Tæp 73 prósent landsmanna vilja Sigríði Andersen frá Jakob Bjarnar skrifar 23. febrúar 2018 13:30 Sigríður Andersen dómsmálaráðherra ræðir við fjölmiðla. visir/anton brink Ný skoðanakönnun sýnir að mikill meirihluti er á því að Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra eigi að segja af sér, alls 72,5 prósent aðspurðra.Þetta kemur fram í skoðanakönnun sem Maskína vann fyrir Stundina. Tilefnið er hörð gagnrýni sem Sigríður hefur mátt sæta vegna Landsréttarmálsins svokallaða; Sigríður skipaði dómara við réttinn í trássi við umsögn hæfisnefndar og þrátt fyrir ráðleggingar sérfræðinga ráðuneytisins. Ýmsir þingmenn hafa lagt það til við Sigríði að hún sjái sóma sinn í að segja af sér vegna málsins. Leikur vafi á um hvort réttaróvissa ríki í kjölfar þessa, að dómar Landsréttar geti ekki talist löglegir þegar Hæstiréttur hefur kveðið úr um að skipan dómara við réttinn er ekki lögmæt.Þversagnir hinna íslensku stjórnmála Stundin greinir niðurstöður skoðanakönnunarinnar að teknu tilliti til stuðnings við stjórnmálaflokka. Þannig kemur fram að 92,4 prósent kjósenda Vinstri grænna telja að Sigríði beri að víkja sem er athyglisvert meðal annars í ljósi þess að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur gefið það út að Landsréttarmálið sé ekki þess eðlis að Sigríði beri að víkja, ekki sé hefð fyrir því.Sem kunnugt er sáu langflestir kjósendur Vg í aðdraganda alþingiskosninga það sem lakastan kost að ganga til stjórnarsamstarfs við Sjálfstæðisflokkinn. Sú varð þó raunin og það er svo ein af þversögnum íslenskra stjórnmála að stuðningsmenn Vinstri grænna virðast afar sáttir við stjórnarsamstarfið, sé litið til þess að flokkurinn hefur aldrei verið stærri.Konur harðari á því að Sigríður fari en karlar Samkvæmt könnuninni eru konur líklegri en karlar til að vilja Sigríður burtu, alls 76,9 prósent kvenna á móti 68,3 prósentum karla. „Fólk á aldrinum 30 til 39 ára er líklegast til þess að vilja að hún segi af sér en 78,1 prósent fólk á því aldursbili segja að Sigríður eigi að segja af sér ráðherradómi. Þeir sem eru 60 ára og eldri eru hins vegar líklegastir til þess að vilja að hún sitji áfram sem dómsmálaráðherra en 34,1 prósent aðspurðra í þeim aldurshópi vilja að hún sitji áfram, en 65,9 prósent vilja að hún segi af sér,“ segir í Stundinni. Kjósendur allra flokka eru á því að Sigríði beri að víkja, fyrir utan Sjálfstæðisflokksfólk. 77 prósent þeirra vilja að Sigríður sitji og svo stuðningsmenn Miðflokksins; 56 prósent þeirra telja Sigríði sætt. Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Telur einsýnt að vantrauststillaga verði lögð fram á dómsmálaráðherra Fundur í stjórnskipunar-ogeftirlitsnefnd verður í hádeginu og en næstu skref verða ákveðin í Landsréttarmálinu. 6. febrúar 2018 12:13 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Sjá meira
Ný skoðanakönnun sýnir að mikill meirihluti er á því að Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra eigi að segja af sér, alls 72,5 prósent aðspurðra.Þetta kemur fram í skoðanakönnun sem Maskína vann fyrir Stundina. Tilefnið er hörð gagnrýni sem Sigríður hefur mátt sæta vegna Landsréttarmálsins svokallaða; Sigríður skipaði dómara við réttinn í trássi við umsögn hæfisnefndar og þrátt fyrir ráðleggingar sérfræðinga ráðuneytisins. Ýmsir þingmenn hafa lagt það til við Sigríði að hún sjái sóma sinn í að segja af sér vegna málsins. Leikur vafi á um hvort réttaróvissa ríki í kjölfar þessa, að dómar Landsréttar geti ekki talist löglegir þegar Hæstiréttur hefur kveðið úr um að skipan dómara við réttinn er ekki lögmæt.Þversagnir hinna íslensku stjórnmála Stundin greinir niðurstöður skoðanakönnunarinnar að teknu tilliti til stuðnings við stjórnmálaflokka. Þannig kemur fram að 92,4 prósent kjósenda Vinstri grænna telja að Sigríði beri að víkja sem er athyglisvert meðal annars í ljósi þess að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur gefið það út að Landsréttarmálið sé ekki þess eðlis að Sigríði beri að víkja, ekki sé hefð fyrir því.Sem kunnugt er sáu langflestir kjósendur Vg í aðdraganda alþingiskosninga það sem lakastan kost að ganga til stjórnarsamstarfs við Sjálfstæðisflokkinn. Sú varð þó raunin og það er svo ein af þversögnum íslenskra stjórnmála að stuðningsmenn Vinstri grænna virðast afar sáttir við stjórnarsamstarfið, sé litið til þess að flokkurinn hefur aldrei verið stærri.Konur harðari á því að Sigríður fari en karlar Samkvæmt könnuninni eru konur líklegri en karlar til að vilja Sigríður burtu, alls 76,9 prósent kvenna á móti 68,3 prósentum karla. „Fólk á aldrinum 30 til 39 ára er líklegast til þess að vilja að hún segi af sér en 78,1 prósent fólk á því aldursbili segja að Sigríður eigi að segja af sér ráðherradómi. Þeir sem eru 60 ára og eldri eru hins vegar líklegastir til þess að vilja að hún sitji áfram sem dómsmálaráðherra en 34,1 prósent aðspurðra í þeim aldurshópi vilja að hún sitji áfram, en 65,9 prósent vilja að hún segi af sér,“ segir í Stundinni. Kjósendur allra flokka eru á því að Sigríði beri að víkja, fyrir utan Sjálfstæðisflokksfólk. 77 prósent þeirra vilja að Sigríður sitji og svo stuðningsmenn Miðflokksins; 56 prósent þeirra telja Sigríði sætt.
Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Telur einsýnt að vantrauststillaga verði lögð fram á dómsmálaráðherra Fundur í stjórnskipunar-ogeftirlitsnefnd verður í hádeginu og en næstu skref verða ákveðin í Landsréttarmálinu. 6. febrúar 2018 12:13 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Sjá meira
Telur einsýnt að vantrauststillaga verði lögð fram á dómsmálaráðherra Fundur í stjórnskipunar-ogeftirlitsnefnd verður í hádeginu og en næstu skref verða ákveðin í Landsréttarmálinu. 6. febrúar 2018 12:13