Landsliðsþjálfari Serba var fullur á hliðarlínunni á EM í handbolta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. febrúar 2018 15:25 Jovica Cvetkovic. Vísir/Getty Leikmenn serbneska landsliðsins í handbolta sendu í dag frá sér yfirlýsingu vegna landsliðsþjálfarans Jovica Cvetkovic og framkomu hans á Evrópumótinu í handbolta í Króatíu í janúar. Serbneska landsliðið sendi íslenska landsliðið heim af EM eftir sigur í lokaumferð riðlakeppninnar. Það var hinsvegar eini sigur serbneska landsliðsins á mótinu. Króatíska síðan 24sata segir frá yfirlýsingu leikmanna serbneska liðsins og það er heldur betur athyglisverður lestur. Fyrirsögnin er: „Serbneski þjálfarinn var fullur á hverju kvöldi: Vissi ekki hvar leikmennirnir hans spiluðu“ Jovica Cvetkovic var frábær leikmaður á sínum tíma og heimsmeistari með Júgóslavíu á HM í Svis 1986. Hann hefur þjálfað serbneska landsliðið frá því í október 2016. Það var hinsvegar ekki glæsileg framkoma hjá honum á Evrópumótinu í Króatíu. Leikmennirnir saka nefnilega Cvetkovic um að hafa ekki vitað með hvaða félagsliðum leikmennirnir spiluðu, segja hann hafa verið fullan á hliðarlínunni í lokaleiknum á móti Hvíta-Rússlandi og að hann hafi skilið eftir 1200 evru reikning á hótelinu. Þessar tólf hundruð evrur, 149 þúsund krónur íslenskar, fóru víst í áfengi úr hótelherbergisbarnum.Jovica CvetkovicVísir/GettyLeikmennirnir stigu fram af því að þeir segja landsliðsþjálfarinn hafi verið að ljúga upp á þá í viðtölum við fjölmiðla. Þeir gátu ekki setið lengur undir því. Zarko Sesum er einn leikmaðurinn sem landsliðsþjálfarinn vissi ekki hvar spilaði. Hann hefur verið í Göppingen í fjögur ár en þjálfarinn hélt að hann væri ennþá leikmaður Rhein Neckar Löwen. Jovica Cvetkovic réðst líka fullur á varaformanninn Dragan Skrbic og sló hann. Leikmenn serbneska liðsins þurftu að stíga á milli þeirra og stilla til friðar. 86 prósent æfinga liðsins á mótinu fóru ekki fram og þjálfarinn og aðstoðarmenn hans skiptu sér lítið að leikmönnunum. Þeir ferðuðust þannig ekki í sama bíl og leikmennirnir. Leikmennirnir vissu oft ekkert um hvað var í gangi eða hvar þeir áttu að vera. EM 2018 í handbolta Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Fleiri fréttir Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Sjá meira
Leikmenn serbneska landsliðsins í handbolta sendu í dag frá sér yfirlýsingu vegna landsliðsþjálfarans Jovica Cvetkovic og framkomu hans á Evrópumótinu í handbolta í Króatíu í janúar. Serbneska landsliðið sendi íslenska landsliðið heim af EM eftir sigur í lokaumferð riðlakeppninnar. Það var hinsvegar eini sigur serbneska landsliðsins á mótinu. Króatíska síðan 24sata segir frá yfirlýsingu leikmanna serbneska liðsins og það er heldur betur athyglisverður lestur. Fyrirsögnin er: „Serbneski þjálfarinn var fullur á hverju kvöldi: Vissi ekki hvar leikmennirnir hans spiluðu“ Jovica Cvetkovic var frábær leikmaður á sínum tíma og heimsmeistari með Júgóslavíu á HM í Svis 1986. Hann hefur þjálfað serbneska landsliðið frá því í október 2016. Það var hinsvegar ekki glæsileg framkoma hjá honum á Evrópumótinu í Króatíu. Leikmennirnir saka nefnilega Cvetkovic um að hafa ekki vitað með hvaða félagsliðum leikmennirnir spiluðu, segja hann hafa verið fullan á hliðarlínunni í lokaleiknum á móti Hvíta-Rússlandi og að hann hafi skilið eftir 1200 evru reikning á hótelinu. Þessar tólf hundruð evrur, 149 þúsund krónur íslenskar, fóru víst í áfengi úr hótelherbergisbarnum.Jovica CvetkovicVísir/GettyLeikmennirnir stigu fram af því að þeir segja landsliðsþjálfarinn hafi verið að ljúga upp á þá í viðtölum við fjölmiðla. Þeir gátu ekki setið lengur undir því. Zarko Sesum er einn leikmaðurinn sem landsliðsþjálfarinn vissi ekki hvar spilaði. Hann hefur verið í Göppingen í fjögur ár en þjálfarinn hélt að hann væri ennþá leikmaður Rhein Neckar Löwen. Jovica Cvetkovic réðst líka fullur á varaformanninn Dragan Skrbic og sló hann. Leikmenn serbneska liðsins þurftu að stíga á milli þeirra og stilla til friðar. 86 prósent æfinga liðsins á mótinu fóru ekki fram og þjálfarinn og aðstoðarmenn hans skiptu sér lítið að leikmönnunum. Þeir ferðuðust þannig ekki í sama bíl og leikmennirnir. Leikmennirnir vissu oft ekkert um hvað var í gangi eða hvar þeir áttu að vera.
EM 2018 í handbolta Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Fleiri fréttir Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti