Stjórnarliðar hafa náð þriðjungi Austur-Ghouta á sitt vald Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 6. mars 2018 06:00 Stjórnarhermenn í Austur-Ghouta. Vísir/AFp Hermenn ríkisstjórnar Bashars al-Assad Sýrlandsforseta og aðrir bandamenn hans hafa tekið rúman þriðjung Austur-Ghouta. Assad-liðar hafa sett gífurlegan þunga í sókn sína undanfarnar vikur og drepið rúmlega 700 í árásum sínum, þar af fjölmörg börn. Frá þessu greindu eftirlitssamtökin Syrian Observatory for Human Rights í gær. Undanfarna viku hefur verið sótt á jörðu niðri en fyrir það varpaði stjórnarherinn sprengjum úr lofti. Daglegar pásur hafa verið í átökunum klukkan 9 til 14 undanfarna viku eftir að Rússar gáfu út fyrirskipun þess efnis. Var því fyrirkomulagi komið á þar sem enn bólar ekkert á innleiðingu ályktunar Öryggisráðs SÞ um 30 daga vopnahlé. Pásunum var komið á til að hægt væri að flytja nauðsynjar til þjáðra og þurfandi íbúa Austur-Ghouta og gera þeim kleift að flýja svæðið. Þótt vika sé liðin af hinum daglegu pásum kom fyrsta bílalest hjálparsamtaka ekki fyrr en í gær. Um var að ræða 46 vöruflutningabíla og fyrstu bílalestina sem kemur inn í Austur-Ghouta frá því um miðjan febrúar. Heimildarmaður Reuters hjá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni sagði að stjórnarliðar hefðu stöðvað flutningabílana og hirt um sjötíu prósent farmsins áður en bílalestin fékk að fara inn á svæðið. Hirtu þeir einkum lyf og skurðlækningatæki og er talið að það sé gert til að koma í veg fyrir að uppreisnarmenn fái læknisaðstoð. Birtist í Fréttablaðinu Sýrland Tengdar fréttir Vonar bara og biður að guð verndi börnin sín Fyrstu almennu borgararnir í Austur-Ghouta hafa flúið í daglegu átakahléi. Erindrekar SÞ eru öskuillir út í báðar fylkingar. Krefjast tafarlausrar innleiðingar vopnahlés. Segja fimm klukkustundir ekki duga til að koma aðstoð til þurfandi. 2. mars 2018 06:00 Hryllingurinn heldur áfram í Sýrlandi Sprengjum rigndi enn á íbúa Austur-Ghouta í gær og fórust tugir. Öryggisráðið ræðir um þrjátíu daga vopnahlé. Stríðið í Sýrlandi verður sífellt flóknara og fleiri aðilar dragast inn í átökin. 23. febrúar 2018 06:00 Tókst ekki að koma öllum neyðargögnum inn í Austur-Ghouta Ekki tókst að koma öllum neyðargögnum inn í Austur-Ghouta í dag en bílalest frá Sameinuðu þjóðunum sem flutti neyðargögn inn á stríðshrjáð svæðið þurfti frá að hverfa í miðri sprengjuárás. 5. mars 2018 23:24 Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Fleiri fréttir Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar „Ferðamannaparadísin“ Gasa líklega rædd á fundi Rubio og krónprinsins Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Blaðamenn AP í straffi hjá Hvíta húsinu vegna Mexíkóflóa Mette fulltrúi Norðurlanda á neyðarfundi í París Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Reiðubúinn til að senda hermenn til Úkraínu Ísraelar fá sprengjur frá Bandaríkjunum Átján létust í troðningi Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Sjá meira
Hermenn ríkisstjórnar Bashars al-Assad Sýrlandsforseta og aðrir bandamenn hans hafa tekið rúman þriðjung Austur-Ghouta. Assad-liðar hafa sett gífurlegan þunga í sókn sína undanfarnar vikur og drepið rúmlega 700 í árásum sínum, þar af fjölmörg börn. Frá þessu greindu eftirlitssamtökin Syrian Observatory for Human Rights í gær. Undanfarna viku hefur verið sótt á jörðu niðri en fyrir það varpaði stjórnarherinn sprengjum úr lofti. Daglegar pásur hafa verið í átökunum klukkan 9 til 14 undanfarna viku eftir að Rússar gáfu út fyrirskipun þess efnis. Var því fyrirkomulagi komið á þar sem enn bólar ekkert á innleiðingu ályktunar Öryggisráðs SÞ um 30 daga vopnahlé. Pásunum var komið á til að hægt væri að flytja nauðsynjar til þjáðra og þurfandi íbúa Austur-Ghouta og gera þeim kleift að flýja svæðið. Þótt vika sé liðin af hinum daglegu pásum kom fyrsta bílalest hjálparsamtaka ekki fyrr en í gær. Um var að ræða 46 vöruflutningabíla og fyrstu bílalestina sem kemur inn í Austur-Ghouta frá því um miðjan febrúar. Heimildarmaður Reuters hjá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni sagði að stjórnarliðar hefðu stöðvað flutningabílana og hirt um sjötíu prósent farmsins áður en bílalestin fékk að fara inn á svæðið. Hirtu þeir einkum lyf og skurðlækningatæki og er talið að það sé gert til að koma í veg fyrir að uppreisnarmenn fái læknisaðstoð.
Birtist í Fréttablaðinu Sýrland Tengdar fréttir Vonar bara og biður að guð verndi börnin sín Fyrstu almennu borgararnir í Austur-Ghouta hafa flúið í daglegu átakahléi. Erindrekar SÞ eru öskuillir út í báðar fylkingar. Krefjast tafarlausrar innleiðingar vopnahlés. Segja fimm klukkustundir ekki duga til að koma aðstoð til þurfandi. 2. mars 2018 06:00 Hryllingurinn heldur áfram í Sýrlandi Sprengjum rigndi enn á íbúa Austur-Ghouta í gær og fórust tugir. Öryggisráðið ræðir um þrjátíu daga vopnahlé. Stríðið í Sýrlandi verður sífellt flóknara og fleiri aðilar dragast inn í átökin. 23. febrúar 2018 06:00 Tókst ekki að koma öllum neyðargögnum inn í Austur-Ghouta Ekki tókst að koma öllum neyðargögnum inn í Austur-Ghouta í dag en bílalest frá Sameinuðu þjóðunum sem flutti neyðargögn inn á stríðshrjáð svæðið þurfti frá að hverfa í miðri sprengjuárás. 5. mars 2018 23:24 Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Fleiri fréttir Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar „Ferðamannaparadísin“ Gasa líklega rædd á fundi Rubio og krónprinsins Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Blaðamenn AP í straffi hjá Hvíta húsinu vegna Mexíkóflóa Mette fulltrúi Norðurlanda á neyðarfundi í París Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Reiðubúinn til að senda hermenn til Úkraínu Ísraelar fá sprengjur frá Bandaríkjunum Átján létust í troðningi Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Sjá meira
Vonar bara og biður að guð verndi börnin sín Fyrstu almennu borgararnir í Austur-Ghouta hafa flúið í daglegu átakahléi. Erindrekar SÞ eru öskuillir út í báðar fylkingar. Krefjast tafarlausrar innleiðingar vopnahlés. Segja fimm klukkustundir ekki duga til að koma aðstoð til þurfandi. 2. mars 2018 06:00
Hryllingurinn heldur áfram í Sýrlandi Sprengjum rigndi enn á íbúa Austur-Ghouta í gær og fórust tugir. Öryggisráðið ræðir um þrjátíu daga vopnahlé. Stríðið í Sýrlandi verður sífellt flóknara og fleiri aðilar dragast inn í átökin. 23. febrúar 2018 06:00
Tókst ekki að koma öllum neyðargögnum inn í Austur-Ghouta Ekki tókst að koma öllum neyðargögnum inn í Austur-Ghouta í dag en bílalest frá Sameinuðu þjóðunum sem flutti neyðargögn inn á stríðshrjáð svæðið þurfti frá að hverfa í miðri sprengjuárás. 5. mars 2018 23:24