Aftur vandræði með samræmdu prófin: „Þarf ekki bara að endurræsa Menntamálastofnun?“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. mars 2018 09:24 Samræmdu prófin eru rafræn og alfarið tekin á tölvu. Vísir/Getty Samræmdu prófunum í ensku fyrir 9.bekk hefur verið frestað eftir að vandræði komu upp. Þriðja og síðasta prófið, í ensku, átti að hefjast klukkan níu en prófakerfið virkaði ekki sem skyldi. Þetta kemur fram á Facebook-síðu Menntamálastofnunar en þar segir að mikið álag hafi verið prófakerfinu og greindu kennarar frá því að illa gengi fyrir nemendur að komast inn í prófin. Þau eru rafræn og alfarið tekin á tölvu. Segir Menntamálastofnun að prófakerfið hafi verið endurræst eftir að vandinn kom upp og stóðu vonir til þess að það myndi laga vandann. Það tókst hins vegar ekki og var því ákveðið að fresta prófinu.Óánægja meðal kennara Í umræðum við færslur á Facebook-síðu Menntamálastofnunnar í morgun má sjá að kennarar eru margir hverjir mjög óánægðir með vandræðin sem komið hafa upp. Illa gekk að leggja fyrir samræmt próf í íslensku á miðvikudaginn þar sem fjölmargir nemendur áttu í vandræðum með að komast inn í prófið.Sjá má að nemendur í skólum víða um land, allt frá Suðureyri til höfuðborgarsvæðisins hafi ýmist dottið út úr prófinu eða ekki komist inn í það. „Hér í Hörðuvallaskóla er meirihluti nemenda dottinn út þessa stundina, hafa verið að detta út og inn á víxl en nú er eins og þetta sé að verða svipað ástand og á miðvikudaginn,“ skrifar Ágúst Fríman Jakobsson, skólastjóri Hörðuvallaskóla í Kópavogi.Skjáskot af umræðum kennara við færslu Menntamálastofnunar á Facebook.Ásta F. Flosadóttir, skólastjóri, birtir myndband þar sem sjá má að 9. bekkingar í skólanum sem biðu eftir að komast inn hafi tekið upp á því að spila á spil á meðan beðið var eftir að prófkerfið myndi detta inn. Eru kennarar og skólastjórnendur mjög gagnrýnir á Menntamálastofnun og spyr einn hvort ekki þurfi „bara að endurræsa Menntamálastofnun?“Gekk vel í gær Eins og fyrr segir komu upp vandræði með netþjón á miðvikudaginn þegar samræmd próf í íslensku voru lögð fyrir. Þurftu nemendur þá að bíða í allt að tvo tíma eftir að tekin var ákvörðun um að heimila skólum að fresta töku prófsins. Eru kennarar upp til hópa sammála nú að ekki verðið beðið svo lengi, ef marka má umræður við Facebook-færslur Menntamálastofnunar Í gær var samræmt próf í stærðfræði lagt fyrir nemendur og virðist það hafa gengið án vandkvæða. Það próf verður annað hvort fellt niður eða tekið aftur en ekki hefur verið tekið ákvörðun um hvort verður fyrir valinu.Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum um frestun prófsins. Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Fá að fresta samræmdu prófi eftir vandræði með netþjón í Evrópu Vandræði með netþjón sem staðsettur er í Evrópu urðu til þess að erfiðlega gekk fyrir 9. bekkinga í grunnskólum víða um land að taka samræmt könnunarpróf í íslensku 7. mars 2018 11:33 Prófið verði annað hvort tekið aftur eða fellt niður Þá kemur einnig fram að fyrirlögn samræmds könnunarprófs í stærðfræði í dag hafi gengið vel. 8. mars 2018 11:50 Harmar mistök við framkvæmd samræmdra prófa í íslensku Mennta- og menningarmálaráðuneyti harmar að framkvæmd samræmdra prófa í íslensku í 9. bekk hafi mistekist með tilheyrandi óþægindum fyrir nemendur og kennara. 8. mars 2018 10:33 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Fleiri fréttir Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Sjá meira
Samræmdu prófunum í ensku fyrir 9.bekk hefur verið frestað eftir að vandræði komu upp. Þriðja og síðasta prófið, í ensku, átti að hefjast klukkan níu en prófakerfið virkaði ekki sem skyldi. Þetta kemur fram á Facebook-síðu Menntamálastofnunar en þar segir að mikið álag hafi verið prófakerfinu og greindu kennarar frá því að illa gengi fyrir nemendur að komast inn í prófin. Þau eru rafræn og alfarið tekin á tölvu. Segir Menntamálastofnun að prófakerfið hafi verið endurræst eftir að vandinn kom upp og stóðu vonir til þess að það myndi laga vandann. Það tókst hins vegar ekki og var því ákveðið að fresta prófinu.Óánægja meðal kennara Í umræðum við færslur á Facebook-síðu Menntamálastofnunnar í morgun má sjá að kennarar eru margir hverjir mjög óánægðir með vandræðin sem komið hafa upp. Illa gekk að leggja fyrir samræmt próf í íslensku á miðvikudaginn þar sem fjölmargir nemendur áttu í vandræðum með að komast inn í prófið.Sjá má að nemendur í skólum víða um land, allt frá Suðureyri til höfuðborgarsvæðisins hafi ýmist dottið út úr prófinu eða ekki komist inn í það. „Hér í Hörðuvallaskóla er meirihluti nemenda dottinn út þessa stundina, hafa verið að detta út og inn á víxl en nú er eins og þetta sé að verða svipað ástand og á miðvikudaginn,“ skrifar Ágúst Fríman Jakobsson, skólastjóri Hörðuvallaskóla í Kópavogi.Skjáskot af umræðum kennara við færslu Menntamálastofnunar á Facebook.Ásta F. Flosadóttir, skólastjóri, birtir myndband þar sem sjá má að 9. bekkingar í skólanum sem biðu eftir að komast inn hafi tekið upp á því að spila á spil á meðan beðið var eftir að prófkerfið myndi detta inn. Eru kennarar og skólastjórnendur mjög gagnrýnir á Menntamálastofnun og spyr einn hvort ekki þurfi „bara að endurræsa Menntamálastofnun?“Gekk vel í gær Eins og fyrr segir komu upp vandræði með netþjón á miðvikudaginn þegar samræmd próf í íslensku voru lögð fyrir. Þurftu nemendur þá að bíða í allt að tvo tíma eftir að tekin var ákvörðun um að heimila skólum að fresta töku prófsins. Eru kennarar upp til hópa sammála nú að ekki verðið beðið svo lengi, ef marka má umræður við Facebook-færslur Menntamálastofnunar Í gær var samræmt próf í stærðfræði lagt fyrir nemendur og virðist það hafa gengið án vandkvæða. Það próf verður annað hvort fellt niður eða tekið aftur en ekki hefur verið tekið ákvörðun um hvort verður fyrir valinu.Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum um frestun prófsins.
Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Fá að fresta samræmdu prófi eftir vandræði með netþjón í Evrópu Vandræði með netþjón sem staðsettur er í Evrópu urðu til þess að erfiðlega gekk fyrir 9. bekkinga í grunnskólum víða um land að taka samræmt könnunarpróf í íslensku 7. mars 2018 11:33 Prófið verði annað hvort tekið aftur eða fellt niður Þá kemur einnig fram að fyrirlögn samræmds könnunarprófs í stærðfræði í dag hafi gengið vel. 8. mars 2018 11:50 Harmar mistök við framkvæmd samræmdra prófa í íslensku Mennta- og menningarmálaráðuneyti harmar að framkvæmd samræmdra prófa í íslensku í 9. bekk hafi mistekist með tilheyrandi óþægindum fyrir nemendur og kennara. 8. mars 2018 10:33 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Fleiri fréttir Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Sjá meira
Fá að fresta samræmdu prófi eftir vandræði með netþjón í Evrópu Vandræði með netþjón sem staðsettur er í Evrópu urðu til þess að erfiðlega gekk fyrir 9. bekkinga í grunnskólum víða um land að taka samræmt könnunarpróf í íslensku 7. mars 2018 11:33
Prófið verði annað hvort tekið aftur eða fellt niður Þá kemur einnig fram að fyrirlögn samræmds könnunarprófs í stærðfræði í dag hafi gengið vel. 8. mars 2018 11:50
Harmar mistök við framkvæmd samræmdra prófa í íslensku Mennta- og menningarmálaráðuneyti harmar að framkvæmd samræmdra prófa í íslensku í 9. bekk hafi mistekist með tilheyrandi óþægindum fyrir nemendur og kennara. 8. mars 2018 10:33