Innlent

Grunaður um vopnalagabrot, hótanir og bruggun áfengis

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Lögregla hafði í mörgu að snúast í gærkvöldi og -nótt.
Lögregla hafði í mörgu að snúast í gærkvöldi og -nótt. Vísir/Vilhelm
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók mann í gærkvöldi sem grunaður er um töluverðan fjölda brota, þ.á.m. brot á vopnalögum og bruggun áfengis. Þá stöðvaði lögregla tvo sextán ára ökumenn, sem aldrei höfðust öðlast ökuréttindi, í gær og í nótt. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu.

Lögregla handtók fjölmarga ökumenn sem grunaðir voru um akstur undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna og reyndust margir þeirra auk þess án ökuréttinda. Tveir þessara ökumanna voru aðeins sextán ára. Í báðum tilvikum var málið tilkynnt til Barnaverndar og foreldrar ökumannanna kallaðir til.

Maður í annarlegu ástandi var handtekinn í Hafnarfirði laust fyrir klukkan tíu í gærkvöldi. Hann var grunaður um brot á vopnalögum, bruggun áfengis, vörslu fíkniefna, hótanir auk fleiri brota. Maðurinn var vistaður í fangageymslu.

Þá var ölvuð kona handtekin á skemmtistað á við Álfheima á þriðja tímanum í nótt. Konan var grunuð um líkamsárás og vistuð í fangageymslu vegna rannsóknar málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×