Leikmenn gullliðs Rússa sungu sjálfir sönginn sem mátti ekki spila Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. febrúar 2018 09:30 Rússar syngja hér þjóðsönginn sinn, sönginn sem mátti ekki spila. Vísir/EPA „Við vissum alltaf að við myndum láta verða af þessu ef við næðum að vinna gullið,“ sagði Ilya Kovalchuk, einn af Ólympíumeisturum Rússa í íshokkí. Rússneska landsliðið tryggði sér í gær gullið í íshokkí keppni karla á Ólympíuleikunum í Pyeongchang í Suður-Kóreu með 4-3 sigri á Þýskalandi í úrslitaleiknum. Sigurmarkið kom í framlengingu. Alþjóðaólympíunefndin úrskurðaði fyrir leikana að Rússar fengju ekki að keppa undir sínum fána á Ólympíuleikunum í Pyeongchang og ef þeir myndu vinna gull þá yrði rússneski þjóðsöngurinn ekki spilaður heldur Ólympíulagið. Ólympíulagið var vissulega spilað í verðlaunaafhendingunni en leikmenn rússneska landsliðsins tóku sig þá til og sungu rússneska þjóðsönginn á sama tíma. Rússarnir brutu með þessu reglur Alþjóðaólympíunefndarinnar en aðeins nokkrum tímum fyrr hafði hún úrskurðað að Rússar mættu ekki labba inn á lokahátíðina með fánann sinn.#Putin: These qualities of true fighters were always instrumental in putting our ice hockey squad on the path to victory. This success is a wonderful tribute to the Russian ice hockey school, and a great example for our younger athletes.#Olympics#IceHockey#Russia#RedMachinepic.twitter.com/8451t43sF7 — Russia in Canada (@RussianEmbassyC) February 25, 2018 Rússum var refsað fyrir skipulagða og víðtæka misnotkun íþróttafólks þeirra á ólöglegum lyfjum sem náði hámarki á síðustu vetrarólympíuleikum sem fóru einmitt fram í Rússlandi. Þess vegna máttu Rússar ekki keppa undir fána þjóðar sinnar á leikunum í Pyeongchang. Rússar höfðu ekki unnið gull í íshokkí á Ólympíuleikunum í 26 ár eða síðan þeir unnu undir merkjum Samveldisins í Albertville 1992 og gleðin var mikil í þeirra herbúðum eins og sjá má hér fyrir neðan.The champagne of victory! Russian hockey players celebrate after the #IceHockey#OARvsGER final at the #Olympics#Russiapic.twitter.com/1JcukEHfIm — Russia in Canada (@RussianEmbassyC) February 25, 2018 „Þetta skiptir okkur miklu máli. Við höfum ekki unnið Ólympíuleikana síðan 1992. Það var því orðið langt síðan og þetta var okkar draumur. Mig dreymdi um þetta þegar ég byrjaði að spila íshokkí fimm ára gamall. Þetta er frábært og mjög góð tilfinning,“ sagði Ilya Kovalchuk varafyrirliði rússneska liðsins.Vísir/EPA Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Sport Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Fleiri fréttir Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Frá Klaksvík á Krókinn Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Jón Þór hársbreidd frá HM-gulli Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Ramsey rekinn í sturtu eftir hnefahögg: „Hann hrækti á mig“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Jake Paul mætir Joshua og biður Breta afsökunar fyrir fram Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Meistarinn fékk kalda kveðju: Þú ert það leiðinlegasta við þessa íþrótt Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok „Ég er bestur í heimi og ég get loksins sagt það“ Sjá meira
„Við vissum alltaf að við myndum láta verða af þessu ef við næðum að vinna gullið,“ sagði Ilya Kovalchuk, einn af Ólympíumeisturum Rússa í íshokkí. Rússneska landsliðið tryggði sér í gær gullið í íshokkí keppni karla á Ólympíuleikunum í Pyeongchang í Suður-Kóreu með 4-3 sigri á Þýskalandi í úrslitaleiknum. Sigurmarkið kom í framlengingu. Alþjóðaólympíunefndin úrskurðaði fyrir leikana að Rússar fengju ekki að keppa undir sínum fána á Ólympíuleikunum í Pyeongchang og ef þeir myndu vinna gull þá yrði rússneski þjóðsöngurinn ekki spilaður heldur Ólympíulagið. Ólympíulagið var vissulega spilað í verðlaunaafhendingunni en leikmenn rússneska landsliðsins tóku sig þá til og sungu rússneska þjóðsönginn á sama tíma. Rússarnir brutu með þessu reglur Alþjóðaólympíunefndarinnar en aðeins nokkrum tímum fyrr hafði hún úrskurðað að Rússar mættu ekki labba inn á lokahátíðina með fánann sinn.#Putin: These qualities of true fighters were always instrumental in putting our ice hockey squad on the path to victory. This success is a wonderful tribute to the Russian ice hockey school, and a great example for our younger athletes.#Olympics#IceHockey#Russia#RedMachinepic.twitter.com/8451t43sF7 — Russia in Canada (@RussianEmbassyC) February 25, 2018 Rússum var refsað fyrir skipulagða og víðtæka misnotkun íþróttafólks þeirra á ólöglegum lyfjum sem náði hámarki á síðustu vetrarólympíuleikum sem fóru einmitt fram í Rússlandi. Þess vegna máttu Rússar ekki keppa undir fána þjóðar sinnar á leikunum í Pyeongchang. Rússar höfðu ekki unnið gull í íshokkí á Ólympíuleikunum í 26 ár eða síðan þeir unnu undir merkjum Samveldisins í Albertville 1992 og gleðin var mikil í þeirra herbúðum eins og sjá má hér fyrir neðan.The champagne of victory! Russian hockey players celebrate after the #IceHockey#OARvsGER final at the #Olympics#Russiapic.twitter.com/1JcukEHfIm — Russia in Canada (@RussianEmbassyC) February 25, 2018 „Þetta skiptir okkur miklu máli. Við höfum ekki unnið Ólympíuleikana síðan 1992. Það var því orðið langt síðan og þetta var okkar draumur. Mig dreymdi um þetta þegar ég byrjaði að spila íshokkí fimm ára gamall. Þetta er frábært og mjög góð tilfinning,“ sagði Ilya Kovalchuk varafyrirliði rússneska liðsins.Vísir/EPA
Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Sport Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Fleiri fréttir Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Frá Klaksvík á Krókinn Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Jón Þór hársbreidd frá HM-gulli Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Ramsey rekinn í sturtu eftir hnefahögg: „Hann hrækti á mig“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Jake Paul mætir Joshua og biður Breta afsökunar fyrir fram Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Meistarinn fékk kalda kveðju: Þú ert það leiðinlegasta við þessa íþrótt Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok „Ég er bestur í heimi og ég get loksins sagt það“ Sjá meira