu þau samkomulag sín á milli um það hvernig þau myndu vinna að myndinni saman. Myndin segir frá stríðsglæpamanni í felum, leikinn af Ben Kingsley, sem myndar samband við manneskjuna sem er eina tenging hans við umheiminn, húshjálpina sína sem leikin er af Heru. „Þessi mynd er eiginlega bara þessir tveir karakterar allan tímann. Þetta var því mjög náin vinna þar sem við bæði mættumst nær alltaf aðeins tvö saman í senunum og svo eyddum við saman tímanum milli taka og gátum þá spjallað um heima og geima,“ segir Hera.Hera leikur eitt af aðalhlutverkunum í Peter Jackson-myndinni Mortal Engines.IMDBMeð trefil fyrir vitum Líkt og fyrr segir var Hera nýkomin heim frá Nýja Sjálandi þegar Vísir ræddi við hana. Þar var hún að leggja loka hönd á sitt hlutverk fyrir stórmyndina væntanlegu Mortal Engines. Leikstjóri hennar er Christian Rivers en ásamt Heru fara með aðalhlutverk leikarar á borð við Hugo Weaving og Stephen Lang. Peter Jackson, sé sem gerði Lord of The Rings-þríleikinn, er framleiðandi myndarinnar og er eiginkona hans, Fran Walsh, einn af handritshöfundum. Á vef IMDB kemur fram að áætlaður kostnaður við gerð myndarinnar sé um 100 milljónir dollara, sem samsvarar um 10 milljörðum íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag. Mortal Engines segir frá fjarlægri framtíð þar sem jarðarbúar hafast við á því litla sem eftir er af jörðinni vegna mikilla hamfara. Mannfólkið hefur þar náð að aðlagast þessum hrikalegu aðstæðum. Sumir búa í risastórum færanlegum borgum sem leita uppi og leggja undir sig minni borgir til að komast yfir auðlindir þeirra. Sagan fylgir eftir Tom Natsworthy, leikinn af Robert Sheehan, sem er almúgamaður í færanlegri London. Hann þarf að taka á stóra sínum þegar tilveru hans er ógnað og hittir þá fyrir flóttamanninn Hester Shaw, sem leikin er af Heru Hilmarsdóttur. Saman þurfa þau berjast fyrir lífi sínu og annarra. Stikla úr myndinni var frumsýnd í desember síðastliðnum en þar var Hera í forgrunni, en þó með einhverskonar sjal fyrir hálfu andlitinu og því mögulegt að margir hafi hreinlega ekki áttað sig á því að þetta Hera sjálf.Bakgrunnurinn skóp raunsærra mat á bransann Spurð hverju hún getur þakkað þessa velgengni á stóra sviðinu ytra segir hún erfitt að segja til um það, en liggur þó einhvers staðar í því að vera rétta manneskjan á réttum tíma og að leggja gífurlega mikið á sig. „Það gaf mér rosalega mikið sem leikara að byrja að vinna í bíói og sjónvarpi sem unglingur og kynnast því og það gaf mér mikið að kynnast kvikmyndagerð í gegnum fjölskyldu mína sem krakki,“ segir Hera. Faðir hennar er Hilmar Oddsson, leikstjóri og fyrrverandi rektor Kvikmyndaskóla Íslands, en móðir hennar er leikkonan Þórey Sigþórsdóttir.Hera í Nýja Sjáalandi þar sem hún hefur unnið að myndinni Mortal Engines.Hera Hilmarsdóttir„Sem gerði það að verkum að þegar ég fór í nám ytra var ég með raunsærra mat á bransann heldur en margir í kringum mig sem héldu að það væri nóg að komast inn í góðan skóla til að fá vinnu,“ segir Hera. Hún er útskrifuð úr London Academy of Music and Art en hún segist hafa verið algjörlega búin undir það að fá lítið sem ekkert að gera ytra eftir nám. „Ég er útlendingur og það heldur manni til baka að einhverju leyti, sérstaklega þegar ég var að útskrifast, það hefur breyst aðeins núna, en ég held að það geti líka orðið til þess að þú vinnur miklu meira til að komast þangað sem þig langar að komast.“Hera segir mikilvægt fyrir hana að ögra þeirri ímynd sem fólk hefur mótað á henni.Vísir/AFPMikilvægt að ögra ímyndinni Hún segist hafa fundið fyrir því á lokaári sínu í náminu að skólinn reyndi að markaðssetja hana sem leikara sem hún er ekki. Var skólinn á því að hún væri þessi mjúka og andlega týpa. „Sem tengdist því miklu frekar hvernig þeim fannst ég líta út, frekar en að ég væri þannig karakter eða leikkona. Það var ekki fyrr en ég áttaði mig á því og breytti sjálf hugarfari mínu, sem lítur að því hvernig ég nálgast hlutverkin, sem hlutirnir fóru að gerast. Sú hugarfarsbreyting skipti máli.Fólk er oft búið að móta sér álit á manni fyrir fram og það er mikilvægt að reyna að ögra þeirri ímynd og láta ekki aðra segja sér hver maður er.“Höfnuðu fjölda leikara áður en Hera varð fyrir valinu Spurð hvernig leikarar eiga að bera sig eftir því að landa hlutverki í Peter Jackson-mynd segist hún einfaldlega hafa tekið upp prufu og sent út og þannig fengið hlutverkið. Hún segist hafa vitað til þess að aðstandendur myndarinnar hafi leitað að leikara í þetta hlutverk í marga mánuði, prufað alls konar leikara sem Hera hefði haldið að ættu að geta landað þessu hlutverki auðveldlega. „Tímasetningin vann með mér, auk þess sem ég veit að þau voru að leita að ákveðnu í fari leikara sem það vildi svo til að ég sýndi í prufunni. Sú sýn sem ég hafði á hlutverkinu var sú sama og þeir höfðu,“ segir Hera en tekur fram að auðvitað sé það ekki alltaf svoleiðis. Hún hefur farið í prufur þar sem hennar sýn á hlutverk hafi ekki verið sú sama og sýn leikstjórans. „Maður verður náttúrulega að taka sjénsa og taka ákvarðanir þegar kemur að karakternum og senunum sjálfum. Maður getur ekki alltaf tekið sömu ákvarðanir og allir í kringum sig. Það væri bara mjög undarlegt og einfaldlega slæmt, af augljósum ástæðum.”Hera segist vera með nokkur verkefni í augsýn hér á landi.Vísir/EPASendi prufu með hálfum hug Hún segir aðdragandann hafa verið stuttan. Hún var stödd á Íslandi, að leika í og framleiða leikritið Andaðu í Iðnó, en ákvað að senda prufu. Hún gerði það raunar með hálfum hug því hún hélt hreinlega að þessi mynd væri ekki fyrir sig. Spurð hvort fleiri stórmyndir á borð við þessa séu í bígerð hjá henni segist hún ekki á leið í fleiri verkefni af þessari stærðargráðu. „Ekki allavega verkefni af sama meiði og Mortal Engines, það er nóg að vera í því í bili,“ segir Hera. Hún segir næstu myndir vissulega geta þó verið stórar. „Akkúrat núna langar mig samt að einbeita mér að því að koma þessari út og vinna í minni verkefnum.“ Hún var í fimm mánuði við tökur á Mortal Engines í fyrra, fór svo aftur til Nýja Sjálands á nýju ári til að leggja lokahönd á sitt hlutverk en síðar á árinu tekur svo við kynningarstarf fyrir myndina um víða veröld.Ekki búin að yfirgefa Ísland Hera segist fjarri því að hafa yfirgefið Ísland og sé með nokkur verkefni á teinunum hér á landi sem er þó of snemmt að tala um opinberlega. Það er einmitt ástæðan fyrir því að hún sé ekki spennt fyrir að binda sig í of mörg stór verkefni eða seríur, því hún vilji geta haft frelsi til að taka að sér minni og fjölbreyttari verkefniAuðveldara að segja stopp í kjölfar Metoo Metoo-byltingin hefur verið til mikillar umræðu síðustu mánuði. Hún átti sér upphaf í Bandaríkjunum þegar fjöldi kvenna í kvikmyndabransanum steig fram með ásakanir á hendur kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein. Hera segist hafa merkt talsverða breytingu á bransanum í kjölfar þessarar byltingar. Hún var í Los Angeles í Bandaríkjunum síðastliðið haust um það leyti sem þessi bylting hófst. Hún segir umræðuna hafa verið nokkuð skrýtna í upphafi þar sem margir virtust ekki alveg vita hvernig þeir ættu að bregðast við. Einhverjir voru jafnvel hræddir við að faðmast af ótta við að gera eitthvað rangt. „Góðu hliðarnar eru þær að af það er komið illa fram við þig þá er léttara að segja stopp strax því þú veist að í dag má opinberlega styðja konur að því leyti og þú veist að manneskjan sem kemur þannig fram við þig er meðvituð um að þetta er ekki eitthvað sem muni gleymast strax.“Hera segist trúa því að breyttir tímar séu framundan í kjölfar Metoo-byltingarinnar.Vísir/GettyEkki í tísku að bergðast ekki við Hún segir að á endanum sé kvikmyndabransinn iðnaður sem sé meðvitaður um hvað sé „inn” og hvað sé það ekki, og akkúrat núna sé alls ekki í tísku að bregðast ekki við. „Sem er frábært. Það gerir það að verkum að það verða allir að breytast, annars eru þeir úreltir. Þess vegna er auðveldara í dag að reka leikara úr verkefnum fyrir slæma hegðun því framleiðendurnir vita að ef þeir halda honum á meðan þessi alda er í gangi þá mun fólk hreinlega sniðganga myndina eða sjónvarpsseríuna svo dæmi sé nefnt. Hvað það þýðir til lengri tíma kemur svo í ljós, en vonandi sé meira jafnrétti, hlustun og virðing svarið við þessu öllu saman.“ segir Hera.Trúir því að breyttir tímar séu framundan Síðastliðið haust réð hún sér auka umboðsmenn til að sinna hennar málum ytra. Hún fór á fund með yfirmanni umboðsskrifstofunnar sem fór yfir launajafnréttismál fyrirtækisins og hvernig hann vildi berjast fyrir þeim; hann standi í svoleiðis baráttu jafnvel fyrir heimsþekktar leikkonur sem við álítum fyrsta flokks og oft á tíðum mun frægari og meiri kempur en karlmótleikara þeirra sem hafa þó þrátt fyrir það alltaf í gegnum tíðina fengið hærra borgað. Þangað til í dag. „Mér finnst til dæmis áhugavert að hugsa með mér hvað Meryl Streep fékk borgað fyrir mynd eins og The Deer Hunter á sínum tíma, þar sem hún lék á móti mönnum eins og Robert DeNiro og Christopher Walken, þrátt fyrir að hún hafi verið ung og upprennandi leikkona og það því óneitanlega haft áhrif,“ segir Hera „Ekki að það sé eitthvað skólabókardæmi og kannski bara fáránlegt dæmi yfir höfuð, en svona þegar maður hugsar til stórmynda eins og þeirrar myndar frá þeim tíma koma alls konar svoleiðis spurningar upp þegar maður skoðar þær frá þessu sjónarhorni. Væntanlega eru til mun betri dæmi þar sem ennþá augljósara væri að konan ætti að vera metin að jöfnu og karlmótleikari hennar, hún jafnvel eldri og með meiri reynslu, en því miður hefur það bara alls ekki yfir höfuð áhrif. Maður gefur sér það svo oft að leikkonur eins og Meryl Streep hafi alltaf verið metnar að þeim verðleikum sem þær eru metnar í dag. Sérstaklega þar sem svo fáar þeirra náðu í bitastæð hlutverk á þeim tíma þar sem bransinn hafði ekki pláss fyrir fleiri stórleikkonur. Ég trúi því að það séu breyttir tímar fram undan.” Líkt og fyrr segir verður An Ordinary Man með Ben Kingsley og Heru Hilmarsdóttur sýnd á kvikmyndahátíðinni Stockfish dagana 2. og 9. mars, en hátíðin stendur til 11. mars.
Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Fleiri fréttir Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Sjá meira