Þjónustufólk Hinriks prins meðal fárra gesta við útför hans Heimir Már Pétursson skrifar 20. febrúar 2018 19:15 Einungis konungsfjölskyldan, aðrir ættingjar, vinir og samstarfsfólk var viðstatt látlausa útför Hinriks prins eiginmanns Margrétar Danadrottningar í dag. Hinrik prins hafði sjálfur óskað eftir því að útför hans yrði látlaus en um 60 manns var boðið til hennar. Öllum kirkjuklukkum í Danmörku var hringt áður en athöfnin hófst og að henni lokinni. Margrét Þórhildur drottning systur hennar tvær, synir hennar, eiginkonur þeirra og börn mættu til útfararinnar í eðalbílum drottningar. Athygli vakti að Alexandra fyrrverandi eiginkona Jóakims prins mætti einnig. Þá voru bræður og systur Hinriks komin frá Frakklandi til að vera við útförina. Fulltrúar hins opinbera voru Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra og Pia Kjærsgaardt forseti þingsins ásamt Thomas Rørdam forseta Hæstaréttar. Sendiherra Frakklands í Danmörku François Zimeray var einnig við útförina. Danskir fréttaskýrendur sögðu það mjög í anda Hinriks að þjónustufólk hans var meðal gesta. Meðal annarra Anker Andersen sem var herbergisþjónn Hinriks í fjörtíu ár og var honum mikil stoð og stytta þegar hann kom fyrst til Danmerkur. Erik Norman Svendsen sérlegur prestur konungsfjölskyldunnar þjónaði fyrir altari í útförinni og fór með minningarorð um prinsinn. Hann hafi alla tíð þjónað Margréti drottningu í embætti, en heima í höllinni hafi hann verið húsbóndinn sem stjórnaði uppeldi sonanna og húshaldinu. Prinsinn hafi kynnt franskar hefðir fyrir Dönum og hengt hatt sinn þar sem honum hentaði. Hinrik hafi verið listamaður, spilað á píanó, samið ljóð, gert höggmyndir og gefið út matreiðslubækur. En saman hafi drottningin og hann þýtt skáldsögu Simone De Beauvoir, „Allir menn eru dauðlegir“ yfir á dönsku. Kista prinsins var borin úr kirkju af lífvarðarsveit drottningar og hermenn stóðu heiðursvörð. Kóngafólk Danmörk Margrét Þórhildur II Danadrottning Tengdar fréttir Andlát Hinriks prins: Danskur ráðherra sakar Dani um hræsni Menningarmálaráðherra Danmerkur sakar í dag Dani um hræsni þegar þeir hylla prinsinn að honum gengnum, en stríddu og hæddust að honum þegar hann var í lifanda lífi. 14. febrúar 2018 11:27 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
Einungis konungsfjölskyldan, aðrir ættingjar, vinir og samstarfsfólk var viðstatt látlausa útför Hinriks prins eiginmanns Margrétar Danadrottningar í dag. Hinrik prins hafði sjálfur óskað eftir því að útför hans yrði látlaus en um 60 manns var boðið til hennar. Öllum kirkjuklukkum í Danmörku var hringt áður en athöfnin hófst og að henni lokinni. Margrét Þórhildur drottning systur hennar tvær, synir hennar, eiginkonur þeirra og börn mættu til útfararinnar í eðalbílum drottningar. Athygli vakti að Alexandra fyrrverandi eiginkona Jóakims prins mætti einnig. Þá voru bræður og systur Hinriks komin frá Frakklandi til að vera við útförina. Fulltrúar hins opinbera voru Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra og Pia Kjærsgaardt forseti þingsins ásamt Thomas Rørdam forseta Hæstaréttar. Sendiherra Frakklands í Danmörku François Zimeray var einnig við útförina. Danskir fréttaskýrendur sögðu það mjög í anda Hinriks að þjónustufólk hans var meðal gesta. Meðal annarra Anker Andersen sem var herbergisþjónn Hinriks í fjörtíu ár og var honum mikil stoð og stytta þegar hann kom fyrst til Danmerkur. Erik Norman Svendsen sérlegur prestur konungsfjölskyldunnar þjónaði fyrir altari í útförinni og fór með minningarorð um prinsinn. Hann hafi alla tíð þjónað Margréti drottningu í embætti, en heima í höllinni hafi hann verið húsbóndinn sem stjórnaði uppeldi sonanna og húshaldinu. Prinsinn hafi kynnt franskar hefðir fyrir Dönum og hengt hatt sinn þar sem honum hentaði. Hinrik hafi verið listamaður, spilað á píanó, samið ljóð, gert höggmyndir og gefið út matreiðslubækur. En saman hafi drottningin og hann þýtt skáldsögu Simone De Beauvoir, „Allir menn eru dauðlegir“ yfir á dönsku. Kista prinsins var borin úr kirkju af lífvarðarsveit drottningar og hermenn stóðu heiðursvörð.
Kóngafólk Danmörk Margrét Þórhildur II Danadrottning Tengdar fréttir Andlát Hinriks prins: Danskur ráðherra sakar Dani um hræsni Menningarmálaráðherra Danmerkur sakar í dag Dani um hræsni þegar þeir hylla prinsinn að honum gengnum, en stríddu og hæddust að honum þegar hann var í lifanda lífi. 14. febrúar 2018 11:27 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
Andlát Hinriks prins: Danskur ráðherra sakar Dani um hræsni Menningarmálaráðherra Danmerkur sakar í dag Dani um hræsni þegar þeir hylla prinsinn að honum gengnum, en stríddu og hæddust að honum þegar hann var í lifanda lífi. 14. febrúar 2018 11:27