Sameiginlegur fjárhagur? Björn Berg Gunnarsson skrifar 28. febrúar 2018 07:00 Skipting lífeyrisiðgjalda er stórt hagsmunamál og ætti að vera meira í umræðunni, einkum hjá ungu fólki. Í stuttu máli er sambúðarfólki heimilt að láta allt að helming iðgjalda sinna renna til maka, en báðir aðilar þurfa að skipta sama hlutfalli. Gildir þetta bæði um samtryggingu og séreign. Barneignir eru gott tilefni til að velta þessu fyrir sér. Algengt er að annar makinn taki lengra fæðingarorlof en hinn og jafnvel launalaust leyfi að auki. Þar sem minna eða jafnvel ekkert er þá greitt í lífeyrissjóð er viðkomandi að fórna framtíðarréttindum. Því yngri sem við erum, því þyngra vegur það. Er sanngjarnt að ákvörðun um að vera heima með börnum bitni á réttindum á lífeyrisaldri? Þrátt fyrir að fjárhagur sambúðarfólks sé oft sameiginlegur eru lífeyrisréttindi það ekki. Sé mikill munur á réttindum sambúðarfólks eða hjóna er staða þeirra mjög ólík þegar annað hvort þeirra fellur frá eða við skilnað. Falli sá frá sem betri réttindi hefur á maki rétt á ákveðnum makalífeyri, sem er misjafn milli lífeyrissjóða og í flestum tilvikum einungis greiddur í nokkur ár. Það er því ótvírætt meira öryggi fólgið í jöfnun lífeyrisréttinda. Þótt lífeyrismál séu ef til vill leiðinleg og ungt fólk sýni þeim sama og engan áhuga sýnist mér þetta vekja marga til umhugsunar, nema vinir mínir séu bara að vera kurteisir og þykjast hafa áhuga þegar ég tala um lífeyri. En fæstir virðast þó hafa heyrt af þessum möguleika. Heimild til skiptingar lífeyrisiðgjalda og -réttinda er sanngirnismál sem er gott fyrir sem flesta að þekkja.Höfundur er fræðslustjóri Íslandsbanka Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Skipting lífeyrisiðgjalda er stórt hagsmunamál og ætti að vera meira í umræðunni, einkum hjá ungu fólki. Í stuttu máli er sambúðarfólki heimilt að láta allt að helming iðgjalda sinna renna til maka, en báðir aðilar þurfa að skipta sama hlutfalli. Gildir þetta bæði um samtryggingu og séreign. Barneignir eru gott tilefni til að velta þessu fyrir sér. Algengt er að annar makinn taki lengra fæðingarorlof en hinn og jafnvel launalaust leyfi að auki. Þar sem minna eða jafnvel ekkert er þá greitt í lífeyrissjóð er viðkomandi að fórna framtíðarréttindum. Því yngri sem við erum, því þyngra vegur það. Er sanngjarnt að ákvörðun um að vera heima með börnum bitni á réttindum á lífeyrisaldri? Þrátt fyrir að fjárhagur sambúðarfólks sé oft sameiginlegur eru lífeyrisréttindi það ekki. Sé mikill munur á réttindum sambúðarfólks eða hjóna er staða þeirra mjög ólík þegar annað hvort þeirra fellur frá eða við skilnað. Falli sá frá sem betri réttindi hefur á maki rétt á ákveðnum makalífeyri, sem er misjafn milli lífeyrissjóða og í flestum tilvikum einungis greiddur í nokkur ár. Það er því ótvírætt meira öryggi fólgið í jöfnun lífeyrisréttinda. Þótt lífeyrismál séu ef til vill leiðinleg og ungt fólk sýni þeim sama og engan áhuga sýnist mér þetta vekja marga til umhugsunar, nema vinir mínir séu bara að vera kurteisir og þykjast hafa áhuga þegar ég tala um lífeyri. En fæstir virðast þó hafa heyrt af þessum möguleika. Heimild til skiptingar lífeyrisiðgjalda og -réttinda er sanngirnismál sem er gott fyrir sem flesta að þekkja.Höfundur er fræðslustjóri Íslandsbanka
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar