Hætti í vinnunni og flytur nú inn rassabassakónginn Benedikt Bóas skrifar 7. mars 2018 06:00 Margrét Nana ákvað að skapa sína eigin hamingju og vera sinn eigin herra. Hún stendur fyrir taktfastri gleði á Húrra á föstudaginn þar sem gleðin verður við völd. Hún lofar að þetta sé fyrsta kvöldið af mörgum. Vísir/eyþór „Maður skapar sína eigin hamingju, var ekki einhver sem sagði það?“ segir Margrét Nana hjá Edgy Events en hún heldur sitt fyrsta partí á Húrra á föstudag þar sem enginn annar en rassabassakóngurinn DJ Assault treður upp. Margrét vaknaði einn daginn, búin að vera í sama starfi í 12 ár og ákvað að segja upp. Gera eitthvað allt annað, meira það sem hana langaði að gera. „Ég var verslunarstjóri og mig langaði að breyta til og prófa eitthvað nýtt. Ég hef mikið verið í kringum tónlistarfólk. Ég bý í miðbænum og er á mörgum svona viðburðakvöldum. Stundum hefur maður tuðað yfir gæðunum og mig langaði að gera mitt eigið. Í staðinn fyrir að kvarta og kveina úti í horni ákvað ég að gera þetta bara sjálf,“ segir hún.Dj Assault er kóngur ghettotechstefnunnar eða þeirrar tónlistar sem kennd er við „rassabassa“.„Þetta er fyrsta kvöldið undir þessu merki, Edge event, en ég er bara rétt að byrja,“ bætir hún við. Dj Assault sló í gegn árið 2001 með laginu Ass N Titties en hann hefur verið nefndur guðfaðir svokallaðrar ghettotech-stefnu eða þeirrar tónlistar sem kennd er við rassabassa. Þau Alvia sem og Intr0Beatz munu hita upp fyrir plötusnúðinn sem stoppar stutt hér á landi. „Hann varð frægur þegar hann gaf út þetta fræga lag sitt. Nýlega fór hann að gefa aftur út eftir að hafa legið í smá dvala. Hann fer til Amsterdam strax á laugardagsmorgun. Eiginlega um leið og hann er búinn að spila þá fer ég með hann upp á völl. Hann kemur á fimmtudeginum þannig að þetta er bara stutt stopp. Ég bauð honum reyndar að fara Gullna hringinn og í Bláa lónið og þetta klassíska en tíminn leyfði það ekki. Hann eiginlega kemur og fer.“Miðasala fer fram á tix.is en einnig verður selt inn við innganginn. „Það er eitthvað af miðum eftir. Það kostar 2.000 krónur inn sem er ekki neitt fyrir svona gott gigg,“ segir hún spennt fyrir sínu fyrsta kvöldi. Tónlist Tengdar fréttir Konungur klámfenginnar klúbbtónlistar mætir til landsins DJ Assault gerði allt brjálað með laginu Ass-N-Titties seint á síðustu öld. 20. febrúar 2018 08:00 Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Fleiri fréttir Ofurpar úr tennisheimum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Sjá meira
„Maður skapar sína eigin hamingju, var ekki einhver sem sagði það?“ segir Margrét Nana hjá Edgy Events en hún heldur sitt fyrsta partí á Húrra á föstudag þar sem enginn annar en rassabassakóngurinn DJ Assault treður upp. Margrét vaknaði einn daginn, búin að vera í sama starfi í 12 ár og ákvað að segja upp. Gera eitthvað allt annað, meira það sem hana langaði að gera. „Ég var verslunarstjóri og mig langaði að breyta til og prófa eitthvað nýtt. Ég hef mikið verið í kringum tónlistarfólk. Ég bý í miðbænum og er á mörgum svona viðburðakvöldum. Stundum hefur maður tuðað yfir gæðunum og mig langaði að gera mitt eigið. Í staðinn fyrir að kvarta og kveina úti í horni ákvað ég að gera þetta bara sjálf,“ segir hún.Dj Assault er kóngur ghettotechstefnunnar eða þeirrar tónlistar sem kennd er við „rassabassa“.„Þetta er fyrsta kvöldið undir þessu merki, Edge event, en ég er bara rétt að byrja,“ bætir hún við. Dj Assault sló í gegn árið 2001 með laginu Ass N Titties en hann hefur verið nefndur guðfaðir svokallaðrar ghettotech-stefnu eða þeirrar tónlistar sem kennd er við rassabassa. Þau Alvia sem og Intr0Beatz munu hita upp fyrir plötusnúðinn sem stoppar stutt hér á landi. „Hann varð frægur þegar hann gaf út þetta fræga lag sitt. Nýlega fór hann að gefa aftur út eftir að hafa legið í smá dvala. Hann fer til Amsterdam strax á laugardagsmorgun. Eiginlega um leið og hann er búinn að spila þá fer ég með hann upp á völl. Hann kemur á fimmtudeginum þannig að þetta er bara stutt stopp. Ég bauð honum reyndar að fara Gullna hringinn og í Bláa lónið og þetta klassíska en tíminn leyfði það ekki. Hann eiginlega kemur og fer.“Miðasala fer fram á tix.is en einnig verður selt inn við innganginn. „Það er eitthvað af miðum eftir. Það kostar 2.000 krónur inn sem er ekki neitt fyrir svona gott gigg,“ segir hún spennt fyrir sínu fyrsta kvöldi.
Tónlist Tengdar fréttir Konungur klámfenginnar klúbbtónlistar mætir til landsins DJ Assault gerði allt brjálað með laginu Ass-N-Titties seint á síðustu öld. 20. febrúar 2018 08:00 Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Fleiri fréttir Ofurpar úr tennisheimum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Sjá meira
Konungur klámfenginnar klúbbtónlistar mætir til landsins DJ Assault gerði allt brjálað með laginu Ass-N-Titties seint á síðustu öld. 20. febrúar 2018 08:00