Leggja til að alþjónustan verði boðin út Kristinn Ingi Jónsson skrifar 7. mars 2018 06:00 Bréfasendingum hefur fækkað verulega á síðustu árum. Vísir/Arnþór Kostnaður ríkissjóðs af því að sinna alþjónustu í póstflutningi gæti numið allt að 450 milljónum króna á ári samkvæmt mati Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands. Sérfræðingar stofnunarinnar telja margt mæla með því að ríkið bjóði þjónustuna út. Hvati til hagræðingar sé lítill þegar ríkið borgar reikninginn. Fram kemur í skýrslu Hagfræðistofnunar, sem gerð var opinber fyrir helgi, að mögulegt tap Íslandspósts af dreifingu og þjónustu A-pósts, sem borinn er út innanlands daginn eftir að hann er lagður í póst, kunni að verða nálægt 125 milljónum króna á ári. Íslandspóstur fer sem kunnugt er með einkarétt á dreifingu bréfa sem eru upp að 50 grömmum að þyngd. Hinn stóri kostnaðarliðurinn við að sinna grunnþjónustu í póstflutningum er póstdreifing í sveitum. Hagfræðingar stofnunarinnar telja að slík dreifing kosti sennilega ríflega 300 milljónum króna meira á ári en dreifing pósts annars staðar á landsbyggðinni. Að viðbættum kostnaði vegna flutninga fyrir meðal annars blinda gæti alþjónustubyrðin farið í um 450 milljónir króna á ári, að mati hagfræðinganna. Tekið er fram í skýrslunni að bréfasendingum fækki nokkuð hratt. Eftir því sem þörfin fyrir póstþjónustu minnki verði sú spurning áleitnari hvort hundruðum milljóna króna úr ríkissjóði á ári sé vel varið í slíka þjónustu. Auk þess sé lítil hvöt til þess að hagræða í póstrekstri þegar allur kostnaður er greiddur úr ríkissjóði. Leggur Hagfræðistofnun því til að alþjónustan verði boðin út í áföngum. Póstfyrirtæki gætu þá hagnast á því að finna leiðir til þess að dreifa pósti á hagkvæmari hátt en nú er gert. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Viðskipti innlent Lukkuhjól hlaðið vinningum á opnun Raflands Samstarf Fleiri fréttir Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Sjá meira
Kostnaður ríkissjóðs af því að sinna alþjónustu í póstflutningi gæti numið allt að 450 milljónum króna á ári samkvæmt mati Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands. Sérfræðingar stofnunarinnar telja margt mæla með því að ríkið bjóði þjónustuna út. Hvati til hagræðingar sé lítill þegar ríkið borgar reikninginn. Fram kemur í skýrslu Hagfræðistofnunar, sem gerð var opinber fyrir helgi, að mögulegt tap Íslandspósts af dreifingu og þjónustu A-pósts, sem borinn er út innanlands daginn eftir að hann er lagður í póst, kunni að verða nálægt 125 milljónum króna á ári. Íslandspóstur fer sem kunnugt er með einkarétt á dreifingu bréfa sem eru upp að 50 grömmum að þyngd. Hinn stóri kostnaðarliðurinn við að sinna grunnþjónustu í póstflutningum er póstdreifing í sveitum. Hagfræðingar stofnunarinnar telja að slík dreifing kosti sennilega ríflega 300 milljónum króna meira á ári en dreifing pósts annars staðar á landsbyggðinni. Að viðbættum kostnaði vegna flutninga fyrir meðal annars blinda gæti alþjónustubyrðin farið í um 450 milljónir króna á ári, að mati hagfræðinganna. Tekið er fram í skýrslunni að bréfasendingum fækki nokkuð hratt. Eftir því sem þörfin fyrir póstþjónustu minnki verði sú spurning áleitnari hvort hundruðum milljóna króna úr ríkissjóði á ári sé vel varið í slíka þjónustu. Auk þess sé lítil hvöt til þess að hagræða í póstrekstri þegar allur kostnaður er greiddur úr ríkissjóði. Leggur Hagfræðistofnun því til að alþjónustan verði boðin út í áföngum. Póstfyrirtæki gætu þá hagnast á því að finna leiðir til þess að dreifa pósti á hagkvæmari hátt en nú er gert.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Viðskipti innlent Lukkuhjól hlaðið vinningum á opnun Raflands Samstarf Fleiri fréttir Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Sjá meira