Leikmaður Pittsburgh Steelers setti af stað herferð til að fá LeBron James í NFL Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. mars 2018 09:00 Gæti þetta gerst? JuJu Smith-Schuster, leikmaður Pittsburgh Steelers í NFL-deildinni í amerískum fótbolta, setti í gærkvöldi af stað herferð í þeim tilgangi að fá LeBron James til að hætta í körfubolta og ganga í raðir Steelers-manna í NFL. Smith-Schuster tilkynnti um herferð sína á Twitter þar sem hann sagði að LeBron væri búinn að gera allt sem hægt er að gera og vinna allt sem hægt er að vinna í NBA og því væri um að gera að skipta um íþrótt. Steelers-maðurinn sagði enn fremur að LeBron yrði talinn besti íþróttamaður allra tíma ef hann skiptir um íþrótt og vinnur NFL-deildina með Steelers-liðinu sem er eitt það besta í deildinni. Hann er að vinna með myllumerkið #LeBronToPittsburgh.Announcing my official campaign to recruit @KingJames to the Pittsburgh Steelers for the 2018 season. LeBron has done everything in the NBA. He can be the best athlete EVER if he makes the move to the NFL and wins a Super Bowl with Steeler Nation... #LeBronToPittsburgh pic.twitter.com/5VLcjIPpSO— JuJu Smith-Schuster (@TeamJuJu) March 6, 2018 LeBron James var ljómandi góður útherji í amerískum fótbolta þegar að hann spilaði íþróttina í menntaskóla áður en hann lagði körfuboltann fyrir sig sem var fínasta ákvörðun. Smith-Schuster laug engu þegar að hann sagði LeBron búin að vinna allt sem í boði er, en þessi ótrúlegi körfuboltamaður hefur farið átta sinnum í lokaúrslit NBA, unnið þrjá titla, þrisvar sinnum verið kjörinn besti leikmaður lokaúrslitanna, fjórtán sinnum valinn í Stjörnuleikinn og fjórum sinnum kjörinn besti leikmaður deildarinnar. Opni markaðurinn í NFL-deildinni fer brátt af stað sem er ein ástæða þess að Steelers-maðurinn er að setja þessa herferð af stað núna, en þó Cleveland sé ekki líklegasta liðið til að fara í lokaúrslitin núna er hætt við því að LeBron James verði upptekinn í NBA allavega fram í maí. NFL Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Sjá meira
JuJu Smith-Schuster, leikmaður Pittsburgh Steelers í NFL-deildinni í amerískum fótbolta, setti í gærkvöldi af stað herferð í þeim tilgangi að fá LeBron James til að hætta í körfubolta og ganga í raðir Steelers-manna í NFL. Smith-Schuster tilkynnti um herferð sína á Twitter þar sem hann sagði að LeBron væri búinn að gera allt sem hægt er að gera og vinna allt sem hægt er að vinna í NBA og því væri um að gera að skipta um íþrótt. Steelers-maðurinn sagði enn fremur að LeBron yrði talinn besti íþróttamaður allra tíma ef hann skiptir um íþrótt og vinnur NFL-deildina með Steelers-liðinu sem er eitt það besta í deildinni. Hann er að vinna með myllumerkið #LeBronToPittsburgh.Announcing my official campaign to recruit @KingJames to the Pittsburgh Steelers for the 2018 season. LeBron has done everything in the NBA. He can be the best athlete EVER if he makes the move to the NFL and wins a Super Bowl with Steeler Nation... #LeBronToPittsburgh pic.twitter.com/5VLcjIPpSO— JuJu Smith-Schuster (@TeamJuJu) March 6, 2018 LeBron James var ljómandi góður útherji í amerískum fótbolta þegar að hann spilaði íþróttina í menntaskóla áður en hann lagði körfuboltann fyrir sig sem var fínasta ákvörðun. Smith-Schuster laug engu þegar að hann sagði LeBron búin að vinna allt sem í boði er, en þessi ótrúlegi körfuboltamaður hefur farið átta sinnum í lokaúrslit NBA, unnið þrjá titla, þrisvar sinnum verið kjörinn besti leikmaður lokaúrslitanna, fjórtán sinnum valinn í Stjörnuleikinn og fjórum sinnum kjörinn besti leikmaður deildarinnar. Opni markaðurinn í NFL-deildinni fer brátt af stað sem er ein ástæða þess að Steelers-maðurinn er að setja þessa herferð af stað núna, en þó Cleveland sé ekki líklegasta liðið til að fara í lokaúrslitin núna er hætt við því að LeBron James verði upptekinn í NBA allavega fram í maí.
NFL Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Sjá meira