Erfðauppeldi Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 13. febrúar 2018 07:00 Hugmyndir okkar og skilningur á náttúru mannsins og uppeldi hans hafa lengi vel byggt á tvenndarkerfi umhverfis og erfða. Þessi hugsunarháttur er okkur eðlislægur og kom vafalaust að gagni er frummaðurinn fótaði sig í háskalegum heimi. Flokkun sem þessi lifir auðvitað góðu lífi í dag og grasserar í hvívetna; ég og þú, við og hin. Nýleg rannsókn á vegum Íslenskrar erfðagreiningar dregur upp einstaka mynd af því hversu vitlaus slíkur hugsunarháttur er þegar við skoðum þau flóknu tengsl sem mynda samfélag okkar. Vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar rýndu í þær erfðabreytingar sem erfast ekki frá foreldri til barns og gátu metið áhrif uppeldis samanborið við áhrif þeirra erfðaupplýsinga sem færðust milli kynslóða. Niðurstaðan var sú að sá hluti erfðamengisins sem barnið fær ekki frá foreldrum sínum hafði umtalsverð áhrif á menntun barnsins. Áhrifin eru um þrjátíu prósent á móti þeim upplýsingum sem erfast með beinum hætti. Vísindamennirnir kalla þetta fyrirbæri erfðauppeldi, það er, að í þessu tilfelli gátu erfðir haft áhrif á skólagöngu barna með því að móta atferli foreldranna frekar en gjörðir sjálfra barnanna. Við hin tölum um að börn dragi dám af foreldrum sínum. Fátt virðist nýtt í þeim efnum. Hins vegar, þegar við víkkum sjóndeildarhringinn út fyrir veggi heimilisins, þar sem uppeldi og tengsl foreldra og systkina eru í aðalhlutverki, sjáum við hvernig erfðauppeldi hefur áhrif í gegnum aldirnar og mótar samfélag okkar í gegnum flókinn og fornan vef samskipta, stofnana og áhrifa. Í samhengi erfðauppeldis erum við í raun aðeins að hluta til einstaklingar. Hinn hlutinn er sjálft samfélagið, sem mótað er af erfðaupplýsingum og um leið mótar okkur. Þessi grunnrannsókn Íslenskrar erfðagreiningar mun vafalaust koma að góðum notum í því ferli að móta opinbera stefnu og þau viðhorf sem þarf til að stemma stigu við félagslegum ójöfnuði og til að draga úr þeirri byrði sem fylgir heilbrigðisvandamálum. Um leið spyr rannsóknin athyglisverðra spurninga sem aðrir vísindamenn, þeir vísindamenn sem umhugað er um umhverfi en ekki erfðir, þurfa að svara. Þannig gætu niðurstöðurnar dýpkað skilning okkar á því hvaða áhrif fjölskyldan hefur á það hvernig við döfnum og þroskumst sem einstaklingar. Að öllum líkindum mun erfðauppeldi reynast stórkostlega flókið fyrirbæri sem teygir anga sína víða og áframhaldandi rannsóknir munu vonandi varpa betra ljósi á áhrif þess. Í grunninn sýnir þessi vísindavinna fram á að það er mun meira sem sameinar okkur en aðgreinir. Það er ekkert ég og þú, aðeins bræður og systur í samfélagi erfðanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjartan Hreinn Njálsson Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Sjá meira
Hugmyndir okkar og skilningur á náttúru mannsins og uppeldi hans hafa lengi vel byggt á tvenndarkerfi umhverfis og erfða. Þessi hugsunarháttur er okkur eðlislægur og kom vafalaust að gagni er frummaðurinn fótaði sig í háskalegum heimi. Flokkun sem þessi lifir auðvitað góðu lífi í dag og grasserar í hvívetna; ég og þú, við og hin. Nýleg rannsókn á vegum Íslenskrar erfðagreiningar dregur upp einstaka mynd af því hversu vitlaus slíkur hugsunarháttur er þegar við skoðum þau flóknu tengsl sem mynda samfélag okkar. Vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar rýndu í þær erfðabreytingar sem erfast ekki frá foreldri til barns og gátu metið áhrif uppeldis samanborið við áhrif þeirra erfðaupplýsinga sem færðust milli kynslóða. Niðurstaðan var sú að sá hluti erfðamengisins sem barnið fær ekki frá foreldrum sínum hafði umtalsverð áhrif á menntun barnsins. Áhrifin eru um þrjátíu prósent á móti þeim upplýsingum sem erfast með beinum hætti. Vísindamennirnir kalla þetta fyrirbæri erfðauppeldi, það er, að í þessu tilfelli gátu erfðir haft áhrif á skólagöngu barna með því að móta atferli foreldranna frekar en gjörðir sjálfra barnanna. Við hin tölum um að börn dragi dám af foreldrum sínum. Fátt virðist nýtt í þeim efnum. Hins vegar, þegar við víkkum sjóndeildarhringinn út fyrir veggi heimilisins, þar sem uppeldi og tengsl foreldra og systkina eru í aðalhlutverki, sjáum við hvernig erfðauppeldi hefur áhrif í gegnum aldirnar og mótar samfélag okkar í gegnum flókinn og fornan vef samskipta, stofnana og áhrifa. Í samhengi erfðauppeldis erum við í raun aðeins að hluta til einstaklingar. Hinn hlutinn er sjálft samfélagið, sem mótað er af erfðaupplýsingum og um leið mótar okkur. Þessi grunnrannsókn Íslenskrar erfðagreiningar mun vafalaust koma að góðum notum í því ferli að móta opinbera stefnu og þau viðhorf sem þarf til að stemma stigu við félagslegum ójöfnuði og til að draga úr þeirri byrði sem fylgir heilbrigðisvandamálum. Um leið spyr rannsóknin athyglisverðra spurninga sem aðrir vísindamenn, þeir vísindamenn sem umhugað er um umhverfi en ekki erfðir, þurfa að svara. Þannig gætu niðurstöðurnar dýpkað skilning okkar á því hvaða áhrif fjölskyldan hefur á það hvernig við döfnum og þroskumst sem einstaklingar. Að öllum líkindum mun erfðauppeldi reynast stórkostlega flókið fyrirbæri sem teygir anga sína víða og áframhaldandi rannsóknir munu vonandi varpa betra ljósi á áhrif þess. Í grunninn sýnir þessi vísindavinna fram á að það er mun meira sem sameinar okkur en aðgreinir. Það er ekkert ég og þú, aðeins bræður og systur í samfélagi erfðanna.
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar