Þjónustufólk Hinriks prins meðal fárra gesta við útför hans Heimir Már Pétursson skrifar 20. febrúar 2018 19:15 Einungis konungsfjölskyldan, aðrir ættingjar, vinir og samstarfsfólk var viðstatt látlausa útför Hinriks prins eiginmanns Margrétar Danadrottningar í dag. Hinrik prins hafði sjálfur óskað eftir því að útför hans yrði látlaus en um 60 manns var boðið til hennar. Öllum kirkjuklukkum í Danmörku var hringt áður en athöfnin hófst og að henni lokinni. Margrét Þórhildur drottning systur hennar tvær, synir hennar, eiginkonur þeirra og börn mættu til útfararinnar í eðalbílum drottningar. Athygli vakti að Alexandra fyrrverandi eiginkona Jóakims prins mætti einnig. Þá voru bræður og systur Hinriks komin frá Frakklandi til að vera við útförina. Fulltrúar hins opinbera voru Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra og Pia Kjærsgaardt forseti þingsins ásamt Thomas Rørdam forseta Hæstaréttar. Sendiherra Frakklands í Danmörku François Zimeray var einnig við útförina. Danskir fréttaskýrendur sögðu það mjög í anda Hinriks að þjónustufólk hans var meðal gesta. Meðal annarra Anker Andersen sem var herbergisþjónn Hinriks í fjörtíu ár og var honum mikil stoð og stytta þegar hann kom fyrst til Danmerkur. Erik Norman Svendsen sérlegur prestur konungsfjölskyldunnar þjónaði fyrir altari í útförinni og fór með minningarorð um prinsinn. Hann hafi alla tíð þjónað Margréti drottningu í embætti, en heima í höllinni hafi hann verið húsbóndinn sem stjórnaði uppeldi sonanna og húshaldinu. Prinsinn hafi kynnt franskar hefðir fyrir Dönum og hengt hatt sinn þar sem honum hentaði. Hinrik hafi verið listamaður, spilað á píanó, samið ljóð, gert höggmyndir og gefið út matreiðslubækur. En saman hafi drottningin og hann þýtt skáldsögu Simone De Beauvoir, „Allir menn eru dauðlegir“ yfir á dönsku. Kista prinsins var borin úr kirkju af lífvarðarsveit drottningar og hermenn stóðu heiðursvörð. Kóngafólk Danmörk Margrét Þórhildur II Danadrottning Tengdar fréttir Andlát Hinriks prins: Danskur ráðherra sakar Dani um hræsni Menningarmálaráðherra Danmerkur sakar í dag Dani um hræsni þegar þeir hylla prinsinn að honum gengnum, en stríddu og hæddust að honum þegar hann var í lifanda lífi. 14. febrúar 2018 11:27 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Sjá meira
Einungis konungsfjölskyldan, aðrir ættingjar, vinir og samstarfsfólk var viðstatt látlausa útför Hinriks prins eiginmanns Margrétar Danadrottningar í dag. Hinrik prins hafði sjálfur óskað eftir því að útför hans yrði látlaus en um 60 manns var boðið til hennar. Öllum kirkjuklukkum í Danmörku var hringt áður en athöfnin hófst og að henni lokinni. Margrét Þórhildur drottning systur hennar tvær, synir hennar, eiginkonur þeirra og börn mættu til útfararinnar í eðalbílum drottningar. Athygli vakti að Alexandra fyrrverandi eiginkona Jóakims prins mætti einnig. Þá voru bræður og systur Hinriks komin frá Frakklandi til að vera við útförina. Fulltrúar hins opinbera voru Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra og Pia Kjærsgaardt forseti þingsins ásamt Thomas Rørdam forseta Hæstaréttar. Sendiherra Frakklands í Danmörku François Zimeray var einnig við útförina. Danskir fréttaskýrendur sögðu það mjög í anda Hinriks að þjónustufólk hans var meðal gesta. Meðal annarra Anker Andersen sem var herbergisþjónn Hinriks í fjörtíu ár og var honum mikil stoð og stytta þegar hann kom fyrst til Danmerkur. Erik Norman Svendsen sérlegur prestur konungsfjölskyldunnar þjónaði fyrir altari í útförinni og fór með minningarorð um prinsinn. Hann hafi alla tíð þjónað Margréti drottningu í embætti, en heima í höllinni hafi hann verið húsbóndinn sem stjórnaði uppeldi sonanna og húshaldinu. Prinsinn hafi kynnt franskar hefðir fyrir Dönum og hengt hatt sinn þar sem honum hentaði. Hinrik hafi verið listamaður, spilað á píanó, samið ljóð, gert höggmyndir og gefið út matreiðslubækur. En saman hafi drottningin og hann þýtt skáldsögu Simone De Beauvoir, „Allir menn eru dauðlegir“ yfir á dönsku. Kista prinsins var borin úr kirkju af lífvarðarsveit drottningar og hermenn stóðu heiðursvörð.
Kóngafólk Danmörk Margrét Þórhildur II Danadrottning Tengdar fréttir Andlát Hinriks prins: Danskur ráðherra sakar Dani um hræsni Menningarmálaráðherra Danmerkur sakar í dag Dani um hræsni þegar þeir hylla prinsinn að honum gengnum, en stríddu og hæddust að honum þegar hann var í lifanda lífi. 14. febrúar 2018 11:27 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Sjá meira
Andlát Hinriks prins: Danskur ráðherra sakar Dani um hræsni Menningarmálaráðherra Danmerkur sakar í dag Dani um hræsni þegar þeir hylla prinsinn að honum gengnum, en stríddu og hæddust að honum þegar hann var í lifanda lífi. 14. febrúar 2018 11:27