Pedersen: Slæmt umtal hafði engin áhrif Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. febrúar 2018 22:19 Craig Pedersen, landsliðsþjálfari Íslands. Vísir/Bára Craig Pedersen var ánægður með frammistöðu íslenska landsliðsins eftir fimm stiga sigur á Finnlandi í kvöld, 81-76. Með sigrinum heldur Ísland í vonina um að komast á HM 2019. „Þetta var mikilvægur sigur. Það er nokkuð síðan að við unnum síðast leik enda höfum við verið að spila við sterkar þjóðir - meðal annars Finnland. Það var ekki bara mikilvægt að vinna leikinn heldur einnig hvernig við unnum leikinn. Við spiluðum vel í kvöld,“ sagði Pedersen við Vísi eftir leikinn í kvöld. „Þó svo að það hafi ekki allt gengið upp í kvöld vorum við að gera margt mjög vel og betur en í síðustu leikjum. Baráttan var til staðar í kvöld og hún þarf að vera það líka á sunnudag,“ sagði hann enn fremur. Umræðan um landsliðið síðustu árin hefur verið afar jákvæð en gagnrýni hefur látið á sér kræla síðustu daga og vikur. Pedersen segir að það hafi engin áhrif haft á leikmenn. „Það var einhver umræða í byrjun vikunnar en það var aldrei komið með þetta inn á æfingar. Ég fann aldrei fyrir þessu í loftinu á æfingum. Þetta var raunar mun betri æfingavika en ég bjóst við. Hún hefur verið algerlega framúrskarandi.“ Ísland mætir Tékklandi á sunnudag í mikilvægum leik og þá snýr Tryggvi Snær Hlinason aftur í liðið en hann var veðurtepptur í Svíþjóð í kvöld og komst því ekki í leikinn. „Tékkarnir eru með nokkra mjög stóra leikmenn og við þurfum því að Tryggvi verði klár í slaginn eins fljótt og mögulegt er. Ef við hefðum þurft að velja á milli leikja sem Tryggvi gæti spilað þá hefði það verið leikurinn á sunnudag. Við þurfum á hæðinni hans að halda,“ sagði Pedersen sem segist auðvitað vonsvikinn að Tryggvi hafi misst af leiknum í kvöld. „Við hefðum getað notað Tryggva nokkrum sinnum í kvöld. En á móti kemur að við þurfum að breyta vörninni okkar þegar hann spilar og það getur stundum verið ruglingslegt. Það væri auðvitað alltaf betra að eiga þann möguleika að geta notað leikmann eins og Tryggva. En maður hefur enga stjórn á sumum málum og þetta var eitt af þeim.“ Körfubolti Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Selfoss jafnaði metin Handbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Fleiri fréttir „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Sjá meira
Craig Pedersen var ánægður með frammistöðu íslenska landsliðsins eftir fimm stiga sigur á Finnlandi í kvöld, 81-76. Með sigrinum heldur Ísland í vonina um að komast á HM 2019. „Þetta var mikilvægur sigur. Það er nokkuð síðan að við unnum síðast leik enda höfum við verið að spila við sterkar þjóðir - meðal annars Finnland. Það var ekki bara mikilvægt að vinna leikinn heldur einnig hvernig við unnum leikinn. Við spiluðum vel í kvöld,“ sagði Pedersen við Vísi eftir leikinn í kvöld. „Þó svo að það hafi ekki allt gengið upp í kvöld vorum við að gera margt mjög vel og betur en í síðustu leikjum. Baráttan var til staðar í kvöld og hún þarf að vera það líka á sunnudag,“ sagði hann enn fremur. Umræðan um landsliðið síðustu árin hefur verið afar jákvæð en gagnrýni hefur látið á sér kræla síðustu daga og vikur. Pedersen segir að það hafi engin áhrif haft á leikmenn. „Það var einhver umræða í byrjun vikunnar en það var aldrei komið með þetta inn á æfingar. Ég fann aldrei fyrir þessu í loftinu á æfingum. Þetta var raunar mun betri æfingavika en ég bjóst við. Hún hefur verið algerlega framúrskarandi.“ Ísland mætir Tékklandi á sunnudag í mikilvægum leik og þá snýr Tryggvi Snær Hlinason aftur í liðið en hann var veðurtepptur í Svíþjóð í kvöld og komst því ekki í leikinn. „Tékkarnir eru með nokkra mjög stóra leikmenn og við þurfum því að Tryggvi verði klár í slaginn eins fljótt og mögulegt er. Ef við hefðum þurft að velja á milli leikja sem Tryggvi gæti spilað þá hefði það verið leikurinn á sunnudag. Við þurfum á hæðinni hans að halda,“ sagði Pedersen sem segist auðvitað vonsvikinn að Tryggvi hafi misst af leiknum í kvöld. „Við hefðum getað notað Tryggva nokkrum sinnum í kvöld. En á móti kemur að við þurfum að breyta vörninni okkar þegar hann spilar og það getur stundum verið ruglingslegt. Það væri auðvitað alltaf betra að eiga þann möguleika að geta notað leikmann eins og Tryggva. En maður hefur enga stjórn á sumum málum og þetta var eitt af þeim.“
Körfubolti Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Selfoss jafnaði metin Handbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Fleiri fréttir „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Sjá meira