Stormar í vatnsglösum Haukur Örn Birgisson skrifar 20. febrúar 2018 07:00 Einn stjórnmálaflokkur gefur sig út fyrir að vera lýðræðislegri en aðrir og ástunda vandaðri vinnubrögð en gengur og gerist í íslenskri pólitík. Það er flokkur Pírata. Flokkurinn gerir ríkar kröfur – í það minnsta til annarra – og útilokar gjarnan samstarf við þá sem ekki uppfylla þessar kröfur. Þetta, ásamt öðru, hefur valdið nokkrum vandræðagangi við myndun ríkisstjórna á Íslandi undanfarin ár, enda gerir íslenskt lýðræðisfyrirkomulag beinlínis ráð fyrir því að ólíkir stjórnmálaflokkar vinni saman. Nú hefur fulltrúi Pírata í borgarstjórn gengið skrefinu lengra. Í tilefni af algjöru smámáli um setu Eyþórs Arnalds á fundi borgarstjóra með þingmönnum hefur Halldór Auðar Svansson borgarfulltrúi gert skriflega kröfu um að forsætisráðherra landsins tjái sig opinberlega um málið og að utanríkisráðherrann biðjist afsökunar á framferði sínu á fundinum. Verði ráðherrarnir tveir ekki við kröfum borgarfulltrúans mun hann ekki mæta á fleiri fundi með fulltrúum ríkisstjórnarinnar, Vinstri-grænum, Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki. Það munar ekki um það. Aðalritari Sameinuðu þjóðanna má prísa sig sælan að hafa sloppið við afarkosti borgarfulltrúans. Svona dramatískar yfirlýsingar af litlu tilefni hljóta á endanum að einangra þá stjórnmálamenn sem þær gefa og vekja upp spurningar hvort fólkið sem svona starfar geti nokkuð gengið að því vísu að aðrir vilji starfa með þeim sjálfum. Búmerangið kemur að lokum í hnakkann á þeim. Það er einkenni frjáls og opins lýðræðisþjóðfélags að þar takast menn á og eru ósammála um markmið, leiðir og vinnubrögð. Sá sem sífellt hneykslast eða móðgast og lætur ágreininginn ekki aðeins koma í veg fyrir samstarf heldur einnig samtal, vinnur lýðræðinu ekki gagn heldur ógagn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Örn Birgisson Mest lesið Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Einn stjórnmálaflokkur gefur sig út fyrir að vera lýðræðislegri en aðrir og ástunda vandaðri vinnubrögð en gengur og gerist í íslenskri pólitík. Það er flokkur Pírata. Flokkurinn gerir ríkar kröfur – í það minnsta til annarra – og útilokar gjarnan samstarf við þá sem ekki uppfylla þessar kröfur. Þetta, ásamt öðru, hefur valdið nokkrum vandræðagangi við myndun ríkisstjórna á Íslandi undanfarin ár, enda gerir íslenskt lýðræðisfyrirkomulag beinlínis ráð fyrir því að ólíkir stjórnmálaflokkar vinni saman. Nú hefur fulltrúi Pírata í borgarstjórn gengið skrefinu lengra. Í tilefni af algjöru smámáli um setu Eyþórs Arnalds á fundi borgarstjóra með þingmönnum hefur Halldór Auðar Svansson borgarfulltrúi gert skriflega kröfu um að forsætisráðherra landsins tjái sig opinberlega um málið og að utanríkisráðherrann biðjist afsökunar á framferði sínu á fundinum. Verði ráðherrarnir tveir ekki við kröfum borgarfulltrúans mun hann ekki mæta á fleiri fundi með fulltrúum ríkisstjórnarinnar, Vinstri-grænum, Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki. Það munar ekki um það. Aðalritari Sameinuðu þjóðanna má prísa sig sælan að hafa sloppið við afarkosti borgarfulltrúans. Svona dramatískar yfirlýsingar af litlu tilefni hljóta á endanum að einangra þá stjórnmálamenn sem þær gefa og vekja upp spurningar hvort fólkið sem svona starfar geti nokkuð gengið að því vísu að aðrir vilji starfa með þeim sjálfum. Búmerangið kemur að lokum í hnakkann á þeim. Það er einkenni frjáls og opins lýðræðisþjóðfélags að þar takast menn á og eru ósammála um markmið, leiðir og vinnubrögð. Sá sem sífellt hneykslast eða móðgast og lætur ágreininginn ekki aðeins koma í veg fyrir samstarf heldur einnig samtal, vinnur lýðræðinu ekki gagn heldur ógagn.
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun