Fjármálaráðherra sakar þingmenn Miðflokksins um innihaldslaust blaður Heimir Már Pétursson skrifar 22. febrúar 2018 14:25 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, svaraði fyrirspurnum frá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins, á þingi í dag. Vísir/Hanna Fjármálaráðherra segir þingmenn Miðflokksins vera með innihaldslaust blaður varðandi sölu á hlut ríkisins í Arion banka til að breiða yfir gjörsamlega mislukkaða kosningabaráttu flokksins. Stefna hans hefði þýtt að ríkið hefði þurft að kaupa Arion banka á sextíu til sjötíu milljarða króna. Salan á hlut ríkisins í bankanum sé hins vegar afkomutengd og tryggi hagsmuni ríkissjóðs. Birgir Þórarinsson þingmaður Miðflokksins spurði fjármálaráðherra á Alþingi í morgun út í fyrirhugaða sölu á 13 prósenta hlut ríkisins í Arion banka. Þar væri skipulögð flétta á ferð að hálfu erlendra vogunarsjóða sem ættu meirihluta í bankanum og ætluðu sér að græða á því að kaupa hlut ríkisins á undirverði. Vogunarsjóðirnir þyrftu ekki að leggja út fyrr kaupunum þar sem þeir gætu notað peninga Arion til að kaupa bréf í bankanum, sem ætti gríðarlega verðmætar eignir. Þetta væri snilld vogunarsjóðanna númer eitt. „Þegar búið er að kaupa ríkið út geta vogunarsjóðirnir gert það sem þeir vilja við eigur bankans. Hlutur þeirra stækkar og verður verðmætari. Þetta er snilld númer tvö,“ sagði Birgir. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði fulltrúa ríkisins á hluthafafundi í Arion hafa lagst gegn því að bankinn fengi heimild til að kaupa eigin bréf. Hins vegar væri einhliða réttur hluthafa til að kaupa hlut ríkisins ótvíræður að mati Bankasýslunnar. „Yfirlýsingar Miðflokksins fyrir kosningar voru gjörsamlega innihaldslausar. Hugmyndin um að það væri hægt að afhenda íslenskum almenningi 1/3 af Arion banka, banka sem ríkið yfirhöfuð átti ekki og myndi þurfa að borga 60 til 70 milljarða til að eignast þann hlut, þær voru innistæðulaust blaður. Engin innistæða fyrir því,“ sagði Bjarni. Það þýði ekki fyrir Miðflokkinn að koma hálfu ári eftir kosningar og blása upp moldviðri um hluti sem legið hafi fyrir í samningum í mörg ár eða allt frá 2009 og séu hluti af aðgerðum stjórnvalda sem hafi heppnast vel. „Til þess að breiða yfir gjörsamlega mislukkaða kosningastefnu Miðflokksins sem nú er að renna upp fyrir mönnum að engin innistæða var fyrir. Eða hvað eru það margir tugir milljarða sem sem háttvirtur þingmaður er tilbúin til að reiða fram til að kaupa hlut í fjármálafyrirtæki. Þannig að hægt sé að efna kosningaloforð Miðflokksins um að dæla út 70 milljörðum og gjaldfæra á ríkissjóð,“ spurði Bjarni.Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins.Ríkið tryggt fyrir auknu verðmæti bankans síðarBirgir sagði verðmæti Arion banka gríðarleg. „Þá birtist okkur sú staðreynd að það er markmið erlendra hluthafa bankans að nota eigið fé bankans til að kaup hlut ríkisins á undirverði. Til þess eins að eignarhlutur annarra hluthafa, sem eru erlendir vogunarsjóðir, aukist að verðmæti,“ sagði Birgir. Fjármálaráðherra sagði Birgi vera kominn með svarið um verðmæti Arion, sem að hans mati væri meira en greiðsla fyrir 13 prósenta hlut ríkisins í bankanum gæfi til kynna. „Og þá er ég með góðar fréttir fyrir háttvirtan þingmann. Við gerðum afkomuskiptasamning við eigendur bankans; Kaupþing. Hann virkar þannig að ef bankinn selst á bilinu 100 til 140 milljarða skiptist það verð þannig að 1/3 renni beint til ríkisins,“ sagði Bjarni. Ef bankinn seldist á 140 til 160 milljarða fengi ríkið helming söluverðsins. „Og ef bankinn selst, eins og háttvirtur þingmaður virðist trúa, jafnvel á meira en 160 milljarða, þ.e.a.s. hlutur Kaupþings, fær ríkið ¾ af kaupverðinu á grundvelli afkomuskiptasamnings. Þannig að ef þetta gengur allt eftir í alþjóðlegu útboði sem ætti að vera ágætis leið til að finna út hvert raunverulegt virði bankans, þá skilar það sér mjög ríkulega beint til ríkisins,“ sagði Bjarni Benediktsson. Alþingi Salan á Arion banka Tengdar fréttir Kaupréttur á hlut ríkisins í Arion banka fortakslaus Ríkinu er skylt að selja hlut sinn í Arion banka samkvæmt ákvæði um kauprétt í hluthafasamkomulagi frá 2009. 19. febrúar 2018 21:30 Sigmundur telur stjórnvöld missa tökin á stöðunni með sölu Arion Sala ríkisins á hlut sínum byggist á samkomulagi sem ríkið gerði við kröfuhafa Kaupþings um fjármögnun Arion. 20. febrúar 2018 06:00 Bankasýslan leggur til sölu á eignarhlut ríkisins í Arion banka Dótturfélag Kaupþings eignast 13% eignarhlut ríkisins í Arion banka samkvæmt tillögu Bankasýslunnar til fjármálaráðherra. 19. febrúar 2018 19:02 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Fjármálaráðherra segir þingmenn Miðflokksins vera með innihaldslaust blaður varðandi sölu á hlut ríkisins í Arion banka til að breiða yfir gjörsamlega mislukkaða kosningabaráttu flokksins. Stefna hans hefði þýtt að ríkið hefði þurft að kaupa Arion banka á sextíu til sjötíu milljarða króna. Salan á hlut ríkisins í bankanum sé hins vegar afkomutengd og tryggi hagsmuni ríkissjóðs. Birgir Þórarinsson þingmaður Miðflokksins spurði fjármálaráðherra á Alþingi í morgun út í fyrirhugaða sölu á 13 prósenta hlut ríkisins í Arion banka. Þar væri skipulögð flétta á ferð að hálfu erlendra vogunarsjóða sem ættu meirihluta í bankanum og ætluðu sér að græða á því að kaupa hlut ríkisins á undirverði. Vogunarsjóðirnir þyrftu ekki að leggja út fyrr kaupunum þar sem þeir gætu notað peninga Arion til að kaupa bréf í bankanum, sem ætti gríðarlega verðmætar eignir. Þetta væri snilld vogunarsjóðanna númer eitt. „Þegar búið er að kaupa ríkið út geta vogunarsjóðirnir gert það sem þeir vilja við eigur bankans. Hlutur þeirra stækkar og verður verðmætari. Þetta er snilld númer tvö,“ sagði Birgir. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði fulltrúa ríkisins á hluthafafundi í Arion hafa lagst gegn því að bankinn fengi heimild til að kaupa eigin bréf. Hins vegar væri einhliða réttur hluthafa til að kaupa hlut ríkisins ótvíræður að mati Bankasýslunnar. „Yfirlýsingar Miðflokksins fyrir kosningar voru gjörsamlega innihaldslausar. Hugmyndin um að það væri hægt að afhenda íslenskum almenningi 1/3 af Arion banka, banka sem ríkið yfirhöfuð átti ekki og myndi þurfa að borga 60 til 70 milljarða til að eignast þann hlut, þær voru innistæðulaust blaður. Engin innistæða fyrir því,“ sagði Bjarni. Það þýði ekki fyrir Miðflokkinn að koma hálfu ári eftir kosningar og blása upp moldviðri um hluti sem legið hafi fyrir í samningum í mörg ár eða allt frá 2009 og séu hluti af aðgerðum stjórnvalda sem hafi heppnast vel. „Til þess að breiða yfir gjörsamlega mislukkaða kosningastefnu Miðflokksins sem nú er að renna upp fyrir mönnum að engin innistæða var fyrir. Eða hvað eru það margir tugir milljarða sem sem háttvirtur þingmaður er tilbúin til að reiða fram til að kaupa hlut í fjármálafyrirtæki. Þannig að hægt sé að efna kosningaloforð Miðflokksins um að dæla út 70 milljörðum og gjaldfæra á ríkissjóð,“ spurði Bjarni.Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins.Ríkið tryggt fyrir auknu verðmæti bankans síðarBirgir sagði verðmæti Arion banka gríðarleg. „Þá birtist okkur sú staðreynd að það er markmið erlendra hluthafa bankans að nota eigið fé bankans til að kaup hlut ríkisins á undirverði. Til þess eins að eignarhlutur annarra hluthafa, sem eru erlendir vogunarsjóðir, aukist að verðmæti,“ sagði Birgir. Fjármálaráðherra sagði Birgi vera kominn með svarið um verðmæti Arion, sem að hans mati væri meira en greiðsla fyrir 13 prósenta hlut ríkisins í bankanum gæfi til kynna. „Og þá er ég með góðar fréttir fyrir háttvirtan þingmann. Við gerðum afkomuskiptasamning við eigendur bankans; Kaupþing. Hann virkar þannig að ef bankinn selst á bilinu 100 til 140 milljarða skiptist það verð þannig að 1/3 renni beint til ríkisins,“ sagði Bjarni. Ef bankinn seldist á 140 til 160 milljarða fengi ríkið helming söluverðsins. „Og ef bankinn selst, eins og háttvirtur þingmaður virðist trúa, jafnvel á meira en 160 milljarða, þ.e.a.s. hlutur Kaupþings, fær ríkið ¾ af kaupverðinu á grundvelli afkomuskiptasamnings. Þannig að ef þetta gengur allt eftir í alþjóðlegu útboði sem ætti að vera ágætis leið til að finna út hvert raunverulegt virði bankans, þá skilar það sér mjög ríkulega beint til ríkisins,“ sagði Bjarni Benediktsson.
Alþingi Salan á Arion banka Tengdar fréttir Kaupréttur á hlut ríkisins í Arion banka fortakslaus Ríkinu er skylt að selja hlut sinn í Arion banka samkvæmt ákvæði um kauprétt í hluthafasamkomulagi frá 2009. 19. febrúar 2018 21:30 Sigmundur telur stjórnvöld missa tökin á stöðunni með sölu Arion Sala ríkisins á hlut sínum byggist á samkomulagi sem ríkið gerði við kröfuhafa Kaupþings um fjármögnun Arion. 20. febrúar 2018 06:00 Bankasýslan leggur til sölu á eignarhlut ríkisins í Arion banka Dótturfélag Kaupþings eignast 13% eignarhlut ríkisins í Arion banka samkvæmt tillögu Bankasýslunnar til fjármálaráðherra. 19. febrúar 2018 19:02 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Kaupréttur á hlut ríkisins í Arion banka fortakslaus Ríkinu er skylt að selja hlut sinn í Arion banka samkvæmt ákvæði um kauprétt í hluthafasamkomulagi frá 2009. 19. febrúar 2018 21:30
Sigmundur telur stjórnvöld missa tökin á stöðunni með sölu Arion Sala ríkisins á hlut sínum byggist á samkomulagi sem ríkið gerði við kröfuhafa Kaupþings um fjármögnun Arion. 20. febrúar 2018 06:00
Bankasýslan leggur til sölu á eignarhlut ríkisins í Arion banka Dótturfélag Kaupþings eignast 13% eignarhlut ríkisins í Arion banka samkvæmt tillögu Bankasýslunnar til fjármálaráðherra. 19. febrúar 2018 19:02