Háþróað og ómannað loftfar í gagnið í sumar Sveinn Arnarsson skrifar 27. febrúar 2018 08:00 Dróninn er lítill og því getur hann safnað upplýsingum án þess að nokkur á jörðu niðri verði hans var. Landhelgisgæslan Landhelgisgæslan hefur í hyggju að taka í notkun ómannað loftfar til löggæslustarfa í sumar. Loftfarið, eða dróninn, hefur um tíu klukkustunda flugþol og er búinn hitamyndavélum og ratsjárbúnaði. Stefnt er að samvinnu lögreglu og Landhelgisgæslu með notkun búnaðarins. Dróninn er allt að 150 kíló að þyngd og sérstaklega útbúinn fyrir eftirlit á sjó. Þeir drónar sem koma til greina geta verið á flugi nánast allan daginn og er stjórnað af starfsmönnum Gæslunnar á jörðu niðri. Það er EMSA, siglinga- og öryggisstofnun Evrópu, sem á loftfarið og mun lána Landhelgisgæslunni búnaðinn í tvo mánuði í sumar ef allt gengur eftir. „Dróninn er í þeirra eigu og því fellur nánast allur kostnaður á stofnunina. Aðildarríkin geta fengið hann til afnota til að starfa á sínum svæðum og því erum við að undirbúa að fá slíkt tæki í tilraunaverkefni í sumar til löggæslustarfa,“ segir Auðunn Kristinsson, verkefnastjóri aðgerðasviðs Gæslunnar. Vindur og ísing eru helstu þættir sem trufla flug slíkra loftfara og því er þetta tilraunaverkefni til að sjá hvort hægt sé að stjórna tækinu við íslenskar aðstæður. Dróninn er stærri en þeir drónar sem við sjáum dagsdaglega. Vænghaf hans er um sex metrar og þarf hann flugbraut til að lenda líkt og flugvélar. „Við erum að skoða Hornafjörð og Snæfellsnes. Við þurfum flugvöll þar sem er tiltölulega lítil umferð,“ bætir Auðunn við. Markmiðið með þessu er að efla gæslu á sjó í sumar og einnig verða gerðar tilraunir með búnaðinn á landi í samstarfi við lögreglu. Með þessum búnaði gæti samstarf Landhelgisgæslunnar og lögreglu aukist. Búnaðurinn er háþróaður og getur nýst við hin ýmsu eftirlitsstörf. Embættin hafa unnið saman að umferðareftirliti á sumrin með þyrlum og einnig flogið á slóðir rjúpnaveiðimanna og kannað stöðu veiðimanna. Birtist í Fréttablaðinu Hornafjörður Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Landhelgisgæslan hefur í hyggju að taka í notkun ómannað loftfar til löggæslustarfa í sumar. Loftfarið, eða dróninn, hefur um tíu klukkustunda flugþol og er búinn hitamyndavélum og ratsjárbúnaði. Stefnt er að samvinnu lögreglu og Landhelgisgæslu með notkun búnaðarins. Dróninn er allt að 150 kíló að þyngd og sérstaklega útbúinn fyrir eftirlit á sjó. Þeir drónar sem koma til greina geta verið á flugi nánast allan daginn og er stjórnað af starfsmönnum Gæslunnar á jörðu niðri. Það er EMSA, siglinga- og öryggisstofnun Evrópu, sem á loftfarið og mun lána Landhelgisgæslunni búnaðinn í tvo mánuði í sumar ef allt gengur eftir. „Dróninn er í þeirra eigu og því fellur nánast allur kostnaður á stofnunina. Aðildarríkin geta fengið hann til afnota til að starfa á sínum svæðum og því erum við að undirbúa að fá slíkt tæki í tilraunaverkefni í sumar til löggæslustarfa,“ segir Auðunn Kristinsson, verkefnastjóri aðgerðasviðs Gæslunnar. Vindur og ísing eru helstu þættir sem trufla flug slíkra loftfara og því er þetta tilraunaverkefni til að sjá hvort hægt sé að stjórna tækinu við íslenskar aðstæður. Dróninn er stærri en þeir drónar sem við sjáum dagsdaglega. Vænghaf hans er um sex metrar og þarf hann flugbraut til að lenda líkt og flugvélar. „Við erum að skoða Hornafjörð og Snæfellsnes. Við þurfum flugvöll þar sem er tiltölulega lítil umferð,“ bætir Auðunn við. Markmiðið með þessu er að efla gæslu á sjó í sumar og einnig verða gerðar tilraunir með búnaðinn á landi í samstarfi við lögreglu. Með þessum búnaði gæti samstarf Landhelgisgæslunnar og lögreglu aukist. Búnaðurinn er háþróaður og getur nýst við hin ýmsu eftirlitsstörf. Embættin hafa unnið saman að umferðareftirliti á sumrin með þyrlum og einnig flogið á slóðir rjúpnaveiðimanna og kannað stöðu veiðimanna.
Birtist í Fréttablaðinu Hornafjörður Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira