Brotthvarfið svakalegt Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 23. febrúar 2018 06:00 Menntamálaráðherra vill auka sálfræðiþjónustu í skólum. Vísir/ernir Niðurstöður skýrslu Menntamálastofnunar um brotthvarf úr framhaldsskólum gefur tilefni til að styrkja sálfræðiþjónustu í framhaldsskólum. Þetta segir Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra. 141 nemandi hætti námi í framhaldsskóla á haustönn vegna andlegra veikinda en í heildina hættu ríflega 750. „Það er mín skoðun að við þurfum að styrkja alla umgjörð í kringum skólakerfið á Íslandi,“ segir Lilja og bendir á að brotthvarf hér sé meira en á hinum Norðurlöndunum. Nú sé skýrsla stofnunarinnar komin og í kjölfarið sé hægt að nýta hana til að fara í aðgerðir til að sporna við brotthvarfi. Lilja segir að þær Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra séu nú að vinna í málinu. „Við höfum nú þegar fundað um hvernig sé hægt að auka sálfræðiþjónustu og gera hana aðgengilegri og erum búin að setja fólk í ráðuneytunum í vinnu til að móta þetta með okkur,“ segir Lilja. Þá segist hún jafnframt hafa fundað mikið um málið með stúdentahreyfingunni á háskólastigi. Þar sé sama vandamál til staðar. „Þetta er auðvitað samtvinnað, framhaldsskólastigið og háskólastigið.“Óskað eftir fjármagni Í skýrslunni kemur fram að átta skólar hafi fengið styrki til að auka aðgengi að sálfræðiþjónustu árið 2016 „en samkvæmt skráningu á ástæðum brotthvarfs eru andleg veikindi ein helsta ástæða þess að nemendur hafa hætt í námi í umræddum skólum áður en til lokaprófa kom“. Skólarnir óskuðu ýmist eftir fjármagni til að ráða sálfræðing eða til að kaupa þjónustu af einkaaðilum. Samkvæmt skýrslunni réðu tveir skólar sálfræðing í hálft starf, Menntaskólinn við Hamrahlíð og Fjölbrautaskóli Suðurnesja. Heildarmat á útkomunni í FS liggur ekki fyrir en í skýrslunni segir að þar sé mælanlegur jákvæður árangur. „Færri sem hætta vegna andlegra veikinda,“ segir um árangurinn í MH. Þá segir einnig í umsögnum um árangur þeirra skóla sem bjóða upp á sálfræðiaðstoð í einhverri mynd að árangurinn sé almennt góður. Davíð Snær Jónsson, formaður Sambands íslenskra framhaldsskólanema (SÍF), segir tölurnar uggvænlegar. SÍF hefur undanfarið staðið að herferð á samfélagsmiðlum í þeim tilgangi að þrýsta á stjórnvöld að bjóða upp á gjaldfrjálsa sálfræðiþjónustu í framhaldsskólum. „Við teljum að andlegi þátturinn í þessu sé gríðarlega stór,“ segir Davíð og bætir því við að nemendur í MH séu til að mynda mjög ánægðir með hvernig staðið sé að sálfræðiþjónustu þar. „Sálfræðingurinn er meðal annars með prófkvíðanámskeið þannig að hann er ekki bara að hitta einstaklinga heldur er hann líka að hitta hópinn og tala opinskátt um þessi mál.“ Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Sjá meira
Niðurstöður skýrslu Menntamálastofnunar um brotthvarf úr framhaldsskólum gefur tilefni til að styrkja sálfræðiþjónustu í framhaldsskólum. Þetta segir Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra. 141 nemandi hætti námi í framhaldsskóla á haustönn vegna andlegra veikinda en í heildina hættu ríflega 750. „Það er mín skoðun að við þurfum að styrkja alla umgjörð í kringum skólakerfið á Íslandi,“ segir Lilja og bendir á að brotthvarf hér sé meira en á hinum Norðurlöndunum. Nú sé skýrsla stofnunarinnar komin og í kjölfarið sé hægt að nýta hana til að fara í aðgerðir til að sporna við brotthvarfi. Lilja segir að þær Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra séu nú að vinna í málinu. „Við höfum nú þegar fundað um hvernig sé hægt að auka sálfræðiþjónustu og gera hana aðgengilegri og erum búin að setja fólk í ráðuneytunum í vinnu til að móta þetta með okkur,“ segir Lilja. Þá segist hún jafnframt hafa fundað mikið um málið með stúdentahreyfingunni á háskólastigi. Þar sé sama vandamál til staðar. „Þetta er auðvitað samtvinnað, framhaldsskólastigið og háskólastigið.“Óskað eftir fjármagni Í skýrslunni kemur fram að átta skólar hafi fengið styrki til að auka aðgengi að sálfræðiþjónustu árið 2016 „en samkvæmt skráningu á ástæðum brotthvarfs eru andleg veikindi ein helsta ástæða þess að nemendur hafa hætt í námi í umræddum skólum áður en til lokaprófa kom“. Skólarnir óskuðu ýmist eftir fjármagni til að ráða sálfræðing eða til að kaupa þjónustu af einkaaðilum. Samkvæmt skýrslunni réðu tveir skólar sálfræðing í hálft starf, Menntaskólinn við Hamrahlíð og Fjölbrautaskóli Suðurnesja. Heildarmat á útkomunni í FS liggur ekki fyrir en í skýrslunni segir að þar sé mælanlegur jákvæður árangur. „Færri sem hætta vegna andlegra veikinda,“ segir um árangurinn í MH. Þá segir einnig í umsögnum um árangur þeirra skóla sem bjóða upp á sálfræðiaðstoð í einhverri mynd að árangurinn sé almennt góður. Davíð Snær Jónsson, formaður Sambands íslenskra framhaldsskólanema (SÍF), segir tölurnar uggvænlegar. SÍF hefur undanfarið staðið að herferð á samfélagsmiðlum í þeim tilgangi að þrýsta á stjórnvöld að bjóða upp á gjaldfrjálsa sálfræðiþjónustu í framhaldsskólum. „Við teljum að andlegi þátturinn í þessu sé gríðarlega stór,“ segir Davíð og bætir því við að nemendur í MH séu til að mynda mjög ánægðir með hvernig staðið sé að sálfræðiþjónustu þar. „Sálfræðingurinn er meðal annars með prófkvíðanámskeið þannig að hann er ekki bara að hitta einstaklinga heldur er hann líka að hitta hópinn og tala opinskátt um þessi mál.“
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Sjá meira