Gæti farið hring um landið á tíu daga fresti Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 10. febrúar 2018 07:00 Ásmundur Friðriksson Fréttablaðið/Pjetur Þær vegalengdir sem ökuþórinn Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, keyrði árið 2017 jafngilda því að Ásmundur hafi keyrt hringinn kringum landið á tíu daga fresti árið 2017, eða 35 sinnum. Akstur Ásmundar jafngildir því einnig að hann hafi keyrt frá Reykjavík til Hafnar í Hornafirði og aftur til baka í hverri viku á umræddu ári. Höfn er sá þéttbýlisstaður í kjördæmi Ásmundar, Suðurkjördæmi, sem er lengst frá Reykjavík. Vegalengdin milli þessara staða er 456 kílómetrar og ferðin fram og til baka er því 912 kílómetrar. Ásmundur segir kjördæmi sitt 700 kílómetra langt og að hann fái mjög margar beiðnir um að hitta fólk vítt og breitt um kjördæmið. Aðspurður segist hann fara til Hafnar í Hornafirði fjórum til átta sinnum á ári. Ekkert sérstakt eftirlit er haft með því af hálfu Alþingis að færslur í akstursbækur séu réttar. „Þingmenn sem óska eftir að fá greitt fyrir akstur á eigin bifreiðum þurfa að skrá kílómetratölu í mæli, fyrir og eftir hvert erindi, og þeir þurfa að gera grein fyrir erindum eða tilefni hverrar ferðar. Skrifstofa Alþingis hefur ekki eftirlit með þessu að öðru leyti,“ segir Karl M. Kristjánsson, aðstoðarskrifstofustjóri Alþingis, aðspurður um fyrirkomulag og eftirlit með greiðslum til alþingismanna fyrir akstur í tengslum við störf þeirra. Alþingi endurgreiddi Ásmundi rúmar 4,6 milljónir vegna þessa aksturs á umræddu ári, eða að jafnaði um 385 þúsund á mánuði. Til samanburðar má nefna að útborguð laun meðalgrunnskólakennara eru í kringum 340 þúsund á mánuði samkvæmt upplýsingum frá Kennarasambandi Íslands. Um skattfrjálsar greiðslur er að ræða sem bætast við þingfararkaup Ásmundar. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Skilur gagnrýni á greiðslurnar en mun halda áfram að sinna kjördæminu Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fékk hæstu akstursgreiðslur endurgreiddar úr ríkissjóði. Hann skilur að fólk gagnrýni háar akstursgreiðslur til þingmanna. 9. febrúar 2018 14:30 Ásmundur Friðriksson fékk ekki krónu frá Ingva Hrafni Ingvi Hrafn segir Ásmund Friðriksson ofdekra kjósendur sína. 9. febrúar 2018 14:41 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Þær vegalengdir sem ökuþórinn Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, keyrði árið 2017 jafngilda því að Ásmundur hafi keyrt hringinn kringum landið á tíu daga fresti árið 2017, eða 35 sinnum. Akstur Ásmundar jafngildir því einnig að hann hafi keyrt frá Reykjavík til Hafnar í Hornafirði og aftur til baka í hverri viku á umræddu ári. Höfn er sá þéttbýlisstaður í kjördæmi Ásmundar, Suðurkjördæmi, sem er lengst frá Reykjavík. Vegalengdin milli þessara staða er 456 kílómetrar og ferðin fram og til baka er því 912 kílómetrar. Ásmundur segir kjördæmi sitt 700 kílómetra langt og að hann fái mjög margar beiðnir um að hitta fólk vítt og breitt um kjördæmið. Aðspurður segist hann fara til Hafnar í Hornafirði fjórum til átta sinnum á ári. Ekkert sérstakt eftirlit er haft með því af hálfu Alþingis að færslur í akstursbækur séu réttar. „Þingmenn sem óska eftir að fá greitt fyrir akstur á eigin bifreiðum þurfa að skrá kílómetratölu í mæli, fyrir og eftir hvert erindi, og þeir þurfa að gera grein fyrir erindum eða tilefni hverrar ferðar. Skrifstofa Alþingis hefur ekki eftirlit með þessu að öðru leyti,“ segir Karl M. Kristjánsson, aðstoðarskrifstofustjóri Alþingis, aðspurður um fyrirkomulag og eftirlit með greiðslum til alþingismanna fyrir akstur í tengslum við störf þeirra. Alþingi endurgreiddi Ásmundi rúmar 4,6 milljónir vegna þessa aksturs á umræddu ári, eða að jafnaði um 385 þúsund á mánuði. Til samanburðar má nefna að útborguð laun meðalgrunnskólakennara eru í kringum 340 þúsund á mánuði samkvæmt upplýsingum frá Kennarasambandi Íslands. Um skattfrjálsar greiðslur er að ræða sem bætast við þingfararkaup Ásmundar.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Skilur gagnrýni á greiðslurnar en mun halda áfram að sinna kjördæminu Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fékk hæstu akstursgreiðslur endurgreiddar úr ríkissjóði. Hann skilur að fólk gagnrýni háar akstursgreiðslur til þingmanna. 9. febrúar 2018 14:30 Ásmundur Friðriksson fékk ekki krónu frá Ingva Hrafni Ingvi Hrafn segir Ásmund Friðriksson ofdekra kjósendur sína. 9. febrúar 2018 14:41 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Skilur gagnrýni á greiðslurnar en mun halda áfram að sinna kjördæminu Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fékk hæstu akstursgreiðslur endurgreiddar úr ríkissjóði. Hann skilur að fólk gagnrýni háar akstursgreiðslur til þingmanna. 9. febrúar 2018 14:30
Ásmundur Friðriksson fékk ekki krónu frá Ingva Hrafni Ingvi Hrafn segir Ásmund Friðriksson ofdekra kjósendur sína. 9. febrúar 2018 14:41