Guðmundur Andri segir samræmd próf skapa ævintýraleg leiðindi hjá nemendum Heimir Már Pétursson skrifar 8. mars 2018 19:00 Menntamálaráðherra hefur boðað alla helstu hagsmunaaðila á sinn fund í næstu viku vegna þeirra mistaka sem urðu við framkvæmd samræmds prófs í íslensku í grunnskólum landsins í gær. Ráðherra segir rauð ljós loga víða í menntakerfinu. Guðmundur Andri Thorsson þingmaður Samfylkingarinnar gerði mistök sem urðu við framkvæmd samræmds prófs í íslensku í grunnskólum landsins í gær að umtalsefni í fyrirspurn til menntamálaráðherra á Alþingi í dag. En hann vitnaði einnig til gagnrýni Eiríks Rögnvaldssonar prófessors á sjálfum samræmdi prófunum í íslensku. Þau mældu illa raunverulega þekkingu á íslensku máli, leiddu nemendur í gildrur auk þess sem villur hafi reynst vera í prófinu. „Íslenskunám nemenda grunnskóla fer mikið í að búa sig undir þessi próf með tilheyrandi ævintýralegum leiðindum og jafnvel áralangri andúð á íslenskri tungu og íslenskum bókmenntum,“ sagði Guðmundur Andri. Þingmaðurinn spurði menntamálaráðherra hvað þessi samræmdu próf ættu að mæla og hvort þau hefðu bætt skólastarfið. Í morgun sendi menntamálaráðuneytið frá sér yfirlýsingu þar sem mistökin við próftökuna í gær voru hörmuð. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segist hafa fundað með forstjóra Menntamálastofnunar í gær vegna málsins. „Í kjölfarið hef ég ákveðið að boða alla hagsmunaaðila á fund minn næst komandi miðvikudag. Til að fara yfir þessa stöðu og taka ákvörðun um hvað verður gert vegna þessarar stöðu sem er komin upp,“ sagði Lilja. Hagsmunir nemenda verði hafðir að leiðarljósi í því mati. Hins vegar telur Lilja ekki komið að því að ákveða um framtíð samræmdu prófanna almennt sem þurfi að undirbúa vel. „Ég tel að það sé mjög brýnt að skoða þessi mál og athuga hvað á við í dag og hvað á ekki við. Við stöndum á ákveðnum tímamótum í menntamálum þjóðarinnar. Við erum á rauðu ljósi mjög víða,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir. Alþingi Íslenska á tækniöld Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Prófið verði annað hvort tekið aftur eða fellt niður Þá kemur einnig fram að fyrirlögn samræmds könnunarprófs í stærðfræði í dag hafi gengið vel. 8. mars 2018 11:50 Ráðherra um stöðu menntamála: „Við erum á rauðu ljósi mjög víða“ Lilja Alfreðsdóttir, mennta-og menningarmálaráðherra, segir tilefni til þess að skoða það hvort að samræmd próf í grunnskólum landsins eigi enn við í dag eða ekki. 8. mars 2018 11:53 Harmar mistök við framkvæmd samræmdra prófa í íslensku Mennta- og menningarmálaráðuneyti harmar að framkvæmd samræmdra prófa í íslensku í 9. bekk hafi mistekist með tilheyrandi óþægindum fyrir nemendur og kennara. 8. mars 2018 10:33 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sjá meira
Menntamálaráðherra hefur boðað alla helstu hagsmunaaðila á sinn fund í næstu viku vegna þeirra mistaka sem urðu við framkvæmd samræmds prófs í íslensku í grunnskólum landsins í gær. Ráðherra segir rauð ljós loga víða í menntakerfinu. Guðmundur Andri Thorsson þingmaður Samfylkingarinnar gerði mistök sem urðu við framkvæmd samræmds prófs í íslensku í grunnskólum landsins í gær að umtalsefni í fyrirspurn til menntamálaráðherra á Alþingi í dag. En hann vitnaði einnig til gagnrýni Eiríks Rögnvaldssonar prófessors á sjálfum samræmdi prófunum í íslensku. Þau mældu illa raunverulega þekkingu á íslensku máli, leiddu nemendur í gildrur auk þess sem villur hafi reynst vera í prófinu. „Íslenskunám nemenda grunnskóla fer mikið í að búa sig undir þessi próf með tilheyrandi ævintýralegum leiðindum og jafnvel áralangri andúð á íslenskri tungu og íslenskum bókmenntum,“ sagði Guðmundur Andri. Þingmaðurinn spurði menntamálaráðherra hvað þessi samræmdu próf ættu að mæla og hvort þau hefðu bætt skólastarfið. Í morgun sendi menntamálaráðuneytið frá sér yfirlýsingu þar sem mistökin við próftökuna í gær voru hörmuð. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segist hafa fundað með forstjóra Menntamálastofnunar í gær vegna málsins. „Í kjölfarið hef ég ákveðið að boða alla hagsmunaaðila á fund minn næst komandi miðvikudag. Til að fara yfir þessa stöðu og taka ákvörðun um hvað verður gert vegna þessarar stöðu sem er komin upp,“ sagði Lilja. Hagsmunir nemenda verði hafðir að leiðarljósi í því mati. Hins vegar telur Lilja ekki komið að því að ákveða um framtíð samræmdu prófanna almennt sem þurfi að undirbúa vel. „Ég tel að það sé mjög brýnt að skoða þessi mál og athuga hvað á við í dag og hvað á ekki við. Við stöndum á ákveðnum tímamótum í menntamálum þjóðarinnar. Við erum á rauðu ljósi mjög víða,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir.
Alþingi Íslenska á tækniöld Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Prófið verði annað hvort tekið aftur eða fellt niður Þá kemur einnig fram að fyrirlögn samræmds könnunarprófs í stærðfræði í dag hafi gengið vel. 8. mars 2018 11:50 Ráðherra um stöðu menntamála: „Við erum á rauðu ljósi mjög víða“ Lilja Alfreðsdóttir, mennta-og menningarmálaráðherra, segir tilefni til þess að skoða það hvort að samræmd próf í grunnskólum landsins eigi enn við í dag eða ekki. 8. mars 2018 11:53 Harmar mistök við framkvæmd samræmdra prófa í íslensku Mennta- og menningarmálaráðuneyti harmar að framkvæmd samræmdra prófa í íslensku í 9. bekk hafi mistekist með tilheyrandi óþægindum fyrir nemendur og kennara. 8. mars 2018 10:33 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sjá meira
Prófið verði annað hvort tekið aftur eða fellt niður Þá kemur einnig fram að fyrirlögn samræmds könnunarprófs í stærðfræði í dag hafi gengið vel. 8. mars 2018 11:50
Ráðherra um stöðu menntamála: „Við erum á rauðu ljósi mjög víða“ Lilja Alfreðsdóttir, mennta-og menningarmálaráðherra, segir tilefni til þess að skoða það hvort að samræmd próf í grunnskólum landsins eigi enn við í dag eða ekki. 8. mars 2018 11:53
Harmar mistök við framkvæmd samræmdra prófa í íslensku Mennta- og menningarmálaráðuneyti harmar að framkvæmd samræmdra prófa í íslensku í 9. bekk hafi mistekist með tilheyrandi óþægindum fyrir nemendur og kennara. 8. mars 2018 10:33