Írafár er aðalnúmerið á Þjóðhátíð Benedikt Bóas skrifar 21. febrúar 2018 05:30 Birgitta Haukdal verður í aðalhlutverki í Vestmannaeyjum í sumar þegar Þjóðhátíð verður flautuð á. „Það var svo klikkaðslega skemmtilegt þegar ég gerði þetta í fyrra að Írafár ákvað að mæta í ár,“ segir söngkonan og barnabókahöfundurinn Birgitta Haukdal en Írafár verður eitt af aðalatriðum á Þjóðhátíð í sumar. Miðasala hefst í dag en fyrir utan Írafár eru þeir Jói Pé og Króli og sjálfur Páll Óskar uppi á stóra sviðinu að trylla lýðinn. „Þetta verður alveg geggjað,“ segir hún en búast má við að allir stærstu slagarar Írafárs muni heyrast um dalinn eins og Fingur, Eldur í mér, Ég sjálf og Stórir hringir svo nokkrir slagarar séu nefndir. „Við höfum haldið okkur til hlés í nokkur ár. Höfum ekkert verið að koma fram. Þegar ég fór að taka þessi lög í fyrra á Fiskideginum mikla á Dalvík og á Þjóðhátíð þá fann ég einmitt hvað þetta var gaman, hvað ég hafði saknað laganna og að vera í hljómsveitinni. Það er svo skemmtilegt og dásamleg tilfinning að syngja fyrir fólk sem hefur gaman af lögunum okkar. Ég tékkaði á strákunum og athugaði hvort við ættum ekki að byrja aftur, því við höfum verið að ræða hvenær væri rétta stundin að koma til baka og gera eitthvað skemmtilegt.“ Ekki stóð á vinsældunum. Hljómsveitin setti tónleika í júní í Hörpu í tilefni af 20 ára afmælis og seldist upp á þá á nokkrum mínútum. Það var því ákveðið að hlaða í aðra og það er nánast uppselt á þá líka. „Fyrst þetta gekk svona vel þá sagði ég nú við strákana að við þyrftum að gera eitthvað aðeins meira, fyrst fólkið er til. Þannig að við verðum á Þjóðhátíð og erum mjög spennt.“ Birtist í Fréttablaðinu Þjóðhátíð í Eyjum Tengdar fréttir Jói Pé og Króli á þjóðhátíð ásamt Páli Óskari Þetta er í fyrsta skipti sem rapptvíeykið kemur fram á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. 20. febrúar 2018 12:23 Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Fleiri fréttir Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Sjá meira
„Það var svo klikkaðslega skemmtilegt þegar ég gerði þetta í fyrra að Írafár ákvað að mæta í ár,“ segir söngkonan og barnabókahöfundurinn Birgitta Haukdal en Írafár verður eitt af aðalatriðum á Þjóðhátíð í sumar. Miðasala hefst í dag en fyrir utan Írafár eru þeir Jói Pé og Króli og sjálfur Páll Óskar uppi á stóra sviðinu að trylla lýðinn. „Þetta verður alveg geggjað,“ segir hún en búast má við að allir stærstu slagarar Írafárs muni heyrast um dalinn eins og Fingur, Eldur í mér, Ég sjálf og Stórir hringir svo nokkrir slagarar séu nefndir. „Við höfum haldið okkur til hlés í nokkur ár. Höfum ekkert verið að koma fram. Þegar ég fór að taka þessi lög í fyrra á Fiskideginum mikla á Dalvík og á Þjóðhátíð þá fann ég einmitt hvað þetta var gaman, hvað ég hafði saknað laganna og að vera í hljómsveitinni. Það er svo skemmtilegt og dásamleg tilfinning að syngja fyrir fólk sem hefur gaman af lögunum okkar. Ég tékkaði á strákunum og athugaði hvort við ættum ekki að byrja aftur, því við höfum verið að ræða hvenær væri rétta stundin að koma til baka og gera eitthvað skemmtilegt.“ Ekki stóð á vinsældunum. Hljómsveitin setti tónleika í júní í Hörpu í tilefni af 20 ára afmælis og seldist upp á þá á nokkrum mínútum. Það var því ákveðið að hlaða í aðra og það er nánast uppselt á þá líka. „Fyrst þetta gekk svona vel þá sagði ég nú við strákana að við þyrftum að gera eitthvað aðeins meira, fyrst fólkið er til. Þannig að við verðum á Þjóðhátíð og erum mjög spennt.“
Birtist í Fréttablaðinu Þjóðhátíð í Eyjum Tengdar fréttir Jói Pé og Króli á þjóðhátíð ásamt Páli Óskari Þetta er í fyrsta skipti sem rapptvíeykið kemur fram á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. 20. febrúar 2018 12:23 Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Fleiri fréttir Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Sjá meira
Jói Pé og Króli á þjóðhátíð ásamt Páli Óskari Þetta er í fyrsta skipti sem rapptvíeykið kemur fram á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. 20. febrúar 2018 12:23