„Ég er næsti Martin Hermannsson“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 25. febrúar 2018 18:45 Martin átti enn einn stórleikinn í íslenska landsliðsbúningnum vísir/bára Martin Hermannsson var mjög sáttur eftir eins stigs sigur Íslands á Tékkum í undankeppni HM 2019 í körfubolta. Íslenska liðið hafði verið yfir með 14 stigum þegar fimm mínútur lifðu af leiknum en töpuðu forystunni niður í eitt stig. „Þetta var sannarlega hörku leikur. Við þurfum eiginlega að finna eitthvað nýtt og stærra lýsingarorð yfir það. Þetta var hrikalega gaman og það er búið að vera hrikalega gaman að spila núna um helgina með þessum strákum. Þú kveður ekki Loga á betri hátt en þetta,“ sagði Martin eftir leikinn, en leikirnir tveir um helgina voru kveðjuleikir Loga Gunnarssonar með landsliðinu. Eins og áður segir misstu strákarnir niður forskot undir lok leiksins og var spennan orðin gríðarleg undir lokin. Flest allir í Laugardalshöllinni voru á nálum, en hvernig leið leikmönnunum? „Það var ekkert stress maður, allir voða rólegir,“ sagði Martin glottandi, en viðurkenndi þó að svo var ekki. „Nei, auðvitað vorum við stressaðir, maður var smá pirraður að hafa ekki klárað leikinn fyrr og gert aðeins betur í lokin.“ „Við erum orðnir það góðir að við erum yfirleitt í stöðu til að vinna í lok leikja og við þurfum bara að læra betur að loka leikjunum og gera út um þá fyrr. En sigur er sigur og hann er ennþá sætari svona.“ „Við vorum mjög góðir, sérstaklega varnarlega. Höldum Tékkum í 75 stigum og Finnum í einhverju svipuðu, og það er eitthvað sem hefur einkennt okkur, brjálaður varnarleikur og að keyra í bakið á þeim. Við hefðum átt að fara yfir 80 stiga múrinn í dag, við skoruðum ekki síðustu mínúturnar, þannig að þetta hefði ekki átt að vera svona tæpt.“ Martin átti enn einu sinni stórleik í íslenska liðinu, hann var með 26 stig og 3 stoðsendingar. Er hann hinn næsti Jón Arnór Stefánsson, besti körfuboltamaður í sögu íslensks körfubolta? „Ég er næsti Martin Hermannsson,“ sagði Martin kátur í bragði. „Mér leið vel um helgina, lappirnar reyndar alveg búnar á því núna. Ég væri alveg til í að vera hinn nýi Jón Arnór, það er alls ekki leiðum að líkjast.“ Sigurinn skiptir miklu máli í riðlinum, en Tékkland hafði ekki tapað leik til þessa. Ísland hélt sér í öðru sæti, jafnir á stigum og Finnar og einu stigi á eftir Tékkum. „Þetta sprengir allt upp. Búlgaríutapið svíður svolítið ennþá, hefði verið frábært ef við hefðum tekið þann leik. En við bara höldum áfram og eigum tvo leiki eftir í þessum riðli.“ Martin sagði ekkert annað koma til greina en að hefna tapsins úti í Búlgaríu. „Ég vona að þjóðin sé orðin jákvæð núna aftur, allir brosandi að hafa gaman og lifa og njóta,“ sagði Martin Hermannsson. Körfubolti Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Tékkland 76-75 | Ísland kláraði Tékkana í hádramatískum leik Ísland náði að merja sigur á Tékklandi í Laugardalshöllinni í dag eftir mikla dramatík á síðustu sekúndunum 25. febrúar 2018 18:30 Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti CrossFit íþróttafólkið græddi á sigri Trump Sport Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn Fleiri fréttir „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Sjá meira
Martin Hermannsson var mjög sáttur eftir eins stigs sigur Íslands á Tékkum í undankeppni HM 2019 í körfubolta. Íslenska liðið hafði verið yfir með 14 stigum þegar fimm mínútur lifðu af leiknum en töpuðu forystunni niður í eitt stig. „Þetta var sannarlega hörku leikur. Við þurfum eiginlega að finna eitthvað nýtt og stærra lýsingarorð yfir það. Þetta var hrikalega gaman og það er búið að vera hrikalega gaman að spila núna um helgina með þessum strákum. Þú kveður ekki Loga á betri hátt en þetta,“ sagði Martin eftir leikinn, en leikirnir tveir um helgina voru kveðjuleikir Loga Gunnarssonar með landsliðinu. Eins og áður segir misstu strákarnir niður forskot undir lok leiksins og var spennan orðin gríðarleg undir lokin. Flest allir í Laugardalshöllinni voru á nálum, en hvernig leið leikmönnunum? „Það var ekkert stress maður, allir voða rólegir,“ sagði Martin glottandi, en viðurkenndi þó að svo var ekki. „Nei, auðvitað vorum við stressaðir, maður var smá pirraður að hafa ekki klárað leikinn fyrr og gert aðeins betur í lokin.“ „Við erum orðnir það góðir að við erum yfirleitt í stöðu til að vinna í lok leikja og við þurfum bara að læra betur að loka leikjunum og gera út um þá fyrr. En sigur er sigur og hann er ennþá sætari svona.“ „Við vorum mjög góðir, sérstaklega varnarlega. Höldum Tékkum í 75 stigum og Finnum í einhverju svipuðu, og það er eitthvað sem hefur einkennt okkur, brjálaður varnarleikur og að keyra í bakið á þeim. Við hefðum átt að fara yfir 80 stiga múrinn í dag, við skoruðum ekki síðustu mínúturnar, þannig að þetta hefði ekki átt að vera svona tæpt.“ Martin átti enn einu sinni stórleik í íslenska liðinu, hann var með 26 stig og 3 stoðsendingar. Er hann hinn næsti Jón Arnór Stefánsson, besti körfuboltamaður í sögu íslensks körfubolta? „Ég er næsti Martin Hermannsson,“ sagði Martin kátur í bragði. „Mér leið vel um helgina, lappirnar reyndar alveg búnar á því núna. Ég væri alveg til í að vera hinn nýi Jón Arnór, það er alls ekki leiðum að líkjast.“ Sigurinn skiptir miklu máli í riðlinum, en Tékkland hafði ekki tapað leik til þessa. Ísland hélt sér í öðru sæti, jafnir á stigum og Finnar og einu stigi á eftir Tékkum. „Þetta sprengir allt upp. Búlgaríutapið svíður svolítið ennþá, hefði verið frábært ef við hefðum tekið þann leik. En við bara höldum áfram og eigum tvo leiki eftir í þessum riðli.“ Martin sagði ekkert annað koma til greina en að hefna tapsins úti í Búlgaríu. „Ég vona að þjóðin sé orðin jákvæð núna aftur, allir brosandi að hafa gaman og lifa og njóta,“ sagði Martin Hermannsson.
Körfubolti Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Tékkland 76-75 | Ísland kláraði Tékkana í hádramatískum leik Ísland náði að merja sigur á Tékklandi í Laugardalshöllinni í dag eftir mikla dramatík á síðustu sekúndunum 25. febrúar 2018 18:30 Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti CrossFit íþróttafólkið græddi á sigri Trump Sport Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn Fleiri fréttir „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Tékkland 76-75 | Ísland kláraði Tékkana í hádramatískum leik Ísland náði að merja sigur á Tékklandi í Laugardalshöllinni í dag eftir mikla dramatík á síðustu sekúndunum 25. febrúar 2018 18:30