Í viðjum kerfis Kristinn Ingi Jónsson skrifar 15. febrúar 2018 11:00 Ætla mætti að íslenska menntakerfið væri eitt það besta í heimi. Fáar þjóðir verja eins stórum hluta af sinni landsframleiðslu í menntamál og við og þá eru óvíða færri nemendur á hvern kennara en hér. Raunin er hins vegar önnur eins og niðurstöður hinnar alræmdu PISA-könnunar hafa fært okkur heim sanninn um. Árangri íslenskra ungmenna hefur hrakað og stöndum við illa í alþjóðlegum samanburði. Engu að síður virðist litlu mega breyta. Fólk er að upplagi íhaldssamt og hafa þess vegna flestar hugmyndir sem snúa að því að stokka upp kerfið og leysa það úr viðjum miðstýringar mætt andstöðu. Hugsum okkur hvernig matvörumarkaðurinn væri ef hann væri skipulagður á sama hátt og grunnskólakerfið. Við myndum þá greiða skatt til ríkisins sem væri nýttur til að standa undir rekstri matvöruverslana um allt land. Hver og einn gæti aðeins verslað í einni verslun, nema hann flytti sig yfir í aðra, sem væri samt afar erfitt og tímafrekt. Við gætum ekki gengið um verslunina og valið sjálf hvað við viljum kaupa. Þess í stað myndum við ganga rakleiðis að afgreiðsluborðinu og fá afhentan sérstakan pakka með matvörum. Allir fengju þennan sama pakka – ríkispakka – sem kerfiskallar hefðu látið útbúa. Verslanir gætu ekki keppt sín á milli, hvorki þegar kæmi að vöruúrvali né verði. Þær fengju aðeins fé frá ríkinu, en ekki neytendum, og því hefðu þær engan hvata til að mæta kröfum neytendanna. Sem betur fer er óralangt síðan matvöruverslun ríkisins var lögð niður og tekið var upp markaðsdrifið kerfi. Verslanir keppa nú sín á milli um hylli neytenda, verð hefur lækkað og þjónustan batnað til muna. Þess væri óskandi ef sömu kraftar fengju að móta menntakerfið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Kristinn Ingi Jónsson Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Sjá meira
Ætla mætti að íslenska menntakerfið væri eitt það besta í heimi. Fáar þjóðir verja eins stórum hluta af sinni landsframleiðslu í menntamál og við og þá eru óvíða færri nemendur á hvern kennara en hér. Raunin er hins vegar önnur eins og niðurstöður hinnar alræmdu PISA-könnunar hafa fært okkur heim sanninn um. Árangri íslenskra ungmenna hefur hrakað og stöndum við illa í alþjóðlegum samanburði. Engu að síður virðist litlu mega breyta. Fólk er að upplagi íhaldssamt og hafa þess vegna flestar hugmyndir sem snúa að því að stokka upp kerfið og leysa það úr viðjum miðstýringar mætt andstöðu. Hugsum okkur hvernig matvörumarkaðurinn væri ef hann væri skipulagður á sama hátt og grunnskólakerfið. Við myndum þá greiða skatt til ríkisins sem væri nýttur til að standa undir rekstri matvöruverslana um allt land. Hver og einn gæti aðeins verslað í einni verslun, nema hann flytti sig yfir í aðra, sem væri samt afar erfitt og tímafrekt. Við gætum ekki gengið um verslunina og valið sjálf hvað við viljum kaupa. Þess í stað myndum við ganga rakleiðis að afgreiðsluborðinu og fá afhentan sérstakan pakka með matvörum. Allir fengju þennan sama pakka – ríkispakka – sem kerfiskallar hefðu látið útbúa. Verslanir gætu ekki keppt sín á milli, hvorki þegar kæmi að vöruúrvali né verði. Þær fengju aðeins fé frá ríkinu, en ekki neytendum, og því hefðu þær engan hvata til að mæta kröfum neytendanna. Sem betur fer er óralangt síðan matvöruverslun ríkisins var lögð niður og tekið var upp markaðsdrifið kerfi. Verslanir keppa nú sín á milli um hylli neytenda, verð hefur lækkað og þjónustan batnað til muna. Þess væri óskandi ef sömu kraftar fengju að móta menntakerfið.
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun