Burðardýr njóta ófullnægjandi verndar sem þolendur mansals Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 21. febrúar 2018 08:00 Burðardýr kjósa oft að sitja frekar af sér dóm en vinna með lögreglu. Vísir/Getty Ákvæði almennra hegningarlaga um mansal nær ekki utan um burðardýr sem gerð eru út í skipulagðri brotastarfsemi, ólíkt ákvæði Evróputilskipunar um mansal. Þessi galli á löggjöfinni stendur lögreglunni fyrir þrifum við rannsóknir og mögulega saksókn fyrir mansal í tilvikum burðardýra að sögn Öldu Hrannar Jóhannsdóttur hjá lögreglunni á suðurnesjum. Alda segir löggjöfina hins vegar ekki einu fyrirstöðuna. „Þegar við erum að fást við svona ‚hard core‘ skipulagða brotastarfsemi, þá er fólk oft bara mjög uggandi yfir því að við getum verndað það. Ógnunin og hótunin er svo yfirgnæfandi. Þannig að oft skortir á samvinnu eða vilja viðkomandi sem kýs oftast að sitja frekar af sér brotið.“ Alda segir þann hóp fólks sem hagnýttur er með þessum hætti ótrúlega breiðan en hann eigi það sammerkt að vera í viðkvæmri stöðu. „Þetta er allt frá fólki sem er hætt að vinna vegna aldurs niður í stálpaða unglinga. Þetta er oftast fólk í viðkvæmri stöðu, með þroskahamlanir eða aðra fötlun, fólk í neyslu og fólk sem glímir við fjárhagsörðugleika,“ segir Alda og bætir við: „Það finnst mér átakanlegast í þessu og sú spurning vaknar hvort við sem samfélag séum að þjónusta þessa einstaklinga nógu vel.“Alda Hrönn Jóhannesdóttir, lögreglunni á Suðurnesjum.VÍSIR/STEFÁNÍ ákvæðinu er ekki kveðið á um aðra hagnýtingu en kynferðislega misnotkun, nauðungarvinnu og brottnám líffæra. „Í Evróputilskipuninni eru þessir hagnýtingarþættir útfærðir nánar og einn þeirra er skipulögð brotastarfsemi sem okkur skortir í mansalsákvæðið okkar og það er hreinlega að gera okkur erfitt fyrir í dag,“ segir Alda. Hún segir lögregluna þó skoða þennan vinkil í þessum burðardýramálum og rifjar upp mál Catherine Rojo Correa, sem fékk 12 mánaða fangelsi skömmu fyrir jól árið 2013. Mál Catherine fékk mikla athygli í fjölmiðlum vegna átakanlegra lýsinga í dóminum af því hvernig hún var neydd til að flytja fíkniefni innvortis frá Spáni til Íslands og fangelsisdómur yfir henni var harðlega gagnrýndur enda ljóst að dómarinn véfengdi ekki frásögn hennar heldur mat hana trúverðuga. „Eins og málið sjálft og málsgögnin bera með sér, þá vorum við mjög tvístígandi þar sem við töldum að hún væri í þannig stöðu að hún hefði ekki haft raunverulegt val og við vorum að rannsaka þennan mansalsvinkil þrátt fyrir að löggjöfin sé eins og hún er. Mér var þó gert að ákæra en flutti málið frá þessu sjónarhorni,“ segir Alda og bendir á að rökstuðningur dómsniðurstöðunnar beri það með sér. „Við lögðum þetta svona í hendur dómara og þá kemur að vanda dómarans sem þurfti að meta þetta. Í niðurstöðunni kemur fram að dómarinn taldi framburð hennar trúverðugan og það lýsir kjarna vandans,“ segir Alda og vísar til íslenskrar löggjafar. Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Fleiri fréttir „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Sjá meira
Ákvæði almennra hegningarlaga um mansal nær ekki utan um burðardýr sem gerð eru út í skipulagðri brotastarfsemi, ólíkt ákvæði Evróputilskipunar um mansal. Þessi galli á löggjöfinni stendur lögreglunni fyrir þrifum við rannsóknir og mögulega saksókn fyrir mansal í tilvikum burðardýra að sögn Öldu Hrannar Jóhannsdóttur hjá lögreglunni á suðurnesjum. Alda segir löggjöfina hins vegar ekki einu fyrirstöðuna. „Þegar við erum að fást við svona ‚hard core‘ skipulagða brotastarfsemi, þá er fólk oft bara mjög uggandi yfir því að við getum verndað það. Ógnunin og hótunin er svo yfirgnæfandi. Þannig að oft skortir á samvinnu eða vilja viðkomandi sem kýs oftast að sitja frekar af sér brotið.“ Alda segir þann hóp fólks sem hagnýttur er með þessum hætti ótrúlega breiðan en hann eigi það sammerkt að vera í viðkvæmri stöðu. „Þetta er allt frá fólki sem er hætt að vinna vegna aldurs niður í stálpaða unglinga. Þetta er oftast fólk í viðkvæmri stöðu, með þroskahamlanir eða aðra fötlun, fólk í neyslu og fólk sem glímir við fjárhagsörðugleika,“ segir Alda og bætir við: „Það finnst mér átakanlegast í þessu og sú spurning vaknar hvort við sem samfélag séum að þjónusta þessa einstaklinga nógu vel.“Alda Hrönn Jóhannesdóttir, lögreglunni á Suðurnesjum.VÍSIR/STEFÁNÍ ákvæðinu er ekki kveðið á um aðra hagnýtingu en kynferðislega misnotkun, nauðungarvinnu og brottnám líffæra. „Í Evróputilskipuninni eru þessir hagnýtingarþættir útfærðir nánar og einn þeirra er skipulögð brotastarfsemi sem okkur skortir í mansalsákvæðið okkar og það er hreinlega að gera okkur erfitt fyrir í dag,“ segir Alda. Hún segir lögregluna þó skoða þennan vinkil í þessum burðardýramálum og rifjar upp mál Catherine Rojo Correa, sem fékk 12 mánaða fangelsi skömmu fyrir jól árið 2013. Mál Catherine fékk mikla athygli í fjölmiðlum vegna átakanlegra lýsinga í dóminum af því hvernig hún var neydd til að flytja fíkniefni innvortis frá Spáni til Íslands og fangelsisdómur yfir henni var harðlega gagnrýndur enda ljóst að dómarinn véfengdi ekki frásögn hennar heldur mat hana trúverðuga. „Eins og málið sjálft og málsgögnin bera með sér, þá vorum við mjög tvístígandi þar sem við töldum að hún væri í þannig stöðu að hún hefði ekki haft raunverulegt val og við vorum að rannsaka þennan mansalsvinkil þrátt fyrir að löggjöfin sé eins og hún er. Mér var þó gert að ákæra en flutti málið frá þessu sjónarhorni,“ segir Alda og bendir á að rökstuðningur dómsniðurstöðunnar beri það með sér. „Við lögðum þetta svona í hendur dómara og þá kemur að vanda dómarans sem þurfti að meta þetta. Í niðurstöðunni kemur fram að dómarinn taldi framburð hennar trúverðugan og það lýsir kjarna vandans,“ segir Alda og vísar til íslenskrar löggjafar.
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Fleiri fréttir „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Sjá meira