Upp, upp mín sál og allt mitt streð Sif Sigmarsdóttir skrifar 10. febrúar 2018 07:00 Fátt er samtímanum meira framandi en iðjuleysi. Við tökum okkur hvíld frá amstrinu aðeins til að geta snúið okkur að því aftur. Svo mælir breski heimspekingurinn John Gray í bók sinni Straw Dogs: Thoughts on Humans and Other Animals sem kom út árið 2002. Í bókinni, sem varð óvænt metsölubók, hafnar Gray framþróun mannkyns. Hann segir hugmyndir samtímans um framþróun ekkert annað en goðsögn. Því siðmenning er ekki varanlegt, ófrávíkjanlegt ástand heldur tímabundið fyrirkomulag sem lætur undan um leið og það verður fyrir álagi. Þótt línuleg framþróun sé möguleg þegar kemur að tækni og vísindum – skref fyrir skref bætist við ný þekking og gamlar kenningar glatast sem reyndust rangar – á það sama ekki við um mannlegt samfélag. Skoðanir, siðferði, stjórnmál, hvað þykir rétt og rangt hverfist í hringi. Það sem þykir siðferðilega rangt í dag getur þótt í fínu lagi á morgun. Þótt við lifum í sátt og samlyndi í dag getum við verið komin í hár saman á morgun. Það versta við framþróun mannkynsins að sögn Gray er hins vegar ekki sú staðreynd að hún er aðeins mýta; það versta er að hún er endalaus. Gray segir trú samtímans á endalausa framþróun leiða af sér kröfu um meiri vinnu en fordæmi séu fyrir. Ástæðan sé sú að „framþróun fordæmir iðjuleysi. Að ná hæstu hæðum mennskunnar útheimtir mikla vinnu; í raun óendanlega mikla, því þegar einum tindi er náð blasir annar við“. Stærstu mistök þróunarsögunnar John Gray er ekki eini fræðimaðurinn sem skrifað hefur óvæntan smell um þróun mannsins þar sem vinnuárátta samtímans er gagnrýnd. Sapiens: A Brief History of Humankind er metsölubók eftir ísraelskan sagnfræðing, Yuval Noah Harari. Í henni rekur Harari óhóflegt vinnuálag mannsins aftur til landbúnaðarbyltingarinnar. Harari segir að í 2,5 milljón ár hafi ættkvísl mannsins lifað góðu lífi sem veiðimenn og safnarar. Fyrir tíu þúsund árum tók maðurinn hins vegar að helga hverja vökustund vinnu við að halda lífi í plöntum og skepnum; sá, vökva, reita arfa og fæða skepnur. Segir Harari að vinnustundum sem fóru í fæðuöflun hafi snarfjölgað við landbúnaðarbyltinguna. Byltingin sem átti að létta undir með manninum hafi þvert á móti dæmt hann í ánauð. Hvern erum við að sannfæra? Mikið hefur verið rætt um styttingu vinnuvikunnar undanfarna daga. Píratar lögðu fram á Alþingi frumvarp um málið, Reykjavíkurborg hélt málþing og fyrirtækið Hugsmiðjan kynnti áhrifin sem slík aðgerð hafði á starfsemi þess. Rökin sem styðja styttri vinnuviku virðast mörg. Píratar nefna að Ísland komi illa út úr skýrslu OECD þegar mælt er jafnvægi milli vinnu og frítíma; mælingar Reykjavíkurborgar og Hugsmiðjunnar sýndu að styttri vinnuvika eykur afköst og fækkar veikindadögum. Allt eru þetta fínustu rök. En stóra spurningin er þessi: Hvern erum við að reyna að sannfæra? „Hagvöxtur á Norðurlöndunum mestur á Íslandi“. Svo hljóðaði fyrirsögn á visir.is í vikulok. John Gray hefur á réttu að standa. Við erum þrælar goðsagnar. Landbúnaðarbyltingin, iðnbyltingin, tæknibyltingin. Færibandið, ryksugan, gufuvélin, uppþvottavélin, tölvan, tölvupósturinn. Ekkert léttir undir með okkur því á okkur hvílir krafa um eilífa framþróun, endalausan vöxt. Upp, upp mín sál og allt mitt streð. Vinnan er okkar sáluhjálp, hagkerfið okkar guð, hagfræðin kennisetningin, hagfræðingar klerkarnir og hagvöxturinn himnaríki. Eins og Astekarnir forðum fórnum við lífi og limum á altari uppdiktaðra guða. Helstu rökin fyrir styttri vinnuviku eru: Af því að við viljum það. Af því að við krefjumst þess. Við lifum í einu ríkasta landi heims á einu blómlegasta skeiði mannkynssögunnar. Við ættum ekki að þurfa að rökstyðja ósk okkar um að eyða meiri tíma með börnunum okkar, við ættum ekki að þurfa að biðja um leyfi til að eiga tíma aflögu fyrir áhugamál, vini, gönguferðir, bóklestur, sjónvarpsgláp – eða iðjuleysi. Af hverju styttri vinnuviku? Af því bara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Fátt er samtímanum meira framandi en iðjuleysi. Við tökum okkur hvíld frá amstrinu aðeins til að geta snúið okkur að því aftur. Svo mælir breski heimspekingurinn John Gray í bók sinni Straw Dogs: Thoughts on Humans and Other Animals sem kom út árið 2002. Í bókinni, sem varð óvænt metsölubók, hafnar Gray framþróun mannkyns. Hann segir hugmyndir samtímans um framþróun ekkert annað en goðsögn. Því siðmenning er ekki varanlegt, ófrávíkjanlegt ástand heldur tímabundið fyrirkomulag sem lætur undan um leið og það verður fyrir álagi. Þótt línuleg framþróun sé möguleg þegar kemur að tækni og vísindum – skref fyrir skref bætist við ný þekking og gamlar kenningar glatast sem reyndust rangar – á það sama ekki við um mannlegt samfélag. Skoðanir, siðferði, stjórnmál, hvað þykir rétt og rangt hverfist í hringi. Það sem þykir siðferðilega rangt í dag getur þótt í fínu lagi á morgun. Þótt við lifum í sátt og samlyndi í dag getum við verið komin í hár saman á morgun. Það versta við framþróun mannkynsins að sögn Gray er hins vegar ekki sú staðreynd að hún er aðeins mýta; það versta er að hún er endalaus. Gray segir trú samtímans á endalausa framþróun leiða af sér kröfu um meiri vinnu en fordæmi séu fyrir. Ástæðan sé sú að „framþróun fordæmir iðjuleysi. Að ná hæstu hæðum mennskunnar útheimtir mikla vinnu; í raun óendanlega mikla, því þegar einum tindi er náð blasir annar við“. Stærstu mistök þróunarsögunnar John Gray er ekki eini fræðimaðurinn sem skrifað hefur óvæntan smell um þróun mannsins þar sem vinnuárátta samtímans er gagnrýnd. Sapiens: A Brief History of Humankind er metsölubók eftir ísraelskan sagnfræðing, Yuval Noah Harari. Í henni rekur Harari óhóflegt vinnuálag mannsins aftur til landbúnaðarbyltingarinnar. Harari segir að í 2,5 milljón ár hafi ættkvísl mannsins lifað góðu lífi sem veiðimenn og safnarar. Fyrir tíu þúsund árum tók maðurinn hins vegar að helga hverja vökustund vinnu við að halda lífi í plöntum og skepnum; sá, vökva, reita arfa og fæða skepnur. Segir Harari að vinnustundum sem fóru í fæðuöflun hafi snarfjölgað við landbúnaðarbyltinguna. Byltingin sem átti að létta undir með manninum hafi þvert á móti dæmt hann í ánauð. Hvern erum við að sannfæra? Mikið hefur verið rætt um styttingu vinnuvikunnar undanfarna daga. Píratar lögðu fram á Alþingi frumvarp um málið, Reykjavíkurborg hélt málþing og fyrirtækið Hugsmiðjan kynnti áhrifin sem slík aðgerð hafði á starfsemi þess. Rökin sem styðja styttri vinnuviku virðast mörg. Píratar nefna að Ísland komi illa út úr skýrslu OECD þegar mælt er jafnvægi milli vinnu og frítíma; mælingar Reykjavíkurborgar og Hugsmiðjunnar sýndu að styttri vinnuvika eykur afköst og fækkar veikindadögum. Allt eru þetta fínustu rök. En stóra spurningin er þessi: Hvern erum við að reyna að sannfæra? „Hagvöxtur á Norðurlöndunum mestur á Íslandi“. Svo hljóðaði fyrirsögn á visir.is í vikulok. John Gray hefur á réttu að standa. Við erum þrælar goðsagnar. Landbúnaðarbyltingin, iðnbyltingin, tæknibyltingin. Færibandið, ryksugan, gufuvélin, uppþvottavélin, tölvan, tölvupósturinn. Ekkert léttir undir með okkur því á okkur hvílir krafa um eilífa framþróun, endalausan vöxt. Upp, upp mín sál og allt mitt streð. Vinnan er okkar sáluhjálp, hagkerfið okkar guð, hagfræðin kennisetningin, hagfræðingar klerkarnir og hagvöxturinn himnaríki. Eins og Astekarnir forðum fórnum við lífi og limum á altari uppdiktaðra guða. Helstu rökin fyrir styttri vinnuviku eru: Af því að við viljum það. Af því að við krefjumst þess. Við lifum í einu ríkasta landi heims á einu blómlegasta skeiði mannkynssögunnar. Við ættum ekki að þurfa að rökstyðja ósk okkar um að eyða meiri tíma með börnunum okkar, við ættum ekki að þurfa að biðja um leyfi til að eiga tíma aflögu fyrir áhugamál, vini, gönguferðir, bóklestur, sjónvarpsgláp – eða iðjuleysi. Af hverju styttri vinnuviku? Af því bara.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun