Dæmdur fjárkúgari lagði Landsbankann Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. febrúar 2018 10:45 G.T. Samsteypan tók 13 milljóna króna lán frá Landsbankanum árið 2006. Um var að ræða svokallað fjölmyntalán. Vísir/GVA Héraðsdómur Reykjavíkur hefur komist að þeirri niðurstöðu að skuld tveggja manna við Landsbankann vegna láns sem tekið var í janúar 2006 sé fyrnd. Nafnarnir, Guðmundur Tryggvi Ásbergsson og Guðmundur Tryggvi Sigurðsson, gengust í sjálfskuldarábyrgð á 13 milljóna króna lánum fyrir G.T. samsteypuna sem samkvæmt upplýsingum af vef ríkisskattstjóra sérhæfði sig í smásölu á íþrótta- og tómstundabúnaði í sérverslunum. Um var að ræða fjölmyntalán til átján mánaða þar sem vexti skyldi greiða á sex mánaða fresti og upphæðina í heild að átján mánuðum liðnum. Lánið var ekki greitt á umsömdum gjalddaga og gerðu Landsbankinn og G.T. samsteypan endurtekið með sér viðauka þar sem greiðslu lánsins var frestað, allt til ársins 2010. Gjaldþrota árið 2013 Um það leyti voru komin upp dómsmál varðandi sambærilega lánssamninga er vörðuðu gengistryggingu. Í kjölfar dóma var lánið endurreiknað en það hafði þá verið komið í 39 milljónir króna. Eftir endurreikning stóð það í rúmri 21 milljón króna. G.T. samsteypan var tekin til gjaldþrotaskipta í janúar 2013. Landsbankinn gerði kröfu í þrotabúið en engar eignir fundust í búinu. Í kjölfar frekari dóma er vörðuðu lánssamninga með gengistryggingu var lánið enn á ný endurreiknað og skuld nafnanna metin tæplega 16 milljón krónur sem er sú upphæð sem reynt var að innheimta árið 2014. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að lán nafnanna hefði verið fyrnd á þeim tíma sem Landsbankinn stefndi þeim árið 2014. Lokagjalddagi lánsins samkvæmt síðasta samningsviðauka var í mars 2010. Lögum samkvæmt fyrnist krafa Landsbankans á grundvelli ábyrgðaryfirlýsingar á fjórum árum frá því krafan varð gjaldkræf, í mars 2010. Var hún því fyrnd þegar innheimtuaðgerðir hófust árið 2014. Sömuleiðis þegar stefnt var í málinu 2017. Voru nafnarnir því sýknaðir af kröfum Landsbankans sem hefur nú frest til að ákveða hvort málinu verði áfrýjað til Landsréttar. Hótaði hjónum dauða Guðmundur Tryggvi Ásbergsson hefur komist í fréttirnar undanfarin ár af ýmsum sökum. Sumarið 2015 vildi hann aðili kaupa rúmlega hundrað íbúðir í eigu Fasteigna Ísafjarðarbæjar. Bauð hann hálfan milljarð í íbúðirnar en tilboðinu var hafnað af Ísafjarðarbæ. Þá hlaut Guðmundur Tryggvi í árslok 2014 árs fangelsisdóm, að mestu skilorðsbundinn, fyrir að reyna að kúga hundrað milljónir króna af hjónum á Ísafirði. Hótaði hann hjónunum líkamlegu ofbeldi og dauða í bréfi sem hann sendi hjónunum. Neytendur Tengdar fréttir Maðurinn sem vill kaupa íbúðir Ísafjarðarbæjar hlaut dóm í fyrra fyrir tilraun til fjárkúgunar Reyndi að kúga 100 milljónir af hjónum á Ísafirði. 16. júlí 2015 12:05 Ætla að klára mestallan endurreikning fyrir áramót Landsbankinn er byrjaður að endurreikna ólögmæt gengislán, í kjölfar dóms Hæstaréttar frá því í lok maí. 15. júní 2013 10:00 Mest lesið Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Origo kaupir Kappa Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur komist að þeirri niðurstöðu að skuld tveggja manna við Landsbankann vegna láns sem tekið var í janúar 2006 sé fyrnd. Nafnarnir, Guðmundur Tryggvi Ásbergsson og Guðmundur Tryggvi Sigurðsson, gengust í sjálfskuldarábyrgð á 13 milljóna króna lánum fyrir G.T. samsteypuna sem samkvæmt upplýsingum af vef ríkisskattstjóra sérhæfði sig í smásölu á íþrótta- og tómstundabúnaði í sérverslunum. Um var að ræða fjölmyntalán til átján mánaða þar sem vexti skyldi greiða á sex mánaða fresti og upphæðina í heild að átján mánuðum liðnum. Lánið var ekki greitt á umsömdum gjalddaga og gerðu Landsbankinn og G.T. samsteypan endurtekið með sér viðauka þar sem greiðslu lánsins var frestað, allt til ársins 2010. Gjaldþrota árið 2013 Um það leyti voru komin upp dómsmál varðandi sambærilega lánssamninga er vörðuðu gengistryggingu. Í kjölfar dóma var lánið endurreiknað en það hafði þá verið komið í 39 milljónir króna. Eftir endurreikning stóð það í rúmri 21 milljón króna. G.T. samsteypan var tekin til gjaldþrotaskipta í janúar 2013. Landsbankinn gerði kröfu í þrotabúið en engar eignir fundust í búinu. Í kjölfar frekari dóma er vörðuðu lánssamninga með gengistryggingu var lánið enn á ný endurreiknað og skuld nafnanna metin tæplega 16 milljón krónur sem er sú upphæð sem reynt var að innheimta árið 2014. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að lán nafnanna hefði verið fyrnd á þeim tíma sem Landsbankinn stefndi þeim árið 2014. Lokagjalddagi lánsins samkvæmt síðasta samningsviðauka var í mars 2010. Lögum samkvæmt fyrnist krafa Landsbankans á grundvelli ábyrgðaryfirlýsingar á fjórum árum frá því krafan varð gjaldkræf, í mars 2010. Var hún því fyrnd þegar innheimtuaðgerðir hófust árið 2014. Sömuleiðis þegar stefnt var í málinu 2017. Voru nafnarnir því sýknaðir af kröfum Landsbankans sem hefur nú frest til að ákveða hvort málinu verði áfrýjað til Landsréttar. Hótaði hjónum dauða Guðmundur Tryggvi Ásbergsson hefur komist í fréttirnar undanfarin ár af ýmsum sökum. Sumarið 2015 vildi hann aðili kaupa rúmlega hundrað íbúðir í eigu Fasteigna Ísafjarðarbæjar. Bauð hann hálfan milljarð í íbúðirnar en tilboðinu var hafnað af Ísafjarðarbæ. Þá hlaut Guðmundur Tryggvi í árslok 2014 árs fangelsisdóm, að mestu skilorðsbundinn, fyrir að reyna að kúga hundrað milljónir króna af hjónum á Ísafirði. Hótaði hann hjónunum líkamlegu ofbeldi og dauða í bréfi sem hann sendi hjónunum.
Neytendur Tengdar fréttir Maðurinn sem vill kaupa íbúðir Ísafjarðarbæjar hlaut dóm í fyrra fyrir tilraun til fjárkúgunar Reyndi að kúga 100 milljónir af hjónum á Ísafirði. 16. júlí 2015 12:05 Ætla að klára mestallan endurreikning fyrir áramót Landsbankinn er byrjaður að endurreikna ólögmæt gengislán, í kjölfar dóms Hæstaréttar frá því í lok maí. 15. júní 2013 10:00 Mest lesið Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Origo kaupir Kappa Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Sjá meira
Maðurinn sem vill kaupa íbúðir Ísafjarðarbæjar hlaut dóm í fyrra fyrir tilraun til fjárkúgunar Reyndi að kúga 100 milljónir af hjónum á Ísafirði. 16. júlí 2015 12:05
Ætla að klára mestallan endurreikning fyrir áramót Landsbankinn er byrjaður að endurreikna ólögmæt gengislán, í kjölfar dóms Hæstaréttar frá því í lok maí. 15. júní 2013 10:00