Takmarka endurgreiðslu vegna aksturs þingmanna við 15 þúsund kílómetra Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. febrúar 2018 11:23 Steingrímur J. Sigfússon er forseti Alþingis. VÍSIR/ANTON BRINK Forsætisnefnd Alþingis hefur samþykkt breytingar á reglum um þingfararkostnað sem tengjast endurgreiðsla vegna aksturskostnaðar. Í fyrsta lagi eru ákvæði um bílaleigubíla gerð skýrari, einkum fyrir þá þingmenn sem falla undir svokallaðan heimanakstur, það er akstur til og frá heimili daglega um þingtímann. Akstur á eigin bifreiðum, sem kemur til endurgreiðslu, verður bundinn hámarki við fimmtán þúsund kílómetra. Þá eru einnig sett skýr ákvæði um þau staðfestingargögn sem skila þarf inn til þess að fá endurgreiðslu auk þess sem sett eru ný ákvæði um með hvaða skilmálum þingmenn geta notað bílaleigubíl. Í tilkynningu frá forseta Alþingis segir að breytingar á reglunum verði birtar á vef Alþingis á morgun. Átta þingmenn óku meira en 15 þúsund kílómetra á síðasta ári og fengu aksturskostnað endurgreidddan. Þá samþykkti forsætisnefnd í gær á fundi þar sem einnig sátu þingflokksformenn, vinnureglur um birtingu upplýsinga um allan þingfararkostnað. Upplýsingarnar munu birtast á sérstakri síðu og snýr það að fyrirkomulagi þessara mála til framtíðar. Upplýsingar verða miðaðar við 1. jan. 2018 og verða uppfærðar mánaðarlega framvegis. Unnið er að tæknilegum undirbúningi síðunnar, en vonast er til að birting upplýsinga geti hafist næstu daga og komi til fullrar framkvæmdar á næstu tveimur vikum eða svo, eftir því hvernig tæknilegri vinnu vindur fram.Líkt og fram hefur komið fékk þingmaðurinn Ásmundur Friðriksson greiddar um 4,6 milljónir króna í aksturskostnað í fyrra fyrir um 47 þúsund ekna kílómetra. Ásmundur er þó langt frá því að vera eini þingmaðurinn sem innheimt hefur mikið fé vegna aksturs. Þannig fékk næsti maður á eftir Ásmundi um 3 og hálfa milljón og sá þriðji um þrjár komma eina, en greiðslur til þeirra 10 sem mest fengu námu um 29 milljónum króna. Í reglum um þingfararkaup var ekkert hámark sett á þann kostnað sem unnt er að innheimta fyrir akstur en mun það nú breytast. Aksturskostnaður þingmanna Alþingi Tengdar fréttir Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Vísir sendi fyrirspurn á alla þingmenn varðandi endurgreiðslur á aksturskostnaði. 16. febrúar 2018 13:00 Ætla að taka reglur um þingfararkostnað til skoðunar Til stendur að fylgja betur eftir hlýðni við reglur um þingfararkostnað, þannig að þeir þingmenn sem aka mest vegna vinnu sinnar nýti hagkvæmustu samgöngumáta hverju sinni. 10. febrúar 2018 13:02 4,6 milljónir endurgreiddar vegna 47 þúsund kílómetra aksturs þingmanns Alþingi endurgreiddi þingmönnum tæpar 30 milljónir króna vegna aksturskostnaðar á síðasta ári. 8. febrúar 2018 16:25 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira
Forsætisnefnd Alþingis hefur samþykkt breytingar á reglum um þingfararkostnað sem tengjast endurgreiðsla vegna aksturskostnaðar. Í fyrsta lagi eru ákvæði um bílaleigubíla gerð skýrari, einkum fyrir þá þingmenn sem falla undir svokallaðan heimanakstur, það er akstur til og frá heimili daglega um þingtímann. Akstur á eigin bifreiðum, sem kemur til endurgreiðslu, verður bundinn hámarki við fimmtán þúsund kílómetra. Þá eru einnig sett skýr ákvæði um þau staðfestingargögn sem skila þarf inn til þess að fá endurgreiðslu auk þess sem sett eru ný ákvæði um með hvaða skilmálum þingmenn geta notað bílaleigubíl. Í tilkynningu frá forseta Alþingis segir að breytingar á reglunum verði birtar á vef Alþingis á morgun. Átta þingmenn óku meira en 15 þúsund kílómetra á síðasta ári og fengu aksturskostnað endurgreidddan. Þá samþykkti forsætisnefnd í gær á fundi þar sem einnig sátu þingflokksformenn, vinnureglur um birtingu upplýsinga um allan þingfararkostnað. Upplýsingarnar munu birtast á sérstakri síðu og snýr það að fyrirkomulagi þessara mála til framtíðar. Upplýsingar verða miðaðar við 1. jan. 2018 og verða uppfærðar mánaðarlega framvegis. Unnið er að tæknilegum undirbúningi síðunnar, en vonast er til að birting upplýsinga geti hafist næstu daga og komi til fullrar framkvæmdar á næstu tveimur vikum eða svo, eftir því hvernig tæknilegri vinnu vindur fram.Líkt og fram hefur komið fékk þingmaðurinn Ásmundur Friðriksson greiddar um 4,6 milljónir króna í aksturskostnað í fyrra fyrir um 47 þúsund ekna kílómetra. Ásmundur er þó langt frá því að vera eini þingmaðurinn sem innheimt hefur mikið fé vegna aksturs. Þannig fékk næsti maður á eftir Ásmundi um 3 og hálfa milljón og sá þriðji um þrjár komma eina, en greiðslur til þeirra 10 sem mest fengu námu um 29 milljónum króna. Í reglum um þingfararkaup var ekkert hámark sett á þann kostnað sem unnt er að innheimta fyrir akstur en mun það nú breytast.
Aksturskostnaður þingmanna Alþingi Tengdar fréttir Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Vísir sendi fyrirspurn á alla þingmenn varðandi endurgreiðslur á aksturskostnaði. 16. febrúar 2018 13:00 Ætla að taka reglur um þingfararkostnað til skoðunar Til stendur að fylgja betur eftir hlýðni við reglur um þingfararkostnað, þannig að þeir þingmenn sem aka mest vegna vinnu sinnar nýti hagkvæmustu samgöngumáta hverju sinni. 10. febrúar 2018 13:02 4,6 milljónir endurgreiddar vegna 47 þúsund kílómetra aksturs þingmanns Alþingi endurgreiddi þingmönnum tæpar 30 milljónir króna vegna aksturskostnaðar á síðasta ári. 8. febrúar 2018 16:25 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira
Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Vísir sendi fyrirspurn á alla þingmenn varðandi endurgreiðslur á aksturskostnaði. 16. febrúar 2018 13:00
Ætla að taka reglur um þingfararkostnað til skoðunar Til stendur að fylgja betur eftir hlýðni við reglur um þingfararkostnað, þannig að þeir þingmenn sem aka mest vegna vinnu sinnar nýti hagkvæmustu samgöngumáta hverju sinni. 10. febrúar 2018 13:02
4,6 milljónir endurgreiddar vegna 47 þúsund kílómetra aksturs þingmanns Alþingi endurgreiddi þingmönnum tæpar 30 milljónir króna vegna aksturskostnaðar á síðasta ári. 8. febrúar 2018 16:25