Milljóna þýfi fannst við húsleitir vegna innbrotahrinu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. febrúar 2018 20:48 Alls hafa fjórir menn verið handteknir frá því í gærmorgun í tengslum við umfangsmikla rannsókn lögreglunnar á innbrotahrinu á höfuðborgarsvæðinu undanfarnar vikur. Tvær húsleitir voru gerðar í dag þar sem þýfi fannst að verðmæti fleiri milljóna. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði hendur í hári tveggja manna í gærmorgun eftir að ábending barst frá árvöklum nágranna í Garðabæ um grunsamlegar mannaferðir. Um svipað leyti og gæsluvarðhaldsúrskurður yfir mönnunum lá fyrir síðdegis í gær barst tilkynning um annað innbrot í Hafnarfirði. Ljóst var því strax að ekki hafi sömu aðilar verið að verki. „Það var frá nágranna sem að við fengum upplýsingar sem að leiddi til handtöku tveggja aðila í morgun þar sem allt þýfið fannst. Skartgripir og peningar upp á nokkrar milljónir,“ segir Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Í þeirri sömu húsleit fannst þýfi úr fleiri innbrotum en alls hefur lögreglan til rannsóknar um 60 innbrot sem hafa átt sér stað undanfarna tvo mánuði. Þá var ráðist í aðra húsleit síðdegis í dag þar sem fannst enn meira þýfi. Allir hinir handteknu eru erlendir ríkisborgarar. „Þeir eru ekki með íslenska kennitölu sem er að segja okkur að þeir hafi ekki dvalið hér og nú er bara þessi hefðbundna rannsóknarvinna í gangi,“ segir Skúli. Unnið er nú meðal annars að því að kortleggja ferðalög mannanna en lögregla hefur grun um að við innbrotin hafi þjófarnir ferðast milli staða með strætó og á reiðhjólum. Handtökurnar fjórar eru mikilvægt skref í þágu rannsóknarinnar þótt málin séu ekki upplýst. Óvíst er ennþá hvort málin tengist. Þetta eru nokkrir hópar sem eru að herja á okkur. Við verðum að halda áfram vöku okkar fyrir þessu og nágrannavarslan enn og aftur, skiptir bara gríðarlega miklu máli. Lögreglumál Tengdar fréttir Tveir í gæsluvarðhaldi vegna gruns um innbrot í Garðabæ Mennirnir voru handteknir í gærmorgun, grunaðir um innbrot í heimahús í Garðabæ. 28. febrúar 2018 11:17 Öryggismál stórefld í Garðabæ: „Heimurinn er orðinn þannig að menn þurfa að verja sig“ Bæjarstjóri Garðabæjar fór yfir málið en öryggismyndavélum verður komið fyrir í sveitarfélaginu til að berjast gegn glæpum. 14. febrúar 2018 22:45 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Sjá meira
Alls hafa fjórir menn verið handteknir frá því í gærmorgun í tengslum við umfangsmikla rannsókn lögreglunnar á innbrotahrinu á höfuðborgarsvæðinu undanfarnar vikur. Tvær húsleitir voru gerðar í dag þar sem þýfi fannst að verðmæti fleiri milljóna. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði hendur í hári tveggja manna í gærmorgun eftir að ábending barst frá árvöklum nágranna í Garðabæ um grunsamlegar mannaferðir. Um svipað leyti og gæsluvarðhaldsúrskurður yfir mönnunum lá fyrir síðdegis í gær barst tilkynning um annað innbrot í Hafnarfirði. Ljóst var því strax að ekki hafi sömu aðilar verið að verki. „Það var frá nágranna sem að við fengum upplýsingar sem að leiddi til handtöku tveggja aðila í morgun þar sem allt þýfið fannst. Skartgripir og peningar upp á nokkrar milljónir,“ segir Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Í þeirri sömu húsleit fannst þýfi úr fleiri innbrotum en alls hefur lögreglan til rannsóknar um 60 innbrot sem hafa átt sér stað undanfarna tvo mánuði. Þá var ráðist í aðra húsleit síðdegis í dag þar sem fannst enn meira þýfi. Allir hinir handteknu eru erlendir ríkisborgarar. „Þeir eru ekki með íslenska kennitölu sem er að segja okkur að þeir hafi ekki dvalið hér og nú er bara þessi hefðbundna rannsóknarvinna í gangi,“ segir Skúli. Unnið er nú meðal annars að því að kortleggja ferðalög mannanna en lögregla hefur grun um að við innbrotin hafi þjófarnir ferðast milli staða með strætó og á reiðhjólum. Handtökurnar fjórar eru mikilvægt skref í þágu rannsóknarinnar þótt málin séu ekki upplýst. Óvíst er ennþá hvort málin tengist. Þetta eru nokkrir hópar sem eru að herja á okkur. Við verðum að halda áfram vöku okkar fyrir þessu og nágrannavarslan enn og aftur, skiptir bara gríðarlega miklu máli.
Lögreglumál Tengdar fréttir Tveir í gæsluvarðhaldi vegna gruns um innbrot í Garðabæ Mennirnir voru handteknir í gærmorgun, grunaðir um innbrot í heimahús í Garðabæ. 28. febrúar 2018 11:17 Öryggismál stórefld í Garðabæ: „Heimurinn er orðinn þannig að menn þurfa að verja sig“ Bæjarstjóri Garðabæjar fór yfir málið en öryggismyndavélum verður komið fyrir í sveitarfélaginu til að berjast gegn glæpum. 14. febrúar 2018 22:45 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Sjá meira
Tveir í gæsluvarðhaldi vegna gruns um innbrot í Garðabæ Mennirnir voru handteknir í gærmorgun, grunaðir um innbrot í heimahús í Garðabæ. 28. febrúar 2018 11:17
Öryggismál stórefld í Garðabæ: „Heimurinn er orðinn þannig að menn þurfa að verja sig“ Bæjarstjóri Garðabæjar fór yfir málið en öryggismyndavélum verður komið fyrir í sveitarfélaginu til að berjast gegn glæpum. 14. febrúar 2018 22:45