Leikmenn gullliðs Rússa sungu sjálfir sönginn sem mátti ekki spila Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. febrúar 2018 09:30 Rússar syngja hér þjóðsönginn sinn, sönginn sem mátti ekki spila. Vísir/EPA „Við vissum alltaf að við myndum láta verða af þessu ef við næðum að vinna gullið,“ sagði Ilya Kovalchuk, einn af Ólympíumeisturum Rússa í íshokkí. Rússneska landsliðið tryggði sér í gær gullið í íshokkí keppni karla á Ólympíuleikunum í Pyeongchang í Suður-Kóreu með 4-3 sigri á Þýskalandi í úrslitaleiknum. Sigurmarkið kom í framlengingu. Alþjóðaólympíunefndin úrskurðaði fyrir leikana að Rússar fengju ekki að keppa undir sínum fána á Ólympíuleikunum í Pyeongchang og ef þeir myndu vinna gull þá yrði rússneski þjóðsöngurinn ekki spilaður heldur Ólympíulagið. Ólympíulagið var vissulega spilað í verðlaunaafhendingunni en leikmenn rússneska landsliðsins tóku sig þá til og sungu rússneska þjóðsönginn á sama tíma. Rússarnir brutu með þessu reglur Alþjóðaólympíunefndarinnar en aðeins nokkrum tímum fyrr hafði hún úrskurðað að Rússar mættu ekki labba inn á lokahátíðina með fánann sinn.#Putin: These qualities of true fighters were always instrumental in putting our ice hockey squad on the path to victory. This success is a wonderful tribute to the Russian ice hockey school, and a great example for our younger athletes.#Olympics#IceHockey#Russia#RedMachinepic.twitter.com/8451t43sF7 — Russia in Canada (@RussianEmbassyC) February 25, 2018 Rússum var refsað fyrir skipulagða og víðtæka misnotkun íþróttafólks þeirra á ólöglegum lyfjum sem náði hámarki á síðustu vetrarólympíuleikum sem fóru einmitt fram í Rússlandi. Þess vegna máttu Rússar ekki keppa undir fána þjóðar sinnar á leikunum í Pyeongchang. Rússar höfðu ekki unnið gull í íshokkí á Ólympíuleikunum í 26 ár eða síðan þeir unnu undir merkjum Samveldisins í Albertville 1992 og gleðin var mikil í þeirra herbúðum eins og sjá má hér fyrir neðan.The champagne of victory! Russian hockey players celebrate after the #IceHockey#OARvsGER final at the #Olympics#Russiapic.twitter.com/1JcukEHfIm — Russia in Canada (@RussianEmbassyC) February 25, 2018 „Þetta skiptir okkur miklu máli. Við höfum ekki unnið Ólympíuleikana síðan 1992. Það var því orðið langt síðan og þetta var okkar draumur. Mig dreymdi um þetta þegar ég byrjaði að spila íshokkí fimm ára gamall. Þetta er frábært og mjög góð tilfinning,“ sagði Ilya Kovalchuk varafyrirliði rússneska liðsins.Vísir/EPA Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Sjá meira
„Við vissum alltaf að við myndum láta verða af þessu ef við næðum að vinna gullið,“ sagði Ilya Kovalchuk, einn af Ólympíumeisturum Rússa í íshokkí. Rússneska landsliðið tryggði sér í gær gullið í íshokkí keppni karla á Ólympíuleikunum í Pyeongchang í Suður-Kóreu með 4-3 sigri á Þýskalandi í úrslitaleiknum. Sigurmarkið kom í framlengingu. Alþjóðaólympíunefndin úrskurðaði fyrir leikana að Rússar fengju ekki að keppa undir sínum fána á Ólympíuleikunum í Pyeongchang og ef þeir myndu vinna gull þá yrði rússneski þjóðsöngurinn ekki spilaður heldur Ólympíulagið. Ólympíulagið var vissulega spilað í verðlaunaafhendingunni en leikmenn rússneska landsliðsins tóku sig þá til og sungu rússneska þjóðsönginn á sama tíma. Rússarnir brutu með þessu reglur Alþjóðaólympíunefndarinnar en aðeins nokkrum tímum fyrr hafði hún úrskurðað að Rússar mættu ekki labba inn á lokahátíðina með fánann sinn.#Putin: These qualities of true fighters were always instrumental in putting our ice hockey squad on the path to victory. This success is a wonderful tribute to the Russian ice hockey school, and a great example for our younger athletes.#Olympics#IceHockey#Russia#RedMachinepic.twitter.com/8451t43sF7 — Russia in Canada (@RussianEmbassyC) February 25, 2018 Rússum var refsað fyrir skipulagða og víðtæka misnotkun íþróttafólks þeirra á ólöglegum lyfjum sem náði hámarki á síðustu vetrarólympíuleikum sem fóru einmitt fram í Rússlandi. Þess vegna máttu Rússar ekki keppa undir fána þjóðar sinnar á leikunum í Pyeongchang. Rússar höfðu ekki unnið gull í íshokkí á Ólympíuleikunum í 26 ár eða síðan þeir unnu undir merkjum Samveldisins í Albertville 1992 og gleðin var mikil í þeirra herbúðum eins og sjá má hér fyrir neðan.The champagne of victory! Russian hockey players celebrate after the #IceHockey#OARvsGER final at the #Olympics#Russiapic.twitter.com/1JcukEHfIm — Russia in Canada (@RussianEmbassyC) February 25, 2018 „Þetta skiptir okkur miklu máli. Við höfum ekki unnið Ólympíuleikana síðan 1992. Það var því orðið langt síðan og þetta var okkar draumur. Mig dreymdi um þetta þegar ég byrjaði að spila íshokkí fimm ára gamall. Þetta er frábært og mjög góð tilfinning,“ sagði Ilya Kovalchuk varafyrirliði rússneska liðsins.Vísir/EPA
Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Sjá meira