Vill umbylta bakgrunnskönnunum vegna öryggisheimilda Samúel Karl Ólason skrifar 14. febrúar 2018 12:07 Talið er að 30 til 40 háttsettir starfsmenn Hvíta hússins hafi ekki fengið leyfi til að meðhöndla leynileg gögn og séu enn á undanþágu. Vísir/Getty Yfirmaður leyniþjónustumála í Bandaríkjunum, Dan Coats, segir að það kerfi Bandaríkjanna sem ætlað er að veita háttsettum embættismönnum leyfi til að meðhöndla leynileg gögn sé bilað og nauðsynlegt sé að taka það til endurskoðunar. Allt að 700 þúsund slíkar umsóknir sitja fastar í kerfinu og telja sérfræðingar að um 200 þúsund undanþágur hafi verið veittar.Samkvæmt frétt CNN er talið að 30 til 40 háttsettir starfsmenn Hvíta hússins hafi ekki fengið leyfi til að meðhöndla leynileg gögn og séu enn á undanþágu. Þeirra á meðal er Jared Kushner, tengdasonur Trump og einn af hans helstu ráðgjöfum.Umsóknir um öryggisheimildir fela oft í sér ítarlegar bakgrunnsskoðanir svo hægt sé að dæma hvort opinberum starfsmönnum sé treystandi til að meðhöndla leynilegar upplýsingar. Frá því að Rob Porter sagði af sér á dögunum vegna ásakana um heimilisofbeldi hafa heimildir þessar vakið mikla athygli. Porter var á undanþágu þrátt fyrir að hafa meðhöndlað leynilegar upplýsingar í starfi sínu í Hvíta húsinu í um ár. Hvíta húsinu var gert grein fyrir ásökunum gegn Porter fyrir mörgum vikum og leit út fyrir að hann myndi ekki hljóta öryggisheimild. Þrátt fyrir það hélt hann starfi sínu og vann með leynilegar upplýsingar.Ástand Hvíta hússins hefur vakið upp spurningar um hvort að starfsmenn Donald Trump, sem margir hverjir hafi umtalsverðar tengingar við erlend ríki og viðskiptamenn um heim allan, séu hæfir til að meðhöndla leynilegar upplýsingar. Deilur meðal starfsmanna Hvíta hússins, afsagnir og brottrekstrar hafa ekki fegrað ástandið. Þá hafa fjórir fyrrverandi starfsmenn Trump verið ákærðir af Robert Mueller, sérstökum saksóknara. Í samtali við CNN segja nokkrir heimildarmenn innan leyniþjónustusamfélags Bandaríkjanna að það sé verulega óvenjulegt að svo margir starfsmenn Hvíta hússins séu enn á undanþágum. Þrátt fyrir að þúsundir slíkra umsókna séu til skoðunar fái starfsmenn Hvíta hússins forgang.Vill nýta samfélagsmiðla Coats segir að umrætt ferli verði að nýta nýja tækni og upplýsingar á samfélagsmiðlum. Þannig væri hægt að fá ákveðna grunnmynd af því fólki sem sótt hefur um öryggisheimild. Það tæki mun minni tíma en að fara og ræða við samstarfsmenn þeirra, nágranna og aðra. „Við þurfum að hafa þetta í forgangi því þetta er að draga úr getu okkar til að koma réttu fólki á réttan stað á réttum tíma,“ sagði Coats. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Sjá meira
Yfirmaður leyniþjónustumála í Bandaríkjunum, Dan Coats, segir að það kerfi Bandaríkjanna sem ætlað er að veita háttsettum embættismönnum leyfi til að meðhöndla leynileg gögn sé bilað og nauðsynlegt sé að taka það til endurskoðunar. Allt að 700 þúsund slíkar umsóknir sitja fastar í kerfinu og telja sérfræðingar að um 200 þúsund undanþágur hafi verið veittar.Samkvæmt frétt CNN er talið að 30 til 40 háttsettir starfsmenn Hvíta hússins hafi ekki fengið leyfi til að meðhöndla leynileg gögn og séu enn á undanþágu. Þeirra á meðal er Jared Kushner, tengdasonur Trump og einn af hans helstu ráðgjöfum.Umsóknir um öryggisheimildir fela oft í sér ítarlegar bakgrunnsskoðanir svo hægt sé að dæma hvort opinberum starfsmönnum sé treystandi til að meðhöndla leynilegar upplýsingar. Frá því að Rob Porter sagði af sér á dögunum vegna ásakana um heimilisofbeldi hafa heimildir þessar vakið mikla athygli. Porter var á undanþágu þrátt fyrir að hafa meðhöndlað leynilegar upplýsingar í starfi sínu í Hvíta húsinu í um ár. Hvíta húsinu var gert grein fyrir ásökunum gegn Porter fyrir mörgum vikum og leit út fyrir að hann myndi ekki hljóta öryggisheimild. Þrátt fyrir það hélt hann starfi sínu og vann með leynilegar upplýsingar.Ástand Hvíta hússins hefur vakið upp spurningar um hvort að starfsmenn Donald Trump, sem margir hverjir hafi umtalsverðar tengingar við erlend ríki og viðskiptamenn um heim allan, séu hæfir til að meðhöndla leynilegar upplýsingar. Deilur meðal starfsmanna Hvíta hússins, afsagnir og brottrekstrar hafa ekki fegrað ástandið. Þá hafa fjórir fyrrverandi starfsmenn Trump verið ákærðir af Robert Mueller, sérstökum saksóknara. Í samtali við CNN segja nokkrir heimildarmenn innan leyniþjónustusamfélags Bandaríkjanna að það sé verulega óvenjulegt að svo margir starfsmenn Hvíta hússins séu enn á undanþágum. Þrátt fyrir að þúsundir slíkra umsókna séu til skoðunar fái starfsmenn Hvíta hússins forgang.Vill nýta samfélagsmiðla Coats segir að umrætt ferli verði að nýta nýja tækni og upplýsingar á samfélagsmiðlum. Þannig væri hægt að fá ákveðna grunnmynd af því fólki sem sótt hefur um öryggisheimild. Það tæki mun minni tíma en að fara og ræða við samstarfsmenn þeirra, nágranna og aðra. „Við þurfum að hafa þetta í forgangi því þetta er að draga úr getu okkar til að koma réttu fólki á réttan stað á réttum tíma,“ sagði Coats.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Sjá meira