Skírði sigurmark tvíburasystur sinnar eftir lagi Britney Spears Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. febrúar 2018 13:00 Jocelyne og Monique Lamoureux fagna saman með gullið um hálsinn. Vísir/Getty Tvíburasysturnar Jocelyne og Monique Lamoureux voru konurnar á bak við langþráðan sigur bandaríska íshokkílandsliðsins á Ólympíuleikunum en Bandaríkin unnu gull á ÓL í PyeongChang í morgun. Bandaríska liðið var búið að tapa úrslitaleiknum á tveimur Ólympíuleikjum í röð og hafði ekki náð að vinna gullið eftirsótta í tuttugu ár. Bandaríska liðið vann hinsvegar 3-2 sigur á Kanada í úrslitaleiknum en leikurinn fór alla leið í bráðabana í vítakeppni.VIDEO: Jocelyne Lamoureux-Davidson's deke named after @britneyspears song #TeamUSA#Olympics#BestofUShttps://t.co/ebDWYFwa8Bpic.twitter.com/Um7RpTbcfN — NBC Sports (@NBCSports) February 22, 2018 Monique Lamoureux skoraði annað marka bandaríska liðsins í leiknum sjálfum en það var tvíburasystir hennar Jocelyne sem tryggði sigurinn í bráðabananum með mögnuðu marki. Tvíburasysturnar Jocelyne og Monique Lamoureux voru teknar í viðtal hjá NBC eftir leikinn og þar var Monique Lamoureux búin að finna nafn á sigurmark systur sinnar. Hún kallaði það „Oops!... I Did It Again“ eftir einu frægasta lagi söngkonunnar Britney Spears en Jocelyne hafi nefnilega skorað svipað mark í leik á móti rússneska liðinu fyrr í keppninni."Oops, I Did It Again" is the name of the move Jocelyne Lamoureux-Davidson used to make #TeamUSA golden again in women's hockey. https://t.co/p93CPWhKuUpic.twitter.com/WOGo9OSjcC — Sporting News (@sportingnews) February 22, 2018 Tvíburasysturnar eru fæddar árið 1989 og voru því ellefu ára þegar Britney Spears sló í gegn með laginu „Oops!... I Did It Again“ árið 2000. Jocelyne og Monique Lamoureux voru báðar í silfurliðum Bandaríkjanna á síðustu tveimur Ólympíuleikum í Vancouver og Sotsjí og voru því búnar að bíða lengi eftir að fá loksins gullið um hálsinn. Þær hafa aftur á móti unnið sex heimsmeistaratitla saman.“The last shootout against Canada, I looked like an idiot,” Jocelyne Lamoureux-Davidson says, explaining why she worked hard to get better. #USAvsCANpic.twitter.com/kqtDKgtOpf — Bill Chappell (@publicbill) February 22, 2018 Þær töluðu líka um að hafa unnið markvisst að því að bæta sig í vítakeppni en Jocelyne viðurkenndi að hún hafi litið út eins og algjör fífl í síðustu vítakeppni á móti Kanada eins og sjá má hér fyrir ofan.U.S. women as good as gold https://t.co/PzrcVY1x1lpic.twitter.com/mpJVuUkKfv — New York Post Sports (@nypostsports) February 22, 2018Jocelyne Lamoureux played with Shannon Szabados' heart, scoring the gold medal-winning goal by using a move called "Oops, I did it again." https://t.co/oHY4zJ6c2opic.twitter.com/KJHRJTqO2U — USA TODAY Sports (@usatodaysports) February 22, 2018 Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Fleiri fréttir Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ „Held að fólk ætti bara að fara virða okkur“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Varsjáarvíti í uppbótartíma tryggði Brann stig í Íslendingaslag Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja „Ísland í betra formi en við höfum sýnt“ Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Fiorentina sagt hafa hafnað tilboði Juventus í Albert Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Liverpool þénaði meira en Manchester United í fyrsta sinn Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Big Ben í kvöld: Heimir Guðjóns og Steini Arndal Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Sjá meira
Tvíburasysturnar Jocelyne og Monique Lamoureux voru konurnar á bak við langþráðan sigur bandaríska íshokkílandsliðsins á Ólympíuleikunum en Bandaríkin unnu gull á ÓL í PyeongChang í morgun. Bandaríska liðið var búið að tapa úrslitaleiknum á tveimur Ólympíuleikjum í röð og hafði ekki náð að vinna gullið eftirsótta í tuttugu ár. Bandaríska liðið vann hinsvegar 3-2 sigur á Kanada í úrslitaleiknum en leikurinn fór alla leið í bráðabana í vítakeppni.VIDEO: Jocelyne Lamoureux-Davidson's deke named after @britneyspears song #TeamUSA#Olympics#BestofUShttps://t.co/ebDWYFwa8Bpic.twitter.com/Um7RpTbcfN — NBC Sports (@NBCSports) February 22, 2018 Monique Lamoureux skoraði annað marka bandaríska liðsins í leiknum sjálfum en það var tvíburasystir hennar Jocelyne sem tryggði sigurinn í bráðabananum með mögnuðu marki. Tvíburasysturnar Jocelyne og Monique Lamoureux voru teknar í viðtal hjá NBC eftir leikinn og þar var Monique Lamoureux búin að finna nafn á sigurmark systur sinnar. Hún kallaði það „Oops!... I Did It Again“ eftir einu frægasta lagi söngkonunnar Britney Spears en Jocelyne hafi nefnilega skorað svipað mark í leik á móti rússneska liðinu fyrr í keppninni."Oops, I Did It Again" is the name of the move Jocelyne Lamoureux-Davidson used to make #TeamUSA golden again in women's hockey. https://t.co/p93CPWhKuUpic.twitter.com/WOGo9OSjcC — Sporting News (@sportingnews) February 22, 2018 Tvíburasysturnar eru fæddar árið 1989 og voru því ellefu ára þegar Britney Spears sló í gegn með laginu „Oops!... I Did It Again“ árið 2000. Jocelyne og Monique Lamoureux voru báðar í silfurliðum Bandaríkjanna á síðustu tveimur Ólympíuleikum í Vancouver og Sotsjí og voru því búnar að bíða lengi eftir að fá loksins gullið um hálsinn. Þær hafa aftur á móti unnið sex heimsmeistaratitla saman.“The last shootout against Canada, I looked like an idiot,” Jocelyne Lamoureux-Davidson says, explaining why she worked hard to get better. #USAvsCANpic.twitter.com/kqtDKgtOpf — Bill Chappell (@publicbill) February 22, 2018 Þær töluðu líka um að hafa unnið markvisst að því að bæta sig í vítakeppni en Jocelyne viðurkenndi að hún hafi litið út eins og algjör fífl í síðustu vítakeppni á móti Kanada eins og sjá má hér fyrir ofan.U.S. women as good as gold https://t.co/PzrcVY1x1lpic.twitter.com/mpJVuUkKfv — New York Post Sports (@nypostsports) February 22, 2018Jocelyne Lamoureux played with Shannon Szabados' heart, scoring the gold medal-winning goal by using a move called "Oops, I did it again." https://t.co/oHY4zJ6c2opic.twitter.com/KJHRJTqO2U — USA TODAY Sports (@usatodaysports) February 22, 2018
Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Fleiri fréttir Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ „Held að fólk ætti bara að fara virða okkur“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Varsjáarvíti í uppbótartíma tryggði Brann stig í Íslendingaslag Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja „Ísland í betra formi en við höfum sýnt“ Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Fiorentina sagt hafa hafnað tilboði Juventus í Albert Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Liverpool þénaði meira en Manchester United í fyrsta sinn Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Big Ben í kvöld: Heimir Guðjóns og Steini Arndal Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Sjá meira