Röskun meginkerfis norðurhvelsins snýr veðurfari á haus Kjartan Kjartansson skrifar 27. febrúar 2018 15:15 Í Róm bjó fólk meðal annars til snjókalla fyrir framan Hringleikahúsið. Snjókoman fylgdi köldu lofti sem hefur streymt yfir meginland Evrópu frá Síberíu. Vísir/AFP Óvenjuleg hlýindi á norðurskautinu og kuldakast á meginlandi Evrópu er tilkomið vegna röskunar á meginveðurkerfi norðurhvelsins. Hitastigið á sumum svæðum á norðurskautinu hefur farið yfir frostmark en vísindamenn vara við því að hnattræn hlýnun geti gert raskanir af þessu tagi líklegri. Hitinn á nyrstu veðurstöð í heimi nyrst á Grænlandi hefur farið yfir frostmark í rúman tvo og hálfan sólahring á þessu ári. Á norðurskautinu er hitinn nú um 20°C yfir meðaltali árstíma, samkvæmt tölum dönsku veðurstofunnar sem Reuters-fréttastofan segir frá. Þetta gerist þrátt fyrir að sólin rísi ekki aftur á norðurpólnum fyrr en 20. mars og þessi árstími sé gjarnan sá kaldasti. Washington Post segir að líkön bendi til þess að hitinn á norðurpólnum hafi farið upp í 2°C en engar beinar mælingar eru gerðar þar.Sjá einnig:Allt að 25 gráðum hlýrra en vanalega í hitabylgju á norðurskautinu Á sama tíma hefur kalt loft flætt úr austri frá Síberíu og valdið kuldakasti á meginlandi Evrópu. Sjaldséð snjókoma féll í Róm og hitinn í mörgum borgum Evrópu hefur farið langt undir frostmark. Þar er nú tölvuvert kaldara en vanalega í seinni tíð á þessum árstíma. Á Bretlandi hefur kuldabolinn fengið nafnið „Skepnan úr austri“.Skyndihlýnun heiðhvolfsins veikir vestanvinda Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, segir að þessi viðsnúningur í veðurfari á norðuskautinu og meginlandinu tengist. Ástæðan sé röskun sem hafi orðið í meginveðurkerfi norðurhvelsins sem hófst um og fyrir miðjan febrúar. Á veturna heldur vestanvindabelti hrollköldu loftinu yfir norðurskautinu að mestu leyti í skorðum þó að það sleppi stundum út í litlum skömmtum eins og Íslendingar þekkja í norðanátt. Um miðjan febrúar hlýnaði hins vegar heiðhvolfið yfir norðurskautinu skyndilega. Sú hlýnun brýtur niður og veikir vestanvindabeltið. „Þegar slaknar á aðhaldi vestanvindabeltisins gerist það að hlýrra loft getur komist lengra norður og inn á heimskautasvæðið og kaldara loft sem alla jafna á heima á heimskautunum fer til suðurs,“ segir Einar.Kenning um að hlýnun hafi veikt vindana síðustu áratugiEinar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, á von á áframhaldandi hlýindum á norðurskautinu og kulda á meginlandi Evrópu og Asíu.VísirVísindamenn hafa lengi velt vöngum yfir því hvort að hlýnun loftslags og hop hafíssins á norðurskautinu geti valdið hlýnun þar en kólnun á meginlöndum fyrir sunnan heimsskautið. Hlýnunin niðri við yfirborðið geti raskað háloftaloftstraumum og hleypt hlýju lofti norður og köldu suður. Einar segir að skyndihlýnun heiðhvolfsins sé náttúrulegt fyrirbæri sem eigi sér stað einu sinni til tvisvar flesta vetur en þó ekki alla. Spurningin sé hvort að hlýnandi veðurfar af völdum manna geri þetta niðurbrot líklegra eða hvort að aðrir þættir hafi áhrif á veikingu vestanvindsins og aðhald með heimsskautaloftinu. Einar segir að rannsóknir Potsdam-loftslagsáhrifarannsóknarstofnunarinnar í Þýskalandi hafi bent til þess að vestanvindurinn hafi veikst síðustu fjörutíu árin eða að minnsta kosti frá 1990. Óvenjuleg hlýindi á norðurskautinu hafi einnig orðið síðustu vetur, til dæmis á Svalbarða þar sem hitinn var yfir frostmarki á sunnudag, rúmlega 13°C yfir meðalhita árstíma. „Það hafa einnig verið nýlegir vetur með svipuð frávik,“ segir Rasmus Benestad, vísindamaður hjá Norsku veðurstofunni við Reuters.Kortið sýnir frávik í hita yfir norðurhveli jarðar.Climate ReanalyzerSpáir áframhaldandi kulda yfir meginlöndunum Hitabylgjan á norðurskautinu hefur verið sláandi síðustu daga. Snjó- og ísgagnamiðstöð Bandaríkjanna segir að útbreiðsla hafíssins í Norður-Íshafinu hafi aldrei mælst minni í seinni hluta febrúar. Hún mældist um 14 milljón ferkílómetrar, um milljón ferkílómetra minni en að meðaltali. Það er á við flatarmál Egyptalands, að sögn Reuters. Washington Post segir að það hafi komið vísindamönnum í opna skjöldu að hafið norður af Grænlandi hafi reynst íslaust. Þar sé hafið yfirleitt þakið þykkum og gömlum ís. Yfirleitt nær vestanvindurinn sér aftur á strik eftir röskun af þessu tagi en Einar setur spurningamerki við hvort það gerist nú vegna þess hversu síðla veturs hún á sér stað. „Ein afleiðing af þessu er að það verður kalt í Asíu og Evrópu sennilega alla næstu viku og þar með líka hlýindi á heimskautasvæðunum. Engu að síður er að kólna þar aftur núna bráðlega. Við fáum hér norðaustan átt á okkar slóðir. Jafnvel þó að það sé norðaustanátt verður hún kaldari þó svo að sá kuldi sé ekki eins bitur og beittur og hann gæti annars orðið“. Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Sjávarstaða næstu alda gæti ráðist á næstu fimm árum Tafir á loftslagsaðgerðum núna hafa áhrif langt inn í framtíðina. Yfirborð sjávar gæti hækkað um 70-120 sentímetra fyrir árið 2300 jafnvel þó að markmið Parísarsamkomulagsins náist. 20. febrúar 2018 22:54 Allt að 25 gráðum hlýrra en vanalega í hitabylgju á norðurskautinu Miklir hlýindakaflar af þessu tagi hafa verið reglulegir viðburðir á norðurskautinu síðustu ár en loftslagslíkön hafa spáð fyrir um að þeir verði algengari með hnattrænni hlýnun. 21. febrúar 2018 22:55 Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fleiri fréttir Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun Sjá meira
Óvenjuleg hlýindi á norðurskautinu og kuldakast á meginlandi Evrópu er tilkomið vegna röskunar á meginveðurkerfi norðurhvelsins. Hitastigið á sumum svæðum á norðurskautinu hefur farið yfir frostmark en vísindamenn vara við því að hnattræn hlýnun geti gert raskanir af þessu tagi líklegri. Hitinn á nyrstu veðurstöð í heimi nyrst á Grænlandi hefur farið yfir frostmark í rúman tvo og hálfan sólahring á þessu ári. Á norðurskautinu er hitinn nú um 20°C yfir meðaltali árstíma, samkvæmt tölum dönsku veðurstofunnar sem Reuters-fréttastofan segir frá. Þetta gerist þrátt fyrir að sólin rísi ekki aftur á norðurpólnum fyrr en 20. mars og þessi árstími sé gjarnan sá kaldasti. Washington Post segir að líkön bendi til þess að hitinn á norðurpólnum hafi farið upp í 2°C en engar beinar mælingar eru gerðar þar.Sjá einnig:Allt að 25 gráðum hlýrra en vanalega í hitabylgju á norðurskautinu Á sama tíma hefur kalt loft flætt úr austri frá Síberíu og valdið kuldakasti á meginlandi Evrópu. Sjaldséð snjókoma féll í Róm og hitinn í mörgum borgum Evrópu hefur farið langt undir frostmark. Þar er nú tölvuvert kaldara en vanalega í seinni tíð á þessum árstíma. Á Bretlandi hefur kuldabolinn fengið nafnið „Skepnan úr austri“.Skyndihlýnun heiðhvolfsins veikir vestanvinda Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, segir að þessi viðsnúningur í veðurfari á norðuskautinu og meginlandinu tengist. Ástæðan sé röskun sem hafi orðið í meginveðurkerfi norðurhvelsins sem hófst um og fyrir miðjan febrúar. Á veturna heldur vestanvindabelti hrollköldu loftinu yfir norðurskautinu að mestu leyti í skorðum þó að það sleppi stundum út í litlum skömmtum eins og Íslendingar þekkja í norðanátt. Um miðjan febrúar hlýnaði hins vegar heiðhvolfið yfir norðurskautinu skyndilega. Sú hlýnun brýtur niður og veikir vestanvindabeltið. „Þegar slaknar á aðhaldi vestanvindabeltisins gerist það að hlýrra loft getur komist lengra norður og inn á heimskautasvæðið og kaldara loft sem alla jafna á heima á heimskautunum fer til suðurs,“ segir Einar.Kenning um að hlýnun hafi veikt vindana síðustu áratugiEinar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, á von á áframhaldandi hlýindum á norðurskautinu og kulda á meginlandi Evrópu og Asíu.VísirVísindamenn hafa lengi velt vöngum yfir því hvort að hlýnun loftslags og hop hafíssins á norðurskautinu geti valdið hlýnun þar en kólnun á meginlöndum fyrir sunnan heimsskautið. Hlýnunin niðri við yfirborðið geti raskað háloftaloftstraumum og hleypt hlýju lofti norður og köldu suður. Einar segir að skyndihlýnun heiðhvolfsins sé náttúrulegt fyrirbæri sem eigi sér stað einu sinni til tvisvar flesta vetur en þó ekki alla. Spurningin sé hvort að hlýnandi veðurfar af völdum manna geri þetta niðurbrot líklegra eða hvort að aðrir þættir hafi áhrif á veikingu vestanvindsins og aðhald með heimsskautaloftinu. Einar segir að rannsóknir Potsdam-loftslagsáhrifarannsóknarstofnunarinnar í Þýskalandi hafi bent til þess að vestanvindurinn hafi veikst síðustu fjörutíu árin eða að minnsta kosti frá 1990. Óvenjuleg hlýindi á norðurskautinu hafi einnig orðið síðustu vetur, til dæmis á Svalbarða þar sem hitinn var yfir frostmarki á sunnudag, rúmlega 13°C yfir meðalhita árstíma. „Það hafa einnig verið nýlegir vetur með svipuð frávik,“ segir Rasmus Benestad, vísindamaður hjá Norsku veðurstofunni við Reuters.Kortið sýnir frávik í hita yfir norðurhveli jarðar.Climate ReanalyzerSpáir áframhaldandi kulda yfir meginlöndunum Hitabylgjan á norðurskautinu hefur verið sláandi síðustu daga. Snjó- og ísgagnamiðstöð Bandaríkjanna segir að útbreiðsla hafíssins í Norður-Íshafinu hafi aldrei mælst minni í seinni hluta febrúar. Hún mældist um 14 milljón ferkílómetrar, um milljón ferkílómetra minni en að meðaltali. Það er á við flatarmál Egyptalands, að sögn Reuters. Washington Post segir að það hafi komið vísindamönnum í opna skjöldu að hafið norður af Grænlandi hafi reynst íslaust. Þar sé hafið yfirleitt þakið þykkum og gömlum ís. Yfirleitt nær vestanvindurinn sér aftur á strik eftir röskun af þessu tagi en Einar setur spurningamerki við hvort það gerist nú vegna þess hversu síðla veturs hún á sér stað. „Ein afleiðing af þessu er að það verður kalt í Asíu og Evrópu sennilega alla næstu viku og þar með líka hlýindi á heimskautasvæðunum. Engu að síður er að kólna þar aftur núna bráðlega. Við fáum hér norðaustan átt á okkar slóðir. Jafnvel þó að það sé norðaustanátt verður hún kaldari þó svo að sá kuldi sé ekki eins bitur og beittur og hann gæti annars orðið“.
Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Sjávarstaða næstu alda gæti ráðist á næstu fimm árum Tafir á loftslagsaðgerðum núna hafa áhrif langt inn í framtíðina. Yfirborð sjávar gæti hækkað um 70-120 sentímetra fyrir árið 2300 jafnvel þó að markmið Parísarsamkomulagsins náist. 20. febrúar 2018 22:54 Allt að 25 gráðum hlýrra en vanalega í hitabylgju á norðurskautinu Miklir hlýindakaflar af þessu tagi hafa verið reglulegir viðburðir á norðurskautinu síðustu ár en loftslagslíkön hafa spáð fyrir um að þeir verði algengari með hnattrænni hlýnun. 21. febrúar 2018 22:55 Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fleiri fréttir Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun Sjá meira
Sjávarstaða næstu alda gæti ráðist á næstu fimm árum Tafir á loftslagsaðgerðum núna hafa áhrif langt inn í framtíðina. Yfirborð sjávar gæti hækkað um 70-120 sentímetra fyrir árið 2300 jafnvel þó að markmið Parísarsamkomulagsins náist. 20. febrúar 2018 22:54
Allt að 25 gráðum hlýrra en vanalega í hitabylgju á norðurskautinu Miklir hlýindakaflar af þessu tagi hafa verið reglulegir viðburðir á norðurskautinu síðustu ár en loftslagslíkön hafa spáð fyrir um að þeir verði algengari með hnattrænni hlýnun. 21. febrúar 2018 22:55