Háþróað og ómannað loftfar í gagnið í sumar Sveinn Arnarsson skrifar 27. febrúar 2018 08:00 Dróninn er lítill og því getur hann safnað upplýsingum án þess að nokkur á jörðu niðri verði hans var. Landhelgisgæslan Landhelgisgæslan hefur í hyggju að taka í notkun ómannað loftfar til löggæslustarfa í sumar. Loftfarið, eða dróninn, hefur um tíu klukkustunda flugþol og er búinn hitamyndavélum og ratsjárbúnaði. Stefnt er að samvinnu lögreglu og Landhelgisgæslu með notkun búnaðarins. Dróninn er allt að 150 kíló að þyngd og sérstaklega útbúinn fyrir eftirlit á sjó. Þeir drónar sem koma til greina geta verið á flugi nánast allan daginn og er stjórnað af starfsmönnum Gæslunnar á jörðu niðri. Það er EMSA, siglinga- og öryggisstofnun Evrópu, sem á loftfarið og mun lána Landhelgisgæslunni búnaðinn í tvo mánuði í sumar ef allt gengur eftir. „Dróninn er í þeirra eigu og því fellur nánast allur kostnaður á stofnunina. Aðildarríkin geta fengið hann til afnota til að starfa á sínum svæðum og því erum við að undirbúa að fá slíkt tæki í tilraunaverkefni í sumar til löggæslustarfa,“ segir Auðunn Kristinsson, verkefnastjóri aðgerðasviðs Gæslunnar. Vindur og ísing eru helstu þættir sem trufla flug slíkra loftfara og því er þetta tilraunaverkefni til að sjá hvort hægt sé að stjórna tækinu við íslenskar aðstæður. Dróninn er stærri en þeir drónar sem við sjáum dagsdaglega. Vænghaf hans er um sex metrar og þarf hann flugbraut til að lenda líkt og flugvélar. „Við erum að skoða Hornafjörð og Snæfellsnes. Við þurfum flugvöll þar sem er tiltölulega lítil umferð,“ bætir Auðunn við. Markmiðið með þessu er að efla gæslu á sjó í sumar og einnig verða gerðar tilraunir með búnaðinn á landi í samstarfi við lögreglu. Með þessum búnaði gæti samstarf Landhelgisgæslunnar og lögreglu aukist. Búnaðurinn er háþróaður og getur nýst við hin ýmsu eftirlitsstörf. Embættin hafa unnið saman að umferðareftirliti á sumrin með þyrlum og einnig flogið á slóðir rjúpnaveiðimanna og kannað stöðu veiðimanna. Birtist í Fréttablaðinu Hornafjörður Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Sjá meira
Landhelgisgæslan hefur í hyggju að taka í notkun ómannað loftfar til löggæslustarfa í sumar. Loftfarið, eða dróninn, hefur um tíu klukkustunda flugþol og er búinn hitamyndavélum og ratsjárbúnaði. Stefnt er að samvinnu lögreglu og Landhelgisgæslu með notkun búnaðarins. Dróninn er allt að 150 kíló að þyngd og sérstaklega útbúinn fyrir eftirlit á sjó. Þeir drónar sem koma til greina geta verið á flugi nánast allan daginn og er stjórnað af starfsmönnum Gæslunnar á jörðu niðri. Það er EMSA, siglinga- og öryggisstofnun Evrópu, sem á loftfarið og mun lána Landhelgisgæslunni búnaðinn í tvo mánuði í sumar ef allt gengur eftir. „Dróninn er í þeirra eigu og því fellur nánast allur kostnaður á stofnunina. Aðildarríkin geta fengið hann til afnota til að starfa á sínum svæðum og því erum við að undirbúa að fá slíkt tæki í tilraunaverkefni í sumar til löggæslustarfa,“ segir Auðunn Kristinsson, verkefnastjóri aðgerðasviðs Gæslunnar. Vindur og ísing eru helstu þættir sem trufla flug slíkra loftfara og því er þetta tilraunaverkefni til að sjá hvort hægt sé að stjórna tækinu við íslenskar aðstæður. Dróninn er stærri en þeir drónar sem við sjáum dagsdaglega. Vænghaf hans er um sex metrar og þarf hann flugbraut til að lenda líkt og flugvélar. „Við erum að skoða Hornafjörð og Snæfellsnes. Við þurfum flugvöll þar sem er tiltölulega lítil umferð,“ bætir Auðunn við. Markmiðið með þessu er að efla gæslu á sjó í sumar og einnig verða gerðar tilraunir með búnaðinn á landi í samstarfi við lögreglu. Með þessum búnaði gæti samstarf Landhelgisgæslunnar og lögreglu aukist. Búnaðurinn er háþróaður og getur nýst við hin ýmsu eftirlitsstörf. Embættin hafa unnið saman að umferðareftirliti á sumrin með þyrlum og einnig flogið á slóðir rjúpnaveiðimanna og kannað stöðu veiðimanna.
Birtist í Fréttablaðinu Hornafjörður Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Sjá meira