Fjölmenning á Íslandi - 2 Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar 12. febrúar 2018 14:28 Ég er búin að skrifa eina grein um fjölmenningu á Íslandi sem var sú fyrsta í röðinni. Ég mun skrifa fleiri greinar um þessi mál á næstunni. Ég var að lesa grein á RÚV þar sem stendur „Brottfall úr skóla er mest á Íslandi og menntunarstig lægst. Á Norðurlöndunum er að meðaltali um 10% nemenda sem hætta í námi, en á Íslandi er hlutfallið um 20%”. Síðar í greininni stendur „Þá koma íslenskir grunnskólanemendur langverst út úr PISA-könnuninni, sem mælir kunnáttu grunnskólanema. Árangri Íslendinga í PISA hefur hrakað mjög frá 2009. Finnar koma enn langbest út úr PISA-könnuninni, en hefur þó hrakað. Á Íslandi er líka mestur munur á getu nemenda af erlendu bergi brotnu og innfæddra.” Í fyrstu greininni nefndi ég þann mun sem er á samsetningu hópa barna og unglinga af erlendum uppruna í Noregi og á Íslandi. Brottfall nemenda úr framhaldsskólum hefur lengi verið áhyggjuefni í Noregi. Þar er hátt hlutfall drengja með fjölmenningarbakgrunn, en stúlkur af þeim bakgrunni eru með hæst hlutfall í háskólamenntun. Þetta er verulegt áhyggjuefni og eflaust margar skýringar á þessu. Ein af mínum kenningum (hypotheses) er að þetta eigi rætur sínar í skólakerfinu. Starfsfólk skóla komi öðru vísi fram við drengi enn stúlkur. Stúlkunum er sinnt meira og þeim er vorkennt að koma úr sínum menningarlega bakgrunni. Drengjunum er kennt um og þeir skammaðir meira og jafnvel sýnd fyrirlitning. Drengir hafa alltaf verið erfiðari í skóla og sitja ekki eins stilltir og stúlkurnar. Líkamsbygging kvenna og karla er ólík, við konur erum frá upphafi með mýkri botn eða betur fóðraðan. Karlmenn eru langt frá því að vera svona vel „fóðraðir” og fitan sest líka framan á þá með árunum. Í Bandaríkjunum er hæst hlutfall nemenda nemenda í sérbekkjum „African American” (Ameríkanar af afrískum uppruna) og næstir koma „hispanic” (spænskumælandi Ameríkanar frá Suður Ameríku). Í bekkjum fyrir ofurgreinda nemendur eru aftur á móti nemendur með rætur frá „Far East” (Austurlöndum fjær) í miklum meirihluta t.d. „Chinese American” (Amerikanar af kínverskum uppruna) og „Japanese American” (Amerikanar af japönskum uppruna). Afríkanar eru þekktir sem miklir íþróttamenn og margir þekktir langhlauparar þaðan. Það er dásamlegt að sjá þá dansa og hreyfa sig. Drengirnir eru hins vegar langt frá því að hafa „mjúkan” botn, og þeirra arfleifð býður ekki upp á að sitja lengi kyrrir og allra síst þegar þeir þurfa að fylgjast með einhverju sem þeir skilja ekki. Er það þá sanngjarnt að skamma þá fyrir það sem þeir geta ekki? Er hægt að kenna þeim án þess að ætlast til að þeir nuddi beinunum tímunum saman við stólinn sinn? Börn þurfa umhyggju og virðingu frá umhverfinu. Skóla ber að draga fram það besta í nemendum og vinna út frá styrk þeirra og ekki veikleika. Það gleymdist svo sannarlega með börn fátækra einstæðra mæðra hér áður fyrr sem sáu kannski fyrir sér með þvottum og skúringum hjá betur megandi. Ég vona að íslenskt samfélag beri gæfu til að afla sér kunnáttu og skilnings á högum barna frá öðrum menningarheimum og gera sér grein fyrir hvers konar óskaplegur mannauður býr í þessum börnum. Þau kunna gríðarlega margt sem við kunnum ekki og til að ná því fram þarf að nýta þekkingu fullorðinna einstaklinga sem eiga rætur í fleiri menningarheimum. Mér er alveg sama um PISA kannanir í sjálfu sér, en mér er samt ekki sama um niðurstöðurnar. Lyftið Íslandi upp í þessum könnunum. Áfram Ísland. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun „Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins“ Rakel Hinriksdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun „Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins“ Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Ég er búin að skrifa eina grein um fjölmenningu á Íslandi sem var sú fyrsta í röðinni. Ég mun skrifa fleiri greinar um þessi mál á næstunni. Ég var að lesa grein á RÚV þar sem stendur „Brottfall úr skóla er mest á Íslandi og menntunarstig lægst. Á Norðurlöndunum er að meðaltali um 10% nemenda sem hætta í námi, en á Íslandi er hlutfallið um 20%”. Síðar í greininni stendur „Þá koma íslenskir grunnskólanemendur langverst út úr PISA-könnuninni, sem mælir kunnáttu grunnskólanema. Árangri Íslendinga í PISA hefur hrakað mjög frá 2009. Finnar koma enn langbest út úr PISA-könnuninni, en hefur þó hrakað. Á Íslandi er líka mestur munur á getu nemenda af erlendu bergi brotnu og innfæddra.” Í fyrstu greininni nefndi ég þann mun sem er á samsetningu hópa barna og unglinga af erlendum uppruna í Noregi og á Íslandi. Brottfall nemenda úr framhaldsskólum hefur lengi verið áhyggjuefni í Noregi. Þar er hátt hlutfall drengja með fjölmenningarbakgrunn, en stúlkur af þeim bakgrunni eru með hæst hlutfall í háskólamenntun. Þetta er verulegt áhyggjuefni og eflaust margar skýringar á þessu. Ein af mínum kenningum (hypotheses) er að þetta eigi rætur sínar í skólakerfinu. Starfsfólk skóla komi öðru vísi fram við drengi enn stúlkur. Stúlkunum er sinnt meira og þeim er vorkennt að koma úr sínum menningarlega bakgrunni. Drengjunum er kennt um og þeir skammaðir meira og jafnvel sýnd fyrirlitning. Drengir hafa alltaf verið erfiðari í skóla og sitja ekki eins stilltir og stúlkurnar. Líkamsbygging kvenna og karla er ólík, við konur erum frá upphafi með mýkri botn eða betur fóðraðan. Karlmenn eru langt frá því að vera svona vel „fóðraðir” og fitan sest líka framan á þá með árunum. Í Bandaríkjunum er hæst hlutfall nemenda nemenda í sérbekkjum „African American” (Ameríkanar af afrískum uppruna) og næstir koma „hispanic” (spænskumælandi Ameríkanar frá Suður Ameríku). Í bekkjum fyrir ofurgreinda nemendur eru aftur á móti nemendur með rætur frá „Far East” (Austurlöndum fjær) í miklum meirihluta t.d. „Chinese American” (Amerikanar af kínverskum uppruna) og „Japanese American” (Amerikanar af japönskum uppruna). Afríkanar eru þekktir sem miklir íþróttamenn og margir þekktir langhlauparar þaðan. Það er dásamlegt að sjá þá dansa og hreyfa sig. Drengirnir eru hins vegar langt frá því að hafa „mjúkan” botn, og þeirra arfleifð býður ekki upp á að sitja lengi kyrrir og allra síst þegar þeir þurfa að fylgjast með einhverju sem þeir skilja ekki. Er það þá sanngjarnt að skamma þá fyrir það sem þeir geta ekki? Er hægt að kenna þeim án þess að ætlast til að þeir nuddi beinunum tímunum saman við stólinn sinn? Börn þurfa umhyggju og virðingu frá umhverfinu. Skóla ber að draga fram það besta í nemendum og vinna út frá styrk þeirra og ekki veikleika. Það gleymdist svo sannarlega með börn fátækra einstæðra mæðra hér áður fyrr sem sáu kannski fyrir sér með þvottum og skúringum hjá betur megandi. Ég vona að íslenskt samfélag beri gæfu til að afla sér kunnáttu og skilnings á högum barna frá öðrum menningarheimum og gera sér grein fyrir hvers konar óskaplegur mannauður býr í þessum börnum. Þau kunna gríðarlega margt sem við kunnum ekki og til að ná því fram þarf að nýta þekkingu fullorðinna einstaklinga sem eiga rætur í fleiri menningarheimum. Mér er alveg sama um PISA kannanir í sjálfu sér, en mér er samt ekki sama um niðurstöðurnar. Lyftið Íslandi upp í þessum könnunum. Áfram Ísland.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun