Voru mest 127 sætum á eftir Englandi á FIFA-listanum en nú munar bara 2 sætum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. febrúar 2018 10:00 Eins og þegar Ragnar Sigurðsson elti uppi Jamie Vardy í leiknum í Nice þá hefur íslenska landsliðið elti uppi það enska á FIFA-listanum. Vísir/Getty Englendingar duttu út fyrir Íslendingum á síðasta stórmóti og nú eru þeir í hættu á að fara að missa íslenska landsliðið upp fyrir sig á FIFA-listanum. Íslenska fótboltalandsliðið er í átjánda sæti á nýjasta styrkleikalista Alþjóðaknattspyrnusambandsins en FIFA-listinn fyrir febrúar var gefinn út í dag. Íslensku strákarnir hækka sig um tvö sæti frá síðasta lista og settu með þessu nýtt met því íslenska landsliðið hefur aldrei verið ofar á FIFA-listanum. Íslenska landsliðið er nú aðeins tveimur sætum á eftir enska landsliðinu sem er í 16. sæti.NEW #FIFARANKING Germany stay top Iceland reach record high More info https://t.co/ap5dvgBeW9pic.twitter.com/kQHHTSWHN6 — FIFA.com (@FIFAcom) February 15, 2018 Það er örugglega enginn búinn að gleyma 2-1 sigri Íslands á Englandi í sextán liða úrslitum Evrópumótsins í Frakklandi 2016. Þá var íslenska liðið 23 sætum á eftir enska liðinu á FIFA-listanum. Íslensku strákarnir hafa haldið áfram að hækka sig á listanum frá þessu magnaða kvöldi í Nice í lok júní 2016 en á sama tíma hefur enska landsliðið dottið niður um nokkur sæti. Íslenska liðið minnkaði muninn um tvö sæti á þessum nýjasta lista. Nokkrum árum fyrir leikinn í Nice var munurinn á liðinu ótrúlegur miðað við það hvað hann er í dag. Á FIFA-listanum sem var gefinn út í ágúst 2012 þá var íslenska landsliðið heilum 127 sætum á eftir því enska. Lars Lagerbäck var þá nýtekinn við og íslenska landsliðið hafði tapað fyrstu fjórum leikjum sínumm undir stjórn Svíans. England var þá í 3. sæti listans á sama tíma og íslenska landsliðið var í 130. sæti. Lars Lagerbäck tókst með hjálp Heimis Hallgrímssonar að búa til frábært landslið og á þessum tæpu sex árum hefur íslenska landsliðið unnið upp 125 sæti á enska landsliðið á FIFA-listanum.Marki fagnað á móti Englandi í Nice.Vísir/GettyMesti munur á Íslandi og Englandi á FIFA-listanum 127 sæti - ágúst 2012 (England 3. sæti, Ísland 130. sæti) 125 sæti - júlí 2012 (England 4. sæti, Ísland 129. sæti) 125 sæti - júní 2012 (England 6. sæti, Ísland 131. sæti) 124 sæti - maí 2012 (England 7. sæti, Ísland 131. sæti) 124 sæti - apríl 2012 (England 7. sæti, Ísland 131. sæti) 120 sæti - ágúst 2011 (England 4. sæti, Ísland 124. sæti)Minnsti munur á Íslandi og Englandi á FIFA-listanum 2 sæti - febrúar 2018 (England 16. sæti, Ísland 18. sæti) 4 sæti - janúar 2018 (England 16. sæti, Ísland 20. sæti) 6 sæti - júlí 2017 (England 13. sæti, Ísland 19. sæti) 7 sæti - desember 2017 (England 15. sæti, Ísland 22. sæti) 7 sæti - nóvember 2017 (England 15. sæti, Ísland 22. sæti) 7 sæti - september 2017 (England 15. sæti, Ísland 22. sæti) 7 sæti - ágúst 2017 (England 13. sæti, Ísland 20. sæti) 7 sæti - maí 2017 (England 14. sæti, Ísland 21. sæti) 7 sæti - apríl 2017 (England 14. sæti, Ísland 21. sæti) 7 sæti - febrúar 2017 (England 13. sæti, Ísland 20. sæti) Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Stjarnan | Hvort liðið fer á Laugardalsvöllinn? Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Sjá meira
Englendingar duttu út fyrir Íslendingum á síðasta stórmóti og nú eru þeir í hættu á að fara að missa íslenska landsliðið upp fyrir sig á FIFA-listanum. Íslenska fótboltalandsliðið er í átjánda sæti á nýjasta styrkleikalista Alþjóðaknattspyrnusambandsins en FIFA-listinn fyrir febrúar var gefinn út í dag. Íslensku strákarnir hækka sig um tvö sæti frá síðasta lista og settu með þessu nýtt met því íslenska landsliðið hefur aldrei verið ofar á FIFA-listanum. Íslenska landsliðið er nú aðeins tveimur sætum á eftir enska landsliðinu sem er í 16. sæti.NEW #FIFARANKING Germany stay top Iceland reach record high More info https://t.co/ap5dvgBeW9pic.twitter.com/kQHHTSWHN6 — FIFA.com (@FIFAcom) February 15, 2018 Það er örugglega enginn búinn að gleyma 2-1 sigri Íslands á Englandi í sextán liða úrslitum Evrópumótsins í Frakklandi 2016. Þá var íslenska liðið 23 sætum á eftir enska liðinu á FIFA-listanum. Íslensku strákarnir hafa haldið áfram að hækka sig á listanum frá þessu magnaða kvöldi í Nice í lok júní 2016 en á sama tíma hefur enska landsliðið dottið niður um nokkur sæti. Íslenska liðið minnkaði muninn um tvö sæti á þessum nýjasta lista. Nokkrum árum fyrir leikinn í Nice var munurinn á liðinu ótrúlegur miðað við það hvað hann er í dag. Á FIFA-listanum sem var gefinn út í ágúst 2012 þá var íslenska landsliðið heilum 127 sætum á eftir því enska. Lars Lagerbäck var þá nýtekinn við og íslenska landsliðið hafði tapað fyrstu fjórum leikjum sínumm undir stjórn Svíans. England var þá í 3. sæti listans á sama tíma og íslenska landsliðið var í 130. sæti. Lars Lagerbäck tókst með hjálp Heimis Hallgrímssonar að búa til frábært landslið og á þessum tæpu sex árum hefur íslenska landsliðið unnið upp 125 sæti á enska landsliðið á FIFA-listanum.Marki fagnað á móti Englandi í Nice.Vísir/GettyMesti munur á Íslandi og Englandi á FIFA-listanum 127 sæti - ágúst 2012 (England 3. sæti, Ísland 130. sæti) 125 sæti - júlí 2012 (England 4. sæti, Ísland 129. sæti) 125 sæti - júní 2012 (England 6. sæti, Ísland 131. sæti) 124 sæti - maí 2012 (England 7. sæti, Ísland 131. sæti) 124 sæti - apríl 2012 (England 7. sæti, Ísland 131. sæti) 120 sæti - ágúst 2011 (England 4. sæti, Ísland 124. sæti)Minnsti munur á Íslandi og Englandi á FIFA-listanum 2 sæti - febrúar 2018 (England 16. sæti, Ísland 18. sæti) 4 sæti - janúar 2018 (England 16. sæti, Ísland 20. sæti) 6 sæti - júlí 2017 (England 13. sæti, Ísland 19. sæti) 7 sæti - desember 2017 (England 15. sæti, Ísland 22. sæti) 7 sæti - nóvember 2017 (England 15. sæti, Ísland 22. sæti) 7 sæti - september 2017 (England 15. sæti, Ísland 22. sæti) 7 sæti - ágúst 2017 (England 13. sæti, Ísland 20. sæti) 7 sæti - maí 2017 (England 14. sæti, Ísland 21. sæti) 7 sæti - apríl 2017 (England 14. sæti, Ísland 21. sæti) 7 sæti - febrúar 2017 (England 13. sæti, Ísland 20. sæti)
Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Stjarnan | Hvort liðið fer á Laugardalsvöllinn? Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Sjá meira