Yfirmaður kynferðisbrotadeildar tjáir sig ekki um framtíð sína Jón Hákon Halldórsson skrifar 15. febrúar 2018 06:00 Árni Þór Sigmundsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. VÍSIR/EYÞÓR „Ég hef ósköp einföld viðbrögð. Ég ætla ekki að tjá mig nokkurn skapaðan hlut um hana,“ segir Árni Þór Sigmundsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Niðurstöður skoðunar lögreglunnar á því hvað gæti hafa farið úrskeiðis er dróst að hefja rannsókn á ætluðum kynferðisbrotum karls, sem starfaði hjá Barnavernd Reykjavíkur, voru kynntar í fyrradag. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur lokið ítarlegri skoðun á því hvað kunni að hafa farið úrskeiðis þegar dróst á langinn að hefja rannsókn á ætluðum kynferðisbrotum karlmanns, sem tilkynnt var um í sumarlok 2017. Niðurstaðan er meðal annars að frumgreining málsins hafi ekki verið í samræmi við almennt vinnulag. Einnig þykir sýnt að stjórnun kynferðisbrotadeildar hafi ekki verið með nægjanlega markvissum hætti og því verði að breyta. Árni Þór vill ekkert tjá sig um það hvort hann sækist eftir því að leiða deildina áfram. „Þetta er eitt af því sem ég ætla ekki að tjá mig um núna.“ Halldóra Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur, þakkar lögreglu fyrir sína vinnu en vill ekki tjá sig efnislega um skýrsluna. „Þar sem stendur nú yfir innri úttekt á okkar aðkomu að þessu máli held ég að okkar skoðanir á þessu verði bara aðeins að fá að vera í hléi þangað til það er búið.“ Tilefni rannsóknarinnar er meðal annars það að einstaklingur tilkynnti Barnavernd Reykjavíkur nýlega að hún hefði gert Barnaverndinni viðvart um manninn árið 2008. Skráning um tilkynninguna finnst ekki í bókum Barnaverndar. Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Tengdar fréttir Starfsmaður barnaverndar áfram í gæsluvarðhaldi Maðurinn mun sitja í gæsluvarðhaldi til 16. febrúar. 9. febrúar 2018 14:19 Um starfsmann barnaverndar: „Hann byrjaði að kenna manni að þrífa sjálfan sig“ Ungur maður sem lagði fram kæru í ágúst síðastliðnum gegn starfsmanni barnaverndar segir manninn sérlega góðan að vinna sér inn traust og trúnað barna. 4. febrúar 2018 18:45 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Fleiri fréttir „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Sjá meira
„Ég hef ósköp einföld viðbrögð. Ég ætla ekki að tjá mig nokkurn skapaðan hlut um hana,“ segir Árni Þór Sigmundsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Niðurstöður skoðunar lögreglunnar á því hvað gæti hafa farið úrskeiðis er dróst að hefja rannsókn á ætluðum kynferðisbrotum karls, sem starfaði hjá Barnavernd Reykjavíkur, voru kynntar í fyrradag. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur lokið ítarlegri skoðun á því hvað kunni að hafa farið úrskeiðis þegar dróst á langinn að hefja rannsókn á ætluðum kynferðisbrotum karlmanns, sem tilkynnt var um í sumarlok 2017. Niðurstaðan er meðal annars að frumgreining málsins hafi ekki verið í samræmi við almennt vinnulag. Einnig þykir sýnt að stjórnun kynferðisbrotadeildar hafi ekki verið með nægjanlega markvissum hætti og því verði að breyta. Árni Þór vill ekkert tjá sig um það hvort hann sækist eftir því að leiða deildina áfram. „Þetta er eitt af því sem ég ætla ekki að tjá mig um núna.“ Halldóra Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur, þakkar lögreglu fyrir sína vinnu en vill ekki tjá sig efnislega um skýrsluna. „Þar sem stendur nú yfir innri úttekt á okkar aðkomu að þessu máli held ég að okkar skoðanir á þessu verði bara aðeins að fá að vera í hléi þangað til það er búið.“ Tilefni rannsóknarinnar er meðal annars það að einstaklingur tilkynnti Barnavernd Reykjavíkur nýlega að hún hefði gert Barnaverndinni viðvart um manninn árið 2008. Skráning um tilkynninguna finnst ekki í bókum Barnaverndar.
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Tengdar fréttir Starfsmaður barnaverndar áfram í gæsluvarðhaldi Maðurinn mun sitja í gæsluvarðhaldi til 16. febrúar. 9. febrúar 2018 14:19 Um starfsmann barnaverndar: „Hann byrjaði að kenna manni að þrífa sjálfan sig“ Ungur maður sem lagði fram kæru í ágúst síðastliðnum gegn starfsmanni barnaverndar segir manninn sérlega góðan að vinna sér inn traust og trúnað barna. 4. febrúar 2018 18:45 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Fleiri fréttir „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Sjá meira
Starfsmaður barnaverndar áfram í gæsluvarðhaldi Maðurinn mun sitja í gæsluvarðhaldi til 16. febrúar. 9. febrúar 2018 14:19
Um starfsmann barnaverndar: „Hann byrjaði að kenna manni að þrífa sjálfan sig“ Ungur maður sem lagði fram kæru í ágúst síðastliðnum gegn starfsmanni barnaverndar segir manninn sérlega góðan að vinna sér inn traust og trúnað barna. 4. febrúar 2018 18:45