Takmarka endurgreiðslu vegna aksturs þingmanna við 15 þúsund kílómetra Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. febrúar 2018 11:23 Steingrímur J. Sigfússon er forseti Alþingis. VÍSIR/ANTON BRINK Forsætisnefnd Alþingis hefur samþykkt breytingar á reglum um þingfararkostnað sem tengjast endurgreiðsla vegna aksturskostnaðar. Í fyrsta lagi eru ákvæði um bílaleigubíla gerð skýrari, einkum fyrir þá þingmenn sem falla undir svokallaðan heimanakstur, það er akstur til og frá heimili daglega um þingtímann. Akstur á eigin bifreiðum, sem kemur til endurgreiðslu, verður bundinn hámarki við fimmtán þúsund kílómetra. Þá eru einnig sett skýr ákvæði um þau staðfestingargögn sem skila þarf inn til þess að fá endurgreiðslu auk þess sem sett eru ný ákvæði um með hvaða skilmálum þingmenn geta notað bílaleigubíl. Í tilkynningu frá forseta Alþingis segir að breytingar á reglunum verði birtar á vef Alþingis á morgun. Átta þingmenn óku meira en 15 þúsund kílómetra á síðasta ári og fengu aksturskostnað endurgreidddan. Þá samþykkti forsætisnefnd í gær á fundi þar sem einnig sátu þingflokksformenn, vinnureglur um birtingu upplýsinga um allan þingfararkostnað. Upplýsingarnar munu birtast á sérstakri síðu og snýr það að fyrirkomulagi þessara mála til framtíðar. Upplýsingar verða miðaðar við 1. jan. 2018 og verða uppfærðar mánaðarlega framvegis. Unnið er að tæknilegum undirbúningi síðunnar, en vonast er til að birting upplýsinga geti hafist næstu daga og komi til fullrar framkvæmdar á næstu tveimur vikum eða svo, eftir því hvernig tæknilegri vinnu vindur fram.Líkt og fram hefur komið fékk þingmaðurinn Ásmundur Friðriksson greiddar um 4,6 milljónir króna í aksturskostnað í fyrra fyrir um 47 þúsund ekna kílómetra. Ásmundur er þó langt frá því að vera eini þingmaðurinn sem innheimt hefur mikið fé vegna aksturs. Þannig fékk næsti maður á eftir Ásmundi um 3 og hálfa milljón og sá þriðji um þrjár komma eina, en greiðslur til þeirra 10 sem mest fengu námu um 29 milljónum króna. Í reglum um þingfararkaup var ekkert hámark sett á þann kostnað sem unnt er að innheimta fyrir akstur en mun það nú breytast. Aksturskostnaður þingmanna Alþingi Tengdar fréttir Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Vísir sendi fyrirspurn á alla þingmenn varðandi endurgreiðslur á aksturskostnaði. 16. febrúar 2018 13:00 Ætla að taka reglur um þingfararkostnað til skoðunar Til stendur að fylgja betur eftir hlýðni við reglur um þingfararkostnað, þannig að þeir þingmenn sem aka mest vegna vinnu sinnar nýti hagkvæmustu samgöngumáta hverju sinni. 10. febrúar 2018 13:02 4,6 milljónir endurgreiddar vegna 47 þúsund kílómetra aksturs þingmanns Alþingi endurgreiddi þingmönnum tæpar 30 milljónir króna vegna aksturskostnaðar á síðasta ári. 8. febrúar 2018 16:25 Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ Sjá meira
Forsætisnefnd Alþingis hefur samþykkt breytingar á reglum um þingfararkostnað sem tengjast endurgreiðsla vegna aksturskostnaðar. Í fyrsta lagi eru ákvæði um bílaleigubíla gerð skýrari, einkum fyrir þá þingmenn sem falla undir svokallaðan heimanakstur, það er akstur til og frá heimili daglega um þingtímann. Akstur á eigin bifreiðum, sem kemur til endurgreiðslu, verður bundinn hámarki við fimmtán þúsund kílómetra. Þá eru einnig sett skýr ákvæði um þau staðfestingargögn sem skila þarf inn til þess að fá endurgreiðslu auk þess sem sett eru ný ákvæði um með hvaða skilmálum þingmenn geta notað bílaleigubíl. Í tilkynningu frá forseta Alþingis segir að breytingar á reglunum verði birtar á vef Alþingis á morgun. Átta þingmenn óku meira en 15 þúsund kílómetra á síðasta ári og fengu aksturskostnað endurgreidddan. Þá samþykkti forsætisnefnd í gær á fundi þar sem einnig sátu þingflokksformenn, vinnureglur um birtingu upplýsinga um allan þingfararkostnað. Upplýsingarnar munu birtast á sérstakri síðu og snýr það að fyrirkomulagi þessara mála til framtíðar. Upplýsingar verða miðaðar við 1. jan. 2018 og verða uppfærðar mánaðarlega framvegis. Unnið er að tæknilegum undirbúningi síðunnar, en vonast er til að birting upplýsinga geti hafist næstu daga og komi til fullrar framkvæmdar á næstu tveimur vikum eða svo, eftir því hvernig tæknilegri vinnu vindur fram.Líkt og fram hefur komið fékk þingmaðurinn Ásmundur Friðriksson greiddar um 4,6 milljónir króna í aksturskostnað í fyrra fyrir um 47 þúsund ekna kílómetra. Ásmundur er þó langt frá því að vera eini þingmaðurinn sem innheimt hefur mikið fé vegna aksturs. Þannig fékk næsti maður á eftir Ásmundi um 3 og hálfa milljón og sá þriðji um þrjár komma eina, en greiðslur til þeirra 10 sem mest fengu námu um 29 milljónum króna. Í reglum um þingfararkaup var ekkert hámark sett á þann kostnað sem unnt er að innheimta fyrir akstur en mun það nú breytast.
Aksturskostnaður þingmanna Alþingi Tengdar fréttir Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Vísir sendi fyrirspurn á alla þingmenn varðandi endurgreiðslur á aksturskostnaði. 16. febrúar 2018 13:00 Ætla að taka reglur um þingfararkostnað til skoðunar Til stendur að fylgja betur eftir hlýðni við reglur um þingfararkostnað, þannig að þeir þingmenn sem aka mest vegna vinnu sinnar nýti hagkvæmustu samgöngumáta hverju sinni. 10. febrúar 2018 13:02 4,6 milljónir endurgreiddar vegna 47 þúsund kílómetra aksturs þingmanns Alþingi endurgreiddi þingmönnum tæpar 30 milljónir króna vegna aksturskostnaðar á síðasta ári. 8. febrúar 2018 16:25 Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ Sjá meira
Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Vísir sendi fyrirspurn á alla þingmenn varðandi endurgreiðslur á aksturskostnaði. 16. febrúar 2018 13:00
Ætla að taka reglur um þingfararkostnað til skoðunar Til stendur að fylgja betur eftir hlýðni við reglur um þingfararkostnað, þannig að þeir þingmenn sem aka mest vegna vinnu sinnar nýti hagkvæmustu samgöngumáta hverju sinni. 10. febrúar 2018 13:02
4,6 milljónir endurgreiddar vegna 47 þúsund kílómetra aksturs þingmanns Alþingi endurgreiddi þingmönnum tæpar 30 milljónir króna vegna aksturskostnaðar á síðasta ári. 8. febrúar 2018 16:25