Sigmundur Davíð birtir upplýsingar um akstur sinn Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 26. febrúar 2018 21:40 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson telur að hann hafi að jafnaði ekið rúmlega 21.000 kílómetra á ári vegna vinnuferða. Vísir/Ernir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson birti í kvöld upplýsingar um akstur sinn. Mikið hefur verið rætt um akstursgreiðslur þingmanna síðustu vikur og segir Sigmundur Davíð að hann hafi ekki farið fram á akstursgreiðslur nema í sérstökum tilfellum. Telur hann að akstur sinn vegna vinnuferða síðustu sjö ára hafi verið í kringum 145.000 kílómetrar. Sigmundur skrifar um þetta á Facebook síðu sinni og segir þar meðal annars að hann greiði oftar en ekki eigin dvalarkostnað og fari ekki fram á endurgreiddan ferðakostnað milli heimilis og Reykjavíkur. „Það er gömul saga og ný að það er ekki alltaf sama hver á í hlut þegar fjallað er um stjórnmálamenn. Einhverra hluta vegna hafa sumir séð sérstaka ástæðu til að setja út á að ég teldi rétt að eiga lögheimili í kjördæminu eins og aðrir landsbyggðarþingmenn. Því hefur jafnvel verið haldið fram að ég hljóti að hafa gert það í hagnaðarskyni. Auk þess ek ég mikið vegna starfsins, held fundi ofl. sem þessa dagana vekur spurningar um kostnaðargreiðslur. Ég hef ekki talið viðeigandi að gera mikið úr því þótt ég fari ekki fram á kostnaðargreiðslur sem ég á rétt á frá þinginu. Enda ekki ætlunin að gefa í skyn að slíkar greiðslur séu endilega óeðlilegar.“Oftar en ekki greitt dvalarkostnað sjálfur Sigmundur segir að umræðan og birting upplýsinga um kostnaðargreiðslur til þingmanna gefi þó gott tilefni til þess að fara yfir þessi mál. Sigmundur segir að hann hafi beðið þingið um að taka saman allar slíkar greiðslur til sín en hefur ekki enn fengið það yfirlit. Í millitíðinni vildi hann upplýsa um nokkra hluti á Facebook síðu sinni. „Þótt ég hafi ekki farið fram á akstursgreiðslur nema í sérstökum tilvikum hef ég haldið akstursdagbók og reiknast til að ég hafi að jafnaði ekið rúmlega 21.000 km á ári vegna vinnuferða. Það á við um þau ár sem ég hef verið þingmaður en ekki ráðherra. Á tæpum 7 árum nemur þetta um 145.000 km.“ Sigmundur upplýsir þar einnig um annars konar kostnaðargreiðslur og kemur þar fram að hann sé með fasta mánaðarlega skattskylda greiðslu að upphæð 40.000 krónur vegna starfskostnaðar. „Eins og áður hefur komið fram hef ég ekki farið fram á greiðslur fyrir að eiga lögheimili í kjördæminu og heimili á höfuðborgarsvæðinu (53.161 kr. á mánuði) né fer ég fram á að fá endurgreiddan ferðakostnað milli heimilis og Reykjavíkur. Fastar greiðslur til landsbyggðarþingmanna vegna heimilis-/dvalarkostnaðar eru óháðar því hvort viðkomandi á lögheimili í kjördæminu eða ekki. Auk þess hef ég oftar en ekki greitt dvalarkostnað (hótelkostnað) vegna vinnu utan kjördæmisins og erlendis sjálfur.“ Aksturskostnaður þingmanna Alþingi Tengdar fréttir Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Vísir sendi fyrirspurn á alla þingmenn varðandi endurgreiðslur á aksturskostnaði. 16. febrúar 2018 13:00 Ætla að taka reglur um þingfararkostnað til skoðunar Til stendur að fylgja betur eftir hlýðni við reglur um þingfararkostnað, þannig að þeir þingmenn sem aka mest vegna vinnu sinnar nýti hagkvæmustu samgöngumáta hverju sinni. 10. febrúar 2018 13:02 Þórhildur segir rökstuddan grun um að Ásmundur hafi dregið sér fé Reglur og lög landsins virðast aðeins gilda um almenning en ekki efsta lag þjóðfélagsins. Þetta sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, í Silfrinu í ríkissjónvarpinu í morgun. 25. febrúar 2018 14:21 Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson birti í kvöld upplýsingar um akstur sinn. Mikið hefur verið rætt um akstursgreiðslur þingmanna síðustu vikur og segir Sigmundur Davíð að hann hafi ekki farið fram á akstursgreiðslur nema í sérstökum tilfellum. Telur hann að akstur sinn vegna vinnuferða síðustu sjö ára hafi verið í kringum 145.000 kílómetrar. Sigmundur skrifar um þetta á Facebook síðu sinni og segir þar meðal annars að hann greiði oftar en ekki eigin dvalarkostnað og fari ekki fram á endurgreiddan ferðakostnað milli heimilis og Reykjavíkur. „Það er gömul saga og ný að það er ekki alltaf sama hver á í hlut þegar fjallað er um stjórnmálamenn. Einhverra hluta vegna hafa sumir séð sérstaka ástæðu til að setja út á að ég teldi rétt að eiga lögheimili í kjördæminu eins og aðrir landsbyggðarþingmenn. Því hefur jafnvel verið haldið fram að ég hljóti að hafa gert það í hagnaðarskyni. Auk þess ek ég mikið vegna starfsins, held fundi ofl. sem þessa dagana vekur spurningar um kostnaðargreiðslur. Ég hef ekki talið viðeigandi að gera mikið úr því þótt ég fari ekki fram á kostnaðargreiðslur sem ég á rétt á frá þinginu. Enda ekki ætlunin að gefa í skyn að slíkar greiðslur séu endilega óeðlilegar.“Oftar en ekki greitt dvalarkostnað sjálfur Sigmundur segir að umræðan og birting upplýsinga um kostnaðargreiðslur til þingmanna gefi þó gott tilefni til þess að fara yfir þessi mál. Sigmundur segir að hann hafi beðið þingið um að taka saman allar slíkar greiðslur til sín en hefur ekki enn fengið það yfirlit. Í millitíðinni vildi hann upplýsa um nokkra hluti á Facebook síðu sinni. „Þótt ég hafi ekki farið fram á akstursgreiðslur nema í sérstökum tilvikum hef ég haldið akstursdagbók og reiknast til að ég hafi að jafnaði ekið rúmlega 21.000 km á ári vegna vinnuferða. Það á við um þau ár sem ég hef verið þingmaður en ekki ráðherra. Á tæpum 7 árum nemur þetta um 145.000 km.“ Sigmundur upplýsir þar einnig um annars konar kostnaðargreiðslur og kemur þar fram að hann sé með fasta mánaðarlega skattskylda greiðslu að upphæð 40.000 krónur vegna starfskostnaðar. „Eins og áður hefur komið fram hef ég ekki farið fram á greiðslur fyrir að eiga lögheimili í kjördæminu og heimili á höfuðborgarsvæðinu (53.161 kr. á mánuði) né fer ég fram á að fá endurgreiddan ferðakostnað milli heimilis og Reykjavíkur. Fastar greiðslur til landsbyggðarþingmanna vegna heimilis-/dvalarkostnaðar eru óháðar því hvort viðkomandi á lögheimili í kjördæminu eða ekki. Auk þess hef ég oftar en ekki greitt dvalarkostnað (hótelkostnað) vegna vinnu utan kjördæmisins og erlendis sjálfur.“
Aksturskostnaður þingmanna Alþingi Tengdar fréttir Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Vísir sendi fyrirspurn á alla þingmenn varðandi endurgreiðslur á aksturskostnaði. 16. febrúar 2018 13:00 Ætla að taka reglur um þingfararkostnað til skoðunar Til stendur að fylgja betur eftir hlýðni við reglur um þingfararkostnað, þannig að þeir þingmenn sem aka mest vegna vinnu sinnar nýti hagkvæmustu samgöngumáta hverju sinni. 10. febrúar 2018 13:02 Þórhildur segir rökstuddan grun um að Ásmundur hafi dregið sér fé Reglur og lög landsins virðast aðeins gilda um almenning en ekki efsta lag þjóðfélagsins. Þetta sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, í Silfrinu í ríkissjónvarpinu í morgun. 25. febrúar 2018 14:21 Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ Sjá meira
Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Vísir sendi fyrirspurn á alla þingmenn varðandi endurgreiðslur á aksturskostnaði. 16. febrúar 2018 13:00
Ætla að taka reglur um þingfararkostnað til skoðunar Til stendur að fylgja betur eftir hlýðni við reglur um þingfararkostnað, þannig að þeir þingmenn sem aka mest vegna vinnu sinnar nýti hagkvæmustu samgöngumáta hverju sinni. 10. febrúar 2018 13:02
Þórhildur segir rökstuddan grun um að Ásmundur hafi dregið sér fé Reglur og lög landsins virðast aðeins gilda um almenning en ekki efsta lag þjóðfélagsins. Þetta sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, í Silfrinu í ríkissjónvarpinu í morgun. 25. febrúar 2018 14:21