Félögin skoða nú erlenda fjármögnun Kristinn Ingi Jónsson skrifar 22. febrúar 2018 08:00 Margt bendir til þess að erlendir fjárfestar hafi áhuga á því að kaupa skráð langtímaskuldabréf íslensku fasteignafélaganna. Innflæðishöft Seðlabankans koma hins vegar í veg fyrir að það sé mögulegt. Vísir/Daníel Skráðu fasteignafélögin þrjú, Eik, Reginn og Reitir, hafa það öll til skoðunar að sækja fjármagn til erlendra fjárfesta. Forsvarsmenn félaganna segjast finna fyrir miklum áhuga af hálfu slíkra fjárfesta á því að kaupa skráð skuldabréf fasteignafélaganna. Höft sem Seðlabanki Íslands setti á innflæði fjármagns sumarið 2016 hamli hins vegar erlendum fjárfestingum og haldi vaxtakjörum hærri en annars. „Ég tel að aflétting bindiskyldunnar, sér í lagi á fyrirtækjaskuldabréf, myndi hafa jákvæð áhrif á markaðinn,“ segir Einar Þorsteinsson, fjármálastjóri Reita, í samtali við Markaðinn. Lýður Heiðar Gunnarsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Eikar, segir að innflæðishöftin hafi hamlandi áhrif á fjármögnunarkosti íslenskra fyrirtækja og haldi vaxtakjörum þeirra hærri en ella. Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Regins, upplýsti á fjárfestafundi félagsins í síðustu viku að félagið hefði hug á því að skoða erlenda fjármögnun í krónum. „Við teljum að það muni opnast á næstu árum, hvort sem það gerist á einu ári eða þremur. Þess vegna þurfum við að vera búin undir það,“ nefndi hann.„Um leið og bindiskyldan losnar koma erlendir aðilar á fleygiferð inn í skuldabréfin. Það er okkar skoðun. Og þá eigum við von á að vextir keyrist niður. Umrædd innflæðishöft virka þannig að 40 prósent af innflæði fjármagns vegna fjárfestinga í skráðum skuldabréfum og innlánum þarf að binda í eitt ár á núll prósent vöxtum. Höftunum var meðal annars ætlað að sporna við vaxtamunarviðskiptum með íslensk ríkisskuldabréf, þar sem aðdráttaraflið er einkum að hagnast á miklum vaxtamun Íslands við útlönd, en höftin standa jafnframt í vegi fyrir kaupum erlendra fjárfesta á skráðum skuldabréfum fasteignafélaganna. Þannig hefur fjármögnunarkostnaður fasteignafélaga, sem eru jafnan talin útgefendur hvað öruggastra fyrirtækjaskuldabréfa á markaði, stóraukist á síðustu tveimur árum, mælt í vaxtaálagi á ríkistryggða vexti. Viðmælendur Markaðarins telja margt benda til þess að erlendir fjárfestar hafi um þessar mundir mikinn áhuga á því að taka þátt í fjármögnun íslenskra fasteignafélaga. Fjögurra milljarða króna lánssamningur Almenna leigufélagsins við sjóð í stýringu bandaríska eignastýringarfyrirtækisins Eaton Vance Management, sem tilkynnt var um í síðasta mánuði, sé til marks um þennan áhuga. Fjármálafyrirtækið Fossar markaðir hafði milligöngu um lánveitinguna.Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Regins.Vísir/GVA„Það er tvímælalaust mikill áhugi af hálfu erlendra fjárfesta á að fjárfesta í skuldabréfum fasteignafélaga í krónum sem rímar við áhuga þeirra á að fjárfesta í hlutafé félaganna,“ segir Einar. „Rekstur skráðu fasteignafélaganna þriggja er tiltölulega stöðugur og skilar jafnri og taktfastri afkomu og líkist þannig skuldabréfum að einhverju leyti,“ bætir hann við Einar segir að Reitir séu að skoða ýmsar leiðir í fjármögnun, þar á meðal í gegnum erlenda fjárfesta. Bindiskyldan hafi þó hamlandi áhrif. Hann nefnir að félagið hafi á árinu 2015 komið á fót nýju fyrirkomulagi í kringum fjármögnun félagsins sem hafi einfaldað verulega útgáfu og skráningu skuldabréfa þess. „Þannig að þegar létt verður á bindiskyldunni gætum við þá brugðist fljótt við og gefið út bréf ef áhugi er fyrir hendi,“ segir Einar. „Við leitumst ávallt við að ná fram sem hagstæðastri fjármagnsskipan hverju sinni og þar með talið að leita leiða til þess að lágmarka fjármagnsgjöld félagsins,“ segir Lýður hjá Eik. Félagið efndi til útboðs á skuldabréfum í október í fyrra en í tilkynningu var tekið fram að Fossum mörkuðum hefði verið falið að sjá um markaðssetningu á útboðinu til erlendra fjárfesta. Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Fleiri fréttir Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Sjá meira
Skráðu fasteignafélögin þrjú, Eik, Reginn og Reitir, hafa það öll til skoðunar að sækja fjármagn til erlendra fjárfesta. Forsvarsmenn félaganna segjast finna fyrir miklum áhuga af hálfu slíkra fjárfesta á því að kaupa skráð skuldabréf fasteignafélaganna. Höft sem Seðlabanki Íslands setti á innflæði fjármagns sumarið 2016 hamli hins vegar erlendum fjárfestingum og haldi vaxtakjörum hærri en annars. „Ég tel að aflétting bindiskyldunnar, sér í lagi á fyrirtækjaskuldabréf, myndi hafa jákvæð áhrif á markaðinn,“ segir Einar Þorsteinsson, fjármálastjóri Reita, í samtali við Markaðinn. Lýður Heiðar Gunnarsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Eikar, segir að innflæðishöftin hafi hamlandi áhrif á fjármögnunarkosti íslenskra fyrirtækja og haldi vaxtakjörum þeirra hærri en ella. Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Regins, upplýsti á fjárfestafundi félagsins í síðustu viku að félagið hefði hug á því að skoða erlenda fjármögnun í krónum. „Við teljum að það muni opnast á næstu árum, hvort sem það gerist á einu ári eða þremur. Þess vegna þurfum við að vera búin undir það,“ nefndi hann.„Um leið og bindiskyldan losnar koma erlendir aðilar á fleygiferð inn í skuldabréfin. Það er okkar skoðun. Og þá eigum við von á að vextir keyrist niður. Umrædd innflæðishöft virka þannig að 40 prósent af innflæði fjármagns vegna fjárfestinga í skráðum skuldabréfum og innlánum þarf að binda í eitt ár á núll prósent vöxtum. Höftunum var meðal annars ætlað að sporna við vaxtamunarviðskiptum með íslensk ríkisskuldabréf, þar sem aðdráttaraflið er einkum að hagnast á miklum vaxtamun Íslands við útlönd, en höftin standa jafnframt í vegi fyrir kaupum erlendra fjárfesta á skráðum skuldabréfum fasteignafélaganna. Þannig hefur fjármögnunarkostnaður fasteignafélaga, sem eru jafnan talin útgefendur hvað öruggastra fyrirtækjaskuldabréfa á markaði, stóraukist á síðustu tveimur árum, mælt í vaxtaálagi á ríkistryggða vexti. Viðmælendur Markaðarins telja margt benda til þess að erlendir fjárfestar hafi um þessar mundir mikinn áhuga á því að taka þátt í fjármögnun íslenskra fasteignafélaga. Fjögurra milljarða króna lánssamningur Almenna leigufélagsins við sjóð í stýringu bandaríska eignastýringarfyrirtækisins Eaton Vance Management, sem tilkynnt var um í síðasta mánuði, sé til marks um þennan áhuga. Fjármálafyrirtækið Fossar markaðir hafði milligöngu um lánveitinguna.Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Regins.Vísir/GVA„Það er tvímælalaust mikill áhugi af hálfu erlendra fjárfesta á að fjárfesta í skuldabréfum fasteignafélaga í krónum sem rímar við áhuga þeirra á að fjárfesta í hlutafé félaganna,“ segir Einar. „Rekstur skráðu fasteignafélaganna þriggja er tiltölulega stöðugur og skilar jafnri og taktfastri afkomu og líkist þannig skuldabréfum að einhverju leyti,“ bætir hann við Einar segir að Reitir séu að skoða ýmsar leiðir í fjármögnun, þar á meðal í gegnum erlenda fjárfesta. Bindiskyldan hafi þó hamlandi áhrif. Hann nefnir að félagið hafi á árinu 2015 komið á fót nýju fyrirkomulagi í kringum fjármögnun félagsins sem hafi einfaldað verulega útgáfu og skráningu skuldabréfa þess. „Þannig að þegar létt verður á bindiskyldunni gætum við þá brugðist fljótt við og gefið út bréf ef áhugi er fyrir hendi,“ segir Einar. „Við leitumst ávallt við að ná fram sem hagstæðastri fjármagnsskipan hverju sinni og þar með talið að leita leiða til þess að lágmarka fjármagnsgjöld félagsins,“ segir Lýður hjá Eik. Félagið efndi til útboðs á skuldabréfum í október í fyrra en í tilkynningu var tekið fram að Fossum mörkuðum hefði verið falið að sjá um markaðssetningu á útboðinu til erlendra fjárfesta.
Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Fleiri fréttir Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Sjá meira