Logi segir Pedersen einn besta þjálfara sem hann hefur haft Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 28. febrúar 2018 18:00 Körfuboltamaðurinn Logi Gunnarsson lagði landsliðsskóna á hilluna eftir leiki Íslands gegn Finnum og Tékkum í undankeppni HM 2019 sem leiknir voru í Laugardalshöllinni ný liðna helgi. Logi var í viðtali hjá Hirti Hjartarsyni í Akraborginni í dag þar sem hann fór yfir ákvörðunina, síðustu leiki landsliðsins og fleira. „Þetta er svolítið skrítið. Þetta [landsliðið] hefur verið partur af mínum ferli síðan ég byrjaði í körfubolta á fullorðinsstigi því ég var tekinn mjög snemma inn í þetta lið og verið fastamaður þar alla tíð, svo það verður svolítið furðulegt að vera ekki partur af þessu lengur,“ sagði Logi sem á að baki 147 landsleiki fyrir Ísland. „Þetta er bara gangurinn. Ég var farinn að ýja að þessu fyrir nokkrum mánuðum og sá þarna gott tækifæri að fá tvo heimaleiki. Að fá sigur í þeim báðum toppaði þetta alveg. Svona vill maður enda.“ Ísland hefur ekki átt marga sigurleiki undan farið, hvað þá tvo sigra í röð. Ísland tapaði fyrstu tveimur leikjum sínum í undankeppninni og öllum leikjum liðsins á Eurobasket á Finlandi síðasta haust. „Liðin vissu hvað við vorum að gera. Það vissu allir af okkur þegar við fórum til Helsinki. Eftir þessi töp þar, og þessi vonbrigði, þá finnst mér rosalega mikilvægt að við séum komnir aftur á þennan réttan stall sem við vorum á í Berlín [á Eurobasket 2015]. Körfuboltinn hjá okkur er frábær.“ „Ég man ekki eftir svona góðum körfuboltaleik síðan í Berlín.“ „Sérstaklega eftir að liðin voru farin að fatta hvernig átti að spila á móti okkur þá fann maður að þetta yrði erfitt. Það vissu allir hverjir Ísland er. Svo má ekki gleyma að þegar við mættum í gluggan í nóvember þá vantaði einhverja 6-7 leikmenn.“ Það var mikið um neikvæðna umfjöllun í kringum landsliðið og Körfuknattleikssambandið fyrir leikina tvo, og þá sérstaklega æfingahópinn sem æfði helginni áður.Finnur Freyr Stefánsson, aðstoðarlandsliðsþjálfari, sagðist vera að hugsa um að hætta og Jón Halldór Eðvaldsson, einn sérfræðinga Domino's Körfuboltakvölds sagði í Akraborginni í síðustu viku að Craig Pedersen, landsliðsþjálfari, hefði átt að hætta eftir mótið í Finnlandi. „Auðvitað eiga menn rétt á að segja það sem þeim finnst. Það sýnir að áhuginn á körfuboltanum er orðinn rosalegur og það viljum við. Við viljum að fólki sé ekki sama um okkur,“ sagði Logi. „Kannski hefði mátt rýna meira í það afhverju okkur gekk verr. Við vitum að þetta eru frábærir þjálfarar og að mínu mati var þetta meira hvernig hin liðin mættu okkur. Þetta eru mismunandi sjónarmið og maður þarf að skoða margar hliðar málsins.“ „Ég get alveg sagt mitt mat. Það [ef Pedersen hefði hætt] hefði verið eitthvað sem við hefðum ekki viljað. Hann er búinn að koma okkur á tvö stórmót og ég sagði sjálfur við Craig áður en ég fór að hann er á toppnum yfir þessa þjálfara sem ég hef verið með,“ sagði Logi sem hefur spilað undir fjölda þjálfara út um alla Evrópu. „Hann er rosalega rólegur og tengist leikmönnunum vel. Hann er mjög klókur og án hans hefðum við aldrei komist á þessi tvö stórmót.“ Eftir nærri tvo áratugi í íslenska landsliðinu þá hlýtur það að skilja eftir sig nokkuð skarð. Logi sagði liðsfélagana vera það sem hann mun sakna mest. „Þetta er stór fjölskylda sem er búin að myndast. Þeir eru eins og bræður manns og maður er búinn að eignast félaga fyrir lífstíð. Ég held að það sé ástæðan fyrir því að okkur hefur gengið svona vel og komist inn á þessi stórmót,“ sagði Logi Gunnarsson. Viðtalið í heild sinni má heyra í spilaranum hér fyrir ofan. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Sjá meira
Körfuboltamaðurinn Logi Gunnarsson lagði landsliðsskóna á hilluna eftir leiki Íslands gegn Finnum og Tékkum í undankeppni HM 2019 sem leiknir voru í Laugardalshöllinni ný liðna helgi. Logi var í viðtali hjá Hirti Hjartarsyni í Akraborginni í dag þar sem hann fór yfir ákvörðunina, síðustu leiki landsliðsins og fleira. „Þetta er svolítið skrítið. Þetta [landsliðið] hefur verið partur af mínum ferli síðan ég byrjaði í körfubolta á fullorðinsstigi því ég var tekinn mjög snemma inn í þetta lið og verið fastamaður þar alla tíð, svo það verður svolítið furðulegt að vera ekki partur af þessu lengur,“ sagði Logi sem á að baki 147 landsleiki fyrir Ísland. „Þetta er bara gangurinn. Ég var farinn að ýja að þessu fyrir nokkrum mánuðum og sá þarna gott tækifæri að fá tvo heimaleiki. Að fá sigur í þeim báðum toppaði þetta alveg. Svona vill maður enda.“ Ísland hefur ekki átt marga sigurleiki undan farið, hvað þá tvo sigra í röð. Ísland tapaði fyrstu tveimur leikjum sínum í undankeppninni og öllum leikjum liðsins á Eurobasket á Finlandi síðasta haust. „Liðin vissu hvað við vorum að gera. Það vissu allir af okkur þegar við fórum til Helsinki. Eftir þessi töp þar, og þessi vonbrigði, þá finnst mér rosalega mikilvægt að við séum komnir aftur á þennan réttan stall sem við vorum á í Berlín [á Eurobasket 2015]. Körfuboltinn hjá okkur er frábær.“ „Ég man ekki eftir svona góðum körfuboltaleik síðan í Berlín.“ „Sérstaklega eftir að liðin voru farin að fatta hvernig átti að spila á móti okkur þá fann maður að þetta yrði erfitt. Það vissu allir hverjir Ísland er. Svo má ekki gleyma að þegar við mættum í gluggan í nóvember þá vantaði einhverja 6-7 leikmenn.“ Það var mikið um neikvæðna umfjöllun í kringum landsliðið og Körfuknattleikssambandið fyrir leikina tvo, og þá sérstaklega æfingahópinn sem æfði helginni áður.Finnur Freyr Stefánsson, aðstoðarlandsliðsþjálfari, sagðist vera að hugsa um að hætta og Jón Halldór Eðvaldsson, einn sérfræðinga Domino's Körfuboltakvölds sagði í Akraborginni í síðustu viku að Craig Pedersen, landsliðsþjálfari, hefði átt að hætta eftir mótið í Finnlandi. „Auðvitað eiga menn rétt á að segja það sem þeim finnst. Það sýnir að áhuginn á körfuboltanum er orðinn rosalegur og það viljum við. Við viljum að fólki sé ekki sama um okkur,“ sagði Logi. „Kannski hefði mátt rýna meira í það afhverju okkur gekk verr. Við vitum að þetta eru frábærir þjálfarar og að mínu mati var þetta meira hvernig hin liðin mættu okkur. Þetta eru mismunandi sjónarmið og maður þarf að skoða margar hliðar málsins.“ „Ég get alveg sagt mitt mat. Það [ef Pedersen hefði hætt] hefði verið eitthvað sem við hefðum ekki viljað. Hann er búinn að koma okkur á tvö stórmót og ég sagði sjálfur við Craig áður en ég fór að hann er á toppnum yfir þessa þjálfara sem ég hef verið með,“ sagði Logi sem hefur spilað undir fjölda þjálfara út um alla Evrópu. „Hann er rosalega rólegur og tengist leikmönnunum vel. Hann er mjög klókur og án hans hefðum við aldrei komist á þessi tvö stórmót.“ Eftir nærri tvo áratugi í íslenska landsliðinu þá hlýtur það að skilja eftir sig nokkuð skarð. Logi sagði liðsfélagana vera það sem hann mun sakna mest. „Þetta er stór fjölskylda sem er búin að myndast. Þeir eru eins og bræður manns og maður er búinn að eignast félaga fyrir lífstíð. Ég held að það sé ástæðan fyrir því að okkur hefur gengið svona vel og komist inn á þessi stórmót,“ sagði Logi Gunnarsson. Viðtalið í heild sinni má heyra í spilaranum hér fyrir ofan.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Sjá meira